Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 9

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 9
HIJS 0G HÚSBÚNAÐUR á hefur það tekizt: Öll íslands- met slegin á einu bretti. Foss- vogshverfið, sem átti að verða skóladæmi um skipu- lagsgáfur, lærdóm og snilld ís- lenzkra arkitekta og skipuleggjara, hefur fyrir einhver óvænt mistök orðið líkt og minnismerki um ná- kvæmlega það gagnstæða. Þetta hverfi er eins konar minnismerki, stórkostlegasta minnismerki um getuleysi í skipulagningu, sem reist hefur verið í þessari borg. Málið fór strax illa af stað, en í þetta skipti boðaði fall ekki farar- heill. Sú nýbreytni ráðamanna að efna til samkeppni fyrir erlenda jafnt sem íslenzka arkitekta, lofaði góðu. Margar athyglisverðar lausn- ir bárust, en viti menn: Þeim var umsvifalaust varpað fyrir róða, þeg- ar verðlaunin höfðu verið greidd. Þá komu þessir innlendu snillingar og sögðu: Nú get ég. Það varð strax Ijóst af þeirra fyrstu uppdrátt- um, að hugmyndir þeirra voru lág- kúran uppmáluð og enn Ijósara hef- ur þetta orðið eftir þv( sem hverfið hefur risið. Þrem arkitektum voru fengin öll völd í hendur. Þeir heita Gunnlaug- ur Halldórsson, Manfreð Vilhjálms- son og Guðmundur Kr. Kristinsson. Allt eru það prýðilegir arkitektar, þegar um er að ræða að teikna ein- stök hús, þar sem þeir hafa frjáls- ar hendur. Þeir hafa jafnvel teiknað hús, sem hvarvetna mundu taiin vel gerð. Aftur á móti virðast þeir lítt skilja sín takmörk og það hefur ugglaust kitlað hégómagirnd þeirra að geta sett sitt mark í einu og öllu á hverfi, sem er á stærð við stóran kaupstað úti á landi. Byggingarstæðið er fremur fal- legt; brekka móti suðri, og hefði án efa verið tækifæri til að byggja þarna fegursta íbúðarhúsahverfi í borginni. En óhamingju Reykjavík- ur verður sannarlega allt að vopni. Margir voru búnir að þrauka í von- inni um, að þarna yrði loksins í fyrsta sinn í sögunni byggt þokka- legt einbýlishúsahverfi og þegar ákveðið var að byggja einbýlis- húsin neðst, þá virtist það út af fyr- ir sig vera í lagi. En þá vildu snill- ingarnir ráða öllu útliti, gera allt að einni allsherjar flatneskju. Það var semsé ákveðið, að byggja einn ógurlegan virkismúr norðan við hvert hús. Þar með var gersamlega búið að eyðileggja heila hlið húss- ins og um leið búið að fyrirgera því, að unnt yrði að skipuleggja þessi hús eins og annars hefði ver- ið kostur á. I skjóli virkismúrsins mátti sfðan byggja innan afmark- aðra lína og skyldu öll hús, sem þarna risu vera skilgetin afkvæmi Svipleysinu sungin lof og dýrð: Þakkanturinn má ekki ná nema 5 cm út fyrir veggina. mmmMý ••••• : ' % i Hj| iwiiiiii* ilili þessa danska bílskúra-arkitektúrs, sem danskmenntaðir arkitektar hafa heillazt af. Meira að segja var ákveðið og settir skilmálar um þak- kantinn, sem settur skyldi vera utan með þakbrún til að klæða af halla þaksins. Það væri hægt að ímynda sér, að þeir teiknarar, tæknifræð- ingar og arkitektar, sem síðan fengu það verkefni að teikna þessi hús, hafi verið þeim þremenning- unum mjög þakklátir. Og hvílík ör- lög fyrir þá menn, sem urðu að snara út 500 þúsundum í gatna- gerðargjald og grunn; búnir að borga hálfa milljón, áður en byrjað var á einum einasta vegg. Hefði ekki verið sanngirniskrafa af þeirra hálfu, að þeir fengju einhverju að ráða um þann hluta húsanna, sem stendur upp úr moldinni? Þrennt hlýtur að teljast til grund- vallaratriða, þegar nýtt íbúðahverfi er skipulagt: Skólar, verzlanir og samgöngur. Það var að vísu gert ráð fyrir skólum í Fossvogshverfi að því er ætla má eftir teikningum, en það gleymdist að hugsa fyrir því, að íbúar hverfisins þurfi að komast í búðir og þaðan af síður var ætlazt til þess að þeir þyrftu nokkuð á strætisvögnum að halda. Gatnakerfið er líkt og lokaðir botn- langar ofan af Bústaðavegi. Ur sum- um húsunum er hálfur annar kíló- metri fram og til baka til þess að komast í búð eða strætisvagn. Þar að auki er upp talsvert bratta brekku að fara og auðvitað liggja göturnar þráðbeint á brattann. Botnlangasyst- emið er vafalaust hugsað til þess að koma í veg fyrir gegnumakstur, en hvaða tilgangi þjónar það að útrýma nauðsynjavörubúðum úr heilu hverfi. Kannski vilja þeir herrar, að fólk birgi sig upp af mat- vöru og nauðsynjum einu sinni í viku eða svo, en staðreynd er það þó, að fólki finnst miklu þægilegra að hafa búð við hendina og það er ekki í verkahring arkitekta, að blanda uppeldisfræði í skipulags- teikningar sínar. Svo mikil óánægja varð strax með þá ráðstöfun að útrýma stræt- isvagnaumferð úr hverfinu, að nú mun vera búið að þvinga í gegn, að botnlangarnir verði tengdir sam- an neðantil og að þar fari strætis- vagn um eins og hjá siðuðu fólki. Sýnist það vera einkennileg skipu- lagsfræði, sem leggur áherzlu á að gera lífið sem erfiðast þeim sem búa í hverfinu. I stað þess að lofa kollegum sínum að leggja sitt af mörkum til þess að Ijá þessu hverfi einhverja reisn, hefur dyggilega verið komið í veg fyrir að nokkuð, sem yfir- höfuð er hægt að kalla arkitektúr fengi að þrífast þar. Þremenning- arnir vildu setja lágkúrulegt mark á hvert einasta hús í hverfinu og þeim hefur svo sannarlega tekizt að halda öllu á sama planinu. Þeir hafa með skilmálum ákveðið svo útlit á hverju einasta húsi, að jafn- vel framúrskarandi arkitekt fengi engu um þokað til að nokkurt þess- ara raðhúsa eða blokka yrði í með- allagi. Sums staðar jaðrar lúgkúran Framhald á bls. 43. 37. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.