Vikan


Vikan - 16.01.1969, Page 23

Vikan - 16.01.1969, Page 23
MENNATNNGUNU1989? Síðan 1961, þegar Bandaríkin hófust handa viS tungláætlun sína aS skipun Johns F. Kennedys, hafa þau eytt rúmlega tvö þusund milljörSum í hana. Er hægt aS gera ráS fyrir aS máninn borgi einhverntíma eitthvaS upp í þessa svimandi fjárhæS? Schirra, Eisele og Cunningham (talið frá v.), bandarísku geimfararnir þrír, sem fyrir skemmstu voru í lengri tíina á sveimi á braut umhverfis jörðu. Sá leiöangur var merkur áfangi í tungláætluninni. Leiðangur Bor- mans og félaga hans á braut umhverfis tunglið, sem farinn var um síðustu jól, verður trúlega síðasti áfanginn áður en freistað verður landgöngu á tunglinu. lægð frá lendingarstaðnum eiga þeir þar að auki að dreifa nokkr- um vísindalegum tækjum, sem senda eiga frá sér radíómerki í heilt ár. Það sem menn vilja fyrst og fremst fá að vita er hvort á mán- anum fyrirfinnist líf af einhverju tagi eða steingervingar, og þá er ekki síður fróðlegt að vita hvort þetta, ef það finnst, er eitthvað líkt jarneskum hliðstæðum. Þá leikur mönnum hugur á að ganga úr skugga um hvort til sé þarna uppi súrefni eða vatn, sem gert geti dvölina þar þolanlegri. Þá er ekki að vita nema tunglfararnir detti niður á eitthvað sem geti gefið hugmynd um uppruna mánans. HVAÐAN KOM MÁNINN? Máninn hefur alltaf verið um- luktur dulúð. Sagt er að dæmi séu til þess að fólk hafi geggjazt að sofa í tunglsljósi og að mán- inn hafi ekki síður áhrif á blóð- rás fólks en á flóð og fjöru. Undir þetta gat bandarískur háls- nef- og heyrnasérfræðingur, Edsom J. Andrews frá Flórída, rennt stoð- um nýlega í skýrslu, sem hann birti í læknatímariti. Samkvæmt rannsóknum hans eiga áttatíu og tvö prósent af öllum blæðingum eftir hálskyrtlaskurði sér stað á fyrsta og öðru og þriðja tímabili tunglmánaðarins, og það hafa aðrir læknar síðan staðfest. En umfram allt kvað máninn hafa töfrandi og tryllandi áhrif á ást- ina. „Eigi ástin að vera til fram- búðar verður hún að fæðast við skin mánans,“ sagði ekki ómerk- ari maður en skáldheimspeking- urinn Sören Kierkegaard. En það eru ekki aðeins áhrifin frá mánanum sem eru mönnum gáta, heldur og uppruni hans. Um hann eru ýmsar kenningar uppi og umdeildar. Þeir vísindamenn eru til sem halda því fram að iörðin hafi með aðdráttarafli sínu hremmt litla, kalda plánetu sem í granda- ieysi hafi átt leið framhjá henni fyrir eitthvað þrem til fimm milljörðum ára. Hinsvegar vilja rússneskir vísindamenn meina að jörð og máni hafi verið sköpuð samtímis, þriðja hugmyndin minnir á norrænu söguna um til- orðningu Siálands. Hún er á þá leið að einhvern tíma hafi stórt stykki rifnað úr jörðinni og kast- ázt út í geiminn, þar sem úr því varð tungl, en í geilina sem eftir varð seytlaði vatn unz úr varð Kyrrahafið. Fyrstu tunglfararnir — það er að segja þeir bandarísku, ef Rússarnir verða þá ekki á undan þeim — eiga samkvæmt áætlun að lenda á tunglinu einhvern- tíma á árinu 1969, hafa trúleg- ast svarið við þessari spurningu með sér til jarðarinnar aftur. Eftir því sem næst verður kom- izt er yfirborð tunglsins fast í sér, minnir á sand og verður trú- lega svipað undir fæti og þurr snjór. TIL HVERS ER TUNGLÁÆTLUNIN? Er mánaáætlunin verð þess, sem til hennar hefur verið varið — í peningum, mannslífum og efni? Síðan 1961 hafa Bandaríkja- menn varið tvö þúsund milljörð- um króna til framkvæmda við áætlunina. NASA — bandaríska geimferðastofnunin — hefur fiögur hundruð þúsund verka- menn i sinni þjónustu, þaraf sex- tíu þúsund vís;ndamenn og verk- fræðinga. Geimrannsóknastöðv- um hefur verið dreift um hnött- inn allt frá Kennedyhöfða til Ástralíu og kosta þær alls þrjú hundruð tuttugu og fimm millj- ónir króna. Hubert Humphrey varaforseti, sem hefur verið mikill áhuga- maður um tungláætlunina, segir samt áhyggjufullur: f sögunni verður talað um okkur sem fólk, sem tókst að senda einn mann og fimm kókakólasjálfsala til tunglsins, en gat ekki komið fót- um undir mannkynið á jörðu niðri. Þessu svarar sagnfræðingurinn Arthur Schlesinger jr.: Hvers- vegna gáfu Ferdínand og ísabella brjálæðingnum Kólumbusi alla þessa peninga í stað þess að byggja fyrir þá nunnuklaustur eða spítala? Og bandaríska þjóðin er áætl- uninni meðmælt. Geimferðir hafa líifgað upp á ímyndunarafl Bandaríkjanna meira en nokkuð annað. Og þótt svo að einhverri fjárupphæð sé ekki varið til tunglsáætlunarinnar, þá er ekki þar með sagt að hún verði notuð til f átæ'krahj álpar, íbúðabygg- inga eða baráttu gegn illum' dömpum í andrúmslofFnu. Hver dollar, sem veittur verð- I r til tunglsáætlunarinnar, verð- ur þar að auki notaður hér á jörðu en ekki uppi í tunglinu. Peningarnir ganga til bygginga, launa og rannsókna. Tungláætl- unin er orðin mikilvægur liður í bandarísku efnahagslíf'. Ferða- lögin út í geiminn hafa þegar borgað sig. Tækin, sem notuð eru til að fylgjast með líkamlegri líðan geimfara, eru nú notuð á bandariskum sjúkrahúsum, þar sem ein einasta hjúkrunai'kona getur með þeim fylgzt með sjúkl- ingum á fimm hundruð metra löngum gangi. Geimrannsóknunum er það líka að þakka að upp hafa fund- izt elektrónísk tæk’, sem gera hjartaslög reglulegri. í sambandi við þetta eru læknar lika farnir að eygja möguleika á takmörkun- um barneigna án þess að nota pillur eða önnur getnaðarvarna- tæki, því að geimvísindamenn- Framhald á bls. 45. _________________________________y s. tw. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.