Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 10
Hlaupársdagur er til þess skikk- aður að rétta af ofurlitla skekkju í tímatali okkar; árið gengur sem sé ekki alveg upp með 365 dögum á ári, en skekkjan réttist sé hon- um smeygt inn í fjórða hvert ár. Og til þess að ekki komist nú ruglingur á allt saman, er hann alltaf 29. febrúar, hvort sem okkur likar betur eða verr. Það er til að mynda ekki hægt að geyma sér hlaupársdaginn og skáka honum inn, þegar maður á sumarfrí. Þótt hlaupársdagur sé fyrir ým- issa hluta sakir athyglisverður dagur og merkilegur, hefur þjóð- trúin ekki gert sér mikinn mat úr honum, og af skiljanlegum ástæðum hafa engin félagasamtök valið sér hann fyrir almennan frídag svo sem eins og til dæmis 1. maí eða fyrsta mánudag í ágúst. Það helzta, sem erfðavenjur hafa lagt á þennan vikuaukadag fjórða hvert ár, eru þau lög, að þann dag megi kona biðja sér manns án þess að bíða við það álitshnekki. Meira að segja eru viðurlög, ef sá útvaldi hryggbrýt- ur biðluna; hann verður að gefa henni svarta hanzka. Þetta er að minnsta kosti algengasta reglan manna á meðal. En hér á öldum áður var þetta í opinberum lög- um á Bretlandi, ítalíu og Frakk- landi, eftir því sem næst verður komizt, nema hvað í þessum löndum var biðlunarheimild feng- in konunni í hendur allt hlaup- árið, ekki aðeins á hlaupársdag. Og játaðist maðurinn ekki kon- unni, varð hann lögum sam- kvæmt að gjalda henni sektir, mismunandi háar eftir því hvem- ig ástatt var fyrir honum efna- lega, nema hann gæti sannað, að hann væri annarri bundinn. Nú er það svo, að bónorð eru yfirleitt einkamál sem utanað- komandi eiga ekkert með að hnýsast í. Samt er augljóst, enda löngu sannað með dæmum, að mörg bónorð eru ekki bara hug- ljúf og viðkvæm, heldur líka skopleg. Sum meira að segja drep- hlægileg. Samt hugsaði ég mig vel um, áður en ég tók mér fyrir hendur að hringja í nokkur síma- númer af handahófi og bera upp þá spurningu fyrir bláókunnugar manneskjur, hvort þær hefðu nokkum tíma beðið sér manns, til dæmis á hlaupársdegi. Salt að segja átti ég ekki vorr á miklum árangri, jafnvel þótt ég segði sem satt var, að ég hefði ekki hugmynd um við hverjar ég væri að tala og vildi ekki vita það. Bara fá sögurnar. Það má því nærri geta, að mér þótti það efnileg byrjun, þegar fyrsta konan hló við og svaraði: — Nei, ég hef aldrei beðið mér manns. Hins vegar hugsa ég að það hafi ekki margir farið eins að bónorði og karlinn minn, þeg- ar hann tók mig að sér. Viltu heyra það? — Já, gjarnan. Við vorum búin að vera saman í eitt eða tvö ár meira og minna, vorum saman í skóla fyrst, fórum svo að fara út saman og svona. Svo tók ég bílpróf og fékk „Ég slcal ekki neita því, að á eftir var ég hálf örg, og fór nú að leitast við að hafa pokann minn sem næst honum í tjöld- unum í útilegunni, og honum virtist falla það vel í geð. Þetta notaði ég síðan til að látast hyita mér sofandi á ýmsa vegu — en ekkert gerðist.“ VIÐ GERÐUM SNÖGGA SKOÐANAKÖNNUN GEGNUM SÍMA. VIÐ FENGUM STUTTARALEG SVÖR OG EITT LANGT OG ÝTARLEGT, OG EINA BÓNORÐSSÖGU KARLMANNS AÐ AUKI. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.