Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 29
■ ■ Maðurinn, sem flaug Framhald af bls. 18. gerðu þó sitt gagn. Hægt og með erfiðsmunum tókst flugmanninum að koma þessum einkennilega sí- amstvíbura ó réttan kjöl. Sinclair hafði náð í fallhlífar þeirra og spennti aðra á sig, en rétti Fuller hina. Flugmaðurinn hristi höfuðið. „Ég verð hér kyrr," sagði hann. „Láítu ekki eins og asni," gjamm- aði Sinclair. „Stökktu!" „Nei," öskraði Fuller þrjózkulega. „Ég fer hvergi. Komdu þér út. Og á stundinni!" Sinclair vissi að þýðingarlaust var að mótmæla. Hann bað Fuller heilla og steypti sér út. Einnig hann lenti heilu og höldnu. Fuller var nú einn eftir í flug- vélinni og stritaði kófsveittur við að halda flugvélunum tveimur, sem voru rígfastar saman, á lofti. Það var ekki beint auðvelt, því að hann varð að nota stjórntæki sinnar flug- vélar og vélar neðri Ansonsins, og hann gat á engan hátt dregið úr eða aukið gang þeirra. Að skammri stundu liðinni fór gang- ur véla lægri Ansonsins að verða hægari. Hann varð að komast nið- ur og það fljótt. Ef vélarnar stöðv- uðust, myndi allt saman hrapa eins og steinn. Landið fyrir neðan var nærri flatt en tré hér og þar. En framundan var flöt, þar sem eng- ar hindranir voru sjáanlegar, og þar ákvað Fuller að gera tilraun til lendingar. Þá var hann í aðeins fimm hundruð feta hæð, og vélarn- ar gengu orðið lúshægt. Þegar hann komst innyfir grasflötina var hæð- in aðeins fimmtán fet. Þá stein- þögnuðu vélarnar. En þær höfðu þá þegar þjónað tilgangi sínum. Fuller hossaðist í sætinu þegar neðri Ansoninn snart jörðina, þó ekki óþyrmilega, og svo fann hann tvíburaflugvélina skríða hægt yfir grasið á belg þeirr- ar neðri. Svo nam farartækiS staðar. Full- er brölti út á vænginn, niSur á neðri vænginn og þaSan niSur í grasið. Hann hafði sjaldan lent betur. Báðar flugvélarnar voru illa lask- aðar, en engu að slður myndi unnt að gera við þær. Fuller andvarpaði feginn ... Len Fuller hélt æfingunum áfram og fékk sína vængi. Síðan þjónaði hann í flugher lands sins ( Mið- Austurlöndum og hlaut heiðurs- merki. Þó er ekki vitað til þess að hann hafi fengið neina orðu og viðurkenningu fyrir dirfsku þá og leikni er hann sýndi þegar hann lenti Ansonunum báðum f einu. Því miður hlaut hann sorglega endalykt. í marz 1944 var hann staddur heima í leyfi. Þann átjánda mánaðarins var hann á ferð á reið- hjóli og rakst þá á strætisvagn. Á svo sviplegan hátt lauk ævi manns, sem hafði drýgt dáð, er einstök er í flugsögunni. J | _ f f __ PER SPARID MED ÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÖNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ rhAí-Jí pLjir' r,«'^PUMCÍv VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG í PVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL. KLIPPIÐ HÉR KLIPPIÐ HER r ra* ti/ I VINSAMLEGAST SENDIÐ MÉR VIKUNA f ASKRIFT □ 3 MÁNUÐIR - 13 tölublöð - Kr. 400,00. □ 6 MÁNUÐIR - 26 tölublöð - Kr. 750,00. I I L SKRIFIÐ GREINILEGA POSTSTOÐ HILMIR HF. VIKAN SKSPHOLTI 33 REYKJAVÍK n i i i j 9. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.