Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 13
me'ð hárið hennar og augun hans. Og þetta hafði allt skeð á níu dögum. Nú sátu þau andspænis hvort öðru og borðuðu steiktan fisk, og samtalið milli þeirra var hvorki rómantízkt né spennandi. Aðeins hæversklegt. — Brauð eða kex? — Brauð. — Gjörið svo vel. — Takk. Þegar þau byrjuðu við vinn- una var þetta ekki mikið betra. Að vísu þurftu þau að tala sam- an um verkið sem þau voru að vinna, en það var ekki beinlínis spennandi. — Síða 121, tilvitnun B/34, 505, las Pat. — Eruð þér viss um að það sé 505? Hér stendur 808. — Nei, það er 505. Þögn — óþægileg þögn. Svo sagði Pat feimnislega: — Má ég sjá það? — Auðvitað, ef þér haldið að ég hafi ekki lesið rétt, sagði Peter og reyndi að vera kæru- leysislegur í málrómnum. Það var greinilegt að hann hafði and- styggð á henni. Hversvegna gat hún ekki samþykkt þessa tölu? Hún leit á tölurnar. — Nú skil ég þetta. Larkins skrifar tölima fimm á þennan hátt. Þetta lítur út eins og átta, en það hefir svo oft komið fyrir. — Jæja. — Ég var vön að ruglast á þessu, sagði hún. — En svo er eins og maður fái eitthvert sjötta skilningarvit, viti hvort hann á við 5 eða 8. Peter lagði pennann á borðið og hallaði sér aftur á bak í stóln- um. — Duglega Pat, sagði hann. — Er það ekki það sem þér eruð kölluð hérna? Hún andvarpaði. — Jú, það er víst. Svo brosti hún allt í einu. — En það er auðvitað aðeins spaug, ég er mesti klaufi. Þetta er sagt til að stríða mér. — Er það satt? Mér var sagt að þér gerðuð yfirleitt við það sem aflaga fer hér í stofnuninni. — Það er bara spaug. Hún var sakleysið uppmálað og undrandi um leið. — Það hefur verið þessvegna sem þér komuð með heftivélina til mín. Ég gat ekki skilið hversvegna þér gerðuð það. — Það er allt í lagi, sagði hann og yppti öxlum. — Ef ég á að segja sannleikann, þá skemmdi ég hana sjálfur, til að fá tæki- færi til að tala við yður. Þetta er nokkuð kyndugt, finnst yður það ekki? Pat starði á hann. — Hvers- vegna gerðuð þér það? —■ O, ég var bara að lesa bók um sálfræði, sagði hann. — Þar stóð að harðduglegar konur löð- uðust yfirleitt að klaufalegum mönnum. Ég hugsaði með mér að það væri þess vert að prófa það. Hann brosti, og hún þorði ekki að spyrja hann hvort þetta hefði verið gert í þágu vísind- anna eða hvort eitthvað annað hefði búið undir. — Og þér eruð þá ekki klaufi? spurði hún vandræðalega. — Þér sitjið andspænis hand- lægnasta manni sem um getur, sagði hann og brosti. Hún horfði á hann og augun voru galopin af aðdáun. — Það hlýtur að vera þægilegt að vera svo sjálfum sér nógur. En svo var hún hrædd um að hún gæti komið upp um sig. — Verðum við ekki að snúa okkur að átt- unum og fimmunum hans Larkins aftur? — Jú, ætli það ekki, sagði hann, án nokkurrar hrifningar í röddinni. Þau unnu sleitulaust í klukku- tíma. Loksins kom að því að hún réð ekki við forvitnina, hún varð að vita hvort hann hefði áhuga á henni, eða hvort þetta var aðeins áhugi á sálfræði. — Blaðsíða 699 ........ Eigið þér við að þér hafið verið að finna tækifæri til að tala við mig, eða ætluðuð þér bara að prófa hvort sálfræðingurinn sem skrifaði bókina hefði á réttu að standa? Hann leit upp, undrandi á svip- inn. — Bækur um sálfræði eru alltaf réttar, sagði hann alvar- lega. — Það er engin ástæða til að prófa þær. — Jæja, sagði Pat, og furðaði sig á því með sjálfri sér hvar hún kæmi inn í dæmið. Hann leit rannsakandi á hana. — Þér eruð undarleg stúlka, sagði hann hugsandi. — Þér eig- ið eitthvert leyndarmál. Ég var viss um það í fyrsta sinn sem ég sá yður. — Hvað eigið þér við? Hún hugsaði með sjálfri sér hvernig honum yrði við, ef hún segði honum að hún gæti fleygt 80 kílóa karlmanni þvert yfir borð- stofuna heima hjá sér. — Ég á engin leyndarmál, sagði hún, ákveðin. — Ég er bara venju- leg stúlka, og ég hefi ekki hug- mynd um það hvernig á að gera við heftivélar. — Þá það, sagði hann brosandi. — Ef ég get einhverntíma að- stoðað yður, þá ...... Þau hlógu og héldu áfram við vinnuna. En nú var þetta ekki ópersónulegt lengur. Þau töluðu saman og gerðu að gamni sínu, rétt eins og þessar söluskýrslur væru ákaflega skemmtilegar. Klukkan kortér yfir níu voru þau búin að ljúka verkinu. Pet- er hjálpaði henni í kápuna; það var í fyrsta sinn sem nokkur hafði haft fyrir því. Þau gáðu að því að öll ljós væru slökkt og allar dyr lokaðar. Það var mjög dimmt úti og það var byrjað að rigna. — Hvert ferð þú, Pat? Hún sagði honum hvar hún ætti heima. Hún sagði honum líka að hún þyrfti að skipta um vagn tvisvar sinnum. Hann var stórhneykslaður. — Þetta er hræðilegt. Það er fyrir neðan allar hellur að biðja stúlku sem á svona langt heim um að vinna kvöldvinnu. Hann lagði handlegginn yfir axlir hennar. — Ég fylgi þér heim. Og ég ætla að segja nokkur vel valin orð við Larkins á morgim. Andartak reyndi Pat að hugsa sér andlitið á Larkins, en svo gaf hún það frá sér og naut þess að láta Peter leiða sig yfir göt- una. Þegar þau gengu áleiðis að vagninum, passaði hann upp á að þau væru sem mest undir svölum og sóltjöldum, til að hlífa sér fyrir regninu, og þeg- ar ekkert var til skjóls, þá hlupu þau, með frakka Peters yfir höfðunum. Þegar þau komu inn í vagninn hermdi Peter eftir starfsfólkinu, og Pat sagði honum frá því þegar leki kom að þak- inu og Larkins varð að vinna undir regnhlíf. — Þetta er eiginlega furðu- legt. í morgun varstu allt ann- að en alúðleg, þá varstu stúlk- an í hinmn enda skrifstofunnar, en nú ....... — Og nú er eins og þú hafir þekkt mig alla ævi. Hún hló, þegar hún lauk setningunni fyrir hann. Þau voru nú komin á leið- arenda. — Þú verður að koma með mér inn og heilsa upp á karlana mína. En svo varð hún hrædd um að hún hefði verið of áköf, svo hún bætti við: — Þeir deyja af hlátri, þegar þú apar eftir Larkins. — Er það skilyrði? sagði hann stríðnislega. — Þú býður mér ekki inn nema ég komi með skemmtiatriði? Hún hélt niðri í sér andanum. — Auðvitað ekki. Þú ert hjartan- lega velkominn, sagði hún vand- ræðalega. — Ég var að gera að gamni mínu, sagði hann til að róa hana. Svo horfði hann hlýlega á hana. — Veiztu Pat, að ég er af- skaplega feginn að þú ert ekki sú valkyrja, sem fólkið á skrif- stofunni sagði að þú værir. —- Já ég er mjög feginn því, sagði hann og nú var hann lág- mæltur og leit djúpt í augu Framhald á bls. 37. 9. tbl. YIIvAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.