Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 45
Ernð þér aft
byggja?
Hafið þér munað eftir að brunatryggja húsið?
Oft hafa eldsvoðar valdið stórspjöllum á húsum í smíð-
um — þótt allt sé úr steini, eins og sagt er. Gleymið
ekki þessari þýðingarmiklu vernd húsbyggjandans.
ABYRGÐ býður hagkvæma brunatryggingu fyrir hús
í smiðum í Reykjavík.
ÁBYRGÐ tryggir aðeins fyrir bindindismenn.
Þess vegna fá þeir ódýrari tryggingar hjá ÁBYRGÐ.
Bindindi borgar sig.
ÁBYRGDP
TRYGGINGAFÉLAG fyrir bindindismenn
Skúlagötu 63 - Reykjavík - Símar: 17455 - 17947
góna á vörur í búðargluggum, koma
við á einhverjum ameríska barnum
til að fó sér milkshake og reyna að
drepa tímann, þangað til tedrykkj-
an hefst í rökkrinu. Liðsforingjar og
óbreyttir borgarar fara oft út með
amerískum stúlkum, og það hefur
verið stofnað til margra hjónabanda
á þeim grundvelli (samband milli
ógiftra kvenna og kvæntra manna
er þó algengast í þeim hópi); en
óbreyttir hermenn eiga eins erfitt
með að ná kunningsskap við ame-
rískar stúlkur í Vietnam, eins og
vel menntaðar innfæddar stúlkur.
Þeir kalla oft glaðlega til amerísku
stúlknanna: „Halló, landi," en það
verður sjaldan meira.
Á baðströndunum við Vung Tau,
rétt hjá Saigon, þar sem hermenn-
irnir eru sér til hvíldar, er það al-
geng og eiginlega raunaleg sjón,
að sjó hópa af hermönnum, sem
hafa hótt og drekka bjór, og veifa
til amerískra og vietnamskra kvenna,
sem ganga um ó bikini og haldast
í hendur við vini sína.
Framkoma hermannanna gagnvart
vietnömskum stúlkum er töluvert
harkalegri í sveitahéruðunum en í
borgunum.
Síðastliðið sumar kom það fyrir,
að fimm hermenn réðust á konu,
fimm barna móður, sem var kom-
in ó fjórða mánuð með það sjötta.
Þeir róku mann hennar og börn út,
bundu konuna ofan f rúmfleti og
þrír þeirra nauðguðu henni. Þessir
menn höfðu aldrei brotið neitt af
sér áður, og þeir hlutu allir fang-
elsisdóma, fleiri mánuði upp í |ffs.
tíðarfangelsi.
Hrollvekjandi atburðir sem þessi
eru, sem betur fer, mjög sjaldgæf-
ir, en Saigon dagblöðin, — nokkur
á vietnömsku, tvö á ensku, fimm
á kínversku og eitt franskt, —
segja daglega frá einhverjum leið-
inda atburðum, allt frá áflogum
drukkinna manna, í sambandi við
vændiskonur, til alvarlegra glæpa,
sem venjulega eru sprottnir af af-
brýðisemi.
Fyrir tveim árum myrti amerísk-
ur hermaður einn af öryggisvörðun-
um, en þeir voru báðir í ástasam-
bandi við sömu konuna. Nýlega var
vietnömsk barstúlka myrt, skotin til
bana, við svipaðar kringumstæður.
Eitt Saigonblaðanna sagði þannig
frá þeim atburði: „Nágrannarnir
sögðu að maðurinn sem skaut hana
hafi verið vinur hennar. Þau bjuggu
saman eins og hjón, án þess að
vera gift, og það er mjög algengt
í Vietnam. Morðið var framið í af-
brýðikasti, „maðurinn hennar" hafði
komið að henni allsnakinni með
einum kunningja sinna."
Það er nokkuð algenqt að mæð-
ur ungra telpna kæri hermennina
fyrir að tæla dætur þeirra, og viet-
namskir hermenn hafa kært eigin-
konur sínar fyrir það að búa með
amerískum hermönnum.
Lögrealan í Vietnam gerir oft
húsleit í vændishúsum, sem her-
mennirnir sækja. „Þá „frelsa" þeir
oft barnungar stúlkur, sem hafa
verið „pfndar" til að gerast vænd-
iskonur, og ef hermennirnir eru
gripnir á staðnum, þá eru þeir
færðir til aðalstöðva hersins. Þeir
sleppa venjulega með áminningu.
Stúlkur í Vietnam, sem eru í vin-
fengi við og ó einhvern hátt samn-
ingsbundnar amerískum, óbreyttum
hermönnum og liðsforingjum, og
„tedrykkjustúlkurnar" í Saigon, fara
að nokkru leyti eftir óskrifuðum
lögum og verðlagsákvæðum. Flest-
ar þessar stúlkur eru fiðrildi, sem
fljúga frá einum til annars, og oft
ganga þær að erfðum, þannig að
sá sem fer heim að þjónustu lok-
inni bendir kunningja sínum á fyrr-
verandi vinkonu sína. Sumar þessar
stúlkur eiga börn, ýmist með Ame-
ríkumönnum eða löndum sínum.
Þær koma þessum börnum fyrir á
barnaheimilum og á einkaheimilum.
Það kostar um það bil 50 dollara
á mánuði.
Þrátt fyrir vandræði, sem skap-
ast af langri hersetu, eru Ameriku-
menn yfirleitt vel látnir og hafa á
sér heiðarleikaorð. Ein Mama-san
(forstöðukona vændishúss) sagði: —
Bandaríkjamenn eru miklu heiðar-
legri í viðskiptum en þeir sem áð-
ur hafa haft hersetu hér, eins og
Frakkar, Kínverjar og Japanir."
Venjulegustu samningar eru að
stúlka sem heldur við hermann fær
um 150 dollara á mánuði. Fyrir það
hugsar hún um lítið hús, (sem hann
leigir fyrir 100 dollara á mónuði),
e'dar fyrir hann, þjónar honum og
er auðsveipur rekkjunautur. Stund-
um skipta tveir hermenn á milli
sín bæði stúlkunni og reikningnum,
og það hefur heyrzt að jafnvel fjór-
ir til fimm hermenn séu í félagi
með sömu stúlkuna. Vikulega fær
stúlkan „eiginmanninum" (eða „eig-
inmönnunum") lista yfir það sem
hún þarfnast til hússhaldsins, og
það kaupir hann í PX (hermanna-
verzlunum). Hann fær líka annan
lista yfir það sem hún sjálf þarf
að nota, vörur sem hún selur ná-
grönnum eða selur í gegnum Ma-
ma-san eða miðlara, sem flestir eru
í lögreglunni eða eru njósnarar
fyrir Vietcong. Ágóðinn af þessari
verzlun (vörurnar eru oft stolnar)
rennur í hennar eigin vasa. Ef hún
verður barnshafandi fær hún pen-
inga til að láta evða fóstrinu, en
oft finnast börn á götunum, eða
fljótandi í Saigonánni.
Hermenn sem búa með „eigin-
konu", hafa alveg fastmótaða áætl-
un, sem þeir fara eftir. Þeir fara
til bragga sinna um hádegið, láta
hreinan fatnað niður í tösku, (þess-
ar töskur eru kallaðar RON; sem
þýðir „remain over night") sem þeir
hafa með sér, og fara svo beint frá
vinnu sinni til vinkonunnar, þar sem
þeir dvelja til næsta morguns.
Það er töluvert um það að þess-
ar stúlkur haldi fram hjá. Stúlkur í
Vietnam eru töluvert fyrir það að
veðja, oa þegar þær tapa, eða kom-
ast á einhvern hátt í peningahrak,
gera þær annað hvort; að selja
sjálfa sig á daginn eða stunda
njósnir, sem þær fá borgað fyrir.
Það eru menn frá Vietcong og lög-
reglan sem nota þessar stúlkur til
njósna, og þótt upplýsingar sem
þær gefa séu ekki alltaf mikils virði,
þá eru þær oft notaðar til fjárkúg-
unar.
Reglur og félagskerfi barstúlkn-
anna í Saigon og öðrum borgum,
eru mjög fastmótaðar. Flestar eru
á árssamningi, og það er mikið til-
lit tekið til starfsaldurs. Hver stúlka
fær númer hjá Mama-san, og það
er sett á hvern reikning yfir „te",
sem hún selur hermanni eða öðrum
viðskiptavini. Þótt þær skipti tekj-
unum með Mama-san, þá leggja
þær 15% af tekjum kvöldsins, í
einskonar tryggingarsjóð, en fá það
oftast greitt eftir ársstarf. Ef ein-
hver stúlka missir nótt úr, þá verð-
ur hún að borga 1.500 pjastra (12
dollara) í sjóðinn, og það fær hún
stundum endurgreitt. Flestar stúlk-
urnar hafa herbergi, sem þær borga
50 dollara á mánuði fyrir, og þang-
að fara þær með fylgdarmenn sína.
Þær senda líka svipaða upphæð
manaðarlega til foreldra sinna. I
byrjun hvers mánaðar er það al-
geng sjón að sjá þær í biðröðum
við pósthúsin, þar sem þær ganga
frá peningasendingum sínum.
Stúlkurnar hafa líka félag með
sér til tryggingar. Ef hermaður fer
frá einni stúlku til annarrar, þá er
hann vinsamlega beðinn um að fara
eitthvað annað. Stúlkurnar múta oft
lögreglunni til að láta þær hafa
tvö nafnskírteini. Þá skrifa þær sig
„testúlkur" á annað og nemanda á
hitt. Þetta kemur sér oft vel, þegar
þær lenda í vandræðum. Ef stúlka
verður barnhafandi, eða lendir í ein-
hverjum öðrum vandræðum, þá
taka hinar saman höndum um að
hjálpa henni og sjá til að hún njóti
réttlætis. Þegar ný stúlka kemur á
barinn, reyna þær að fá viðskipta-
vinina til að verzla við hana, þang-
að til hún er komin á græna grein.
í seinni tíð hefir börum verið
iokað (sumir eru búnir að opna aft-
ur undir lögregluvernd), og þá urðu
stúlkurnar að setjast að á ódýrum
hótelum, og þar hafa þær orðið
Framhald á bls. 48.
37. tbi. VIKAN 45