Vikan - 19.09.1968, Qupperneq 7
syngja sitt síðasta, þótt það sé
komið til ára sinna.
í sumar kom Bill Haley ásamt
hljómsveit sinni til Lundúna til
þess að halda hljómleika í Al-
bert Hall. Þeir sem álitnir eru
hafa mest vit á dægurlagatón-
list, spáðu honum hinum mestu
hrakförum. Þeir töldu fráleitt að
ætla að fylla Albert Hall með
því að bjóða upp á ellefu ára
gömul lög eins og „Rock around
the Clock“. En reyndin varð
önnur. Það var troðfullt á hljóm-
leikunum og gífurleg fagnaðar-
læti.
Mörg lög sem vinsæl hafa orð-
ið að undanförnu eru einnig
mjög í ætt við rokkið. Paul Mc
Cartney sagði nýlega, að eitt af
nýrri lögum Bítlanna, „Lady
Madonna" væri eins nálægt
rokkinu og hægt væri að vera.
Sumir spá því, að leðurjakk-
arnir, sem voru í tízku þegar
rokkið var upp á sitt bezta, fari
brátt að skjóta upp kollinum í
breyttri mynd.
☆
'A
Rússarnir cru í öngum sínum vegna
þess að gcta ekki framleitt nóg af
honum rándýra lúxusmat, kavíarnum.
Orsakirnar cru þær að hin langa og
horaða styrja er að hvcrfa úr fljót-
unum, vegna rányrkju. Xil þess að
bjarga þessu við er lagt til að leggja
nú mikla rækt við að sctja styrju-
seiði í stórfljótin x Sibiríu, eins langt
frá verksmiðjum og mögulegt er.
Rússarnir þykjast geta framleitt gervi-
styrjuhrogn, en Vesturlöndin, sem
kaupa mest af kavíarnum, neita að
kaupa slíkan varning.
Lola Falan, sem er mótleikari Sammy Davies í „Golden Boy“,
sem nú gerir mikla lukku í London, hefur fengið 500 hjú-
skapartilboð. Það er sagt að Sammy sé einn að biðlunum, en
hann segist vera þreyttur á hjónabandi! En Lola og Sammy
hafa töluvert saman að sælda í náinni framtíð, því að Lola
á að leika i kvikmyndinni „Yes I can“, sem er tekin eftir bók
Sammy Davies.
HINAR
VIÐURKENNDU
ENGLISH ELECTRIC
SJALFVIRKU ÞVOTTAVELAR 2 GERÐIR
GERÐ 474 GERÐ 484
. Heilt eða kalt vatn til áfyllingar.
• Xnnbyggður hjólabúnaður.
• 8 þvottastillingar — skolun — vindun
• Afkiist: 4,5 kg.
• 1 árs ábyrgð
• Varahluta- og
viðgerðaþjónusta.
(3KJ&.CO
^ Laugavegi 178 Sími 38000
ENGLISH ELECTRIC
þurrkarann má tengja
við þvottavélina (474)
37. tbi. VIKAN
wjoisvoMsjnony©