Vikan


Vikan - 16.01.1969, Síða 26

Vikan - 16.01.1969, Síða 26
Yfir Kínahafi í vestri gránaði fyrir nýjum degi. Lest japanskra vörubíla kom skröltandi eftir strandvegi á Luzon, Filippseyj- um. í lestinni voru þrjátíu vöru- bílar, hlaðnir þungum farmi af sprengikúlum, fótgönguliði, vist- um og bensíni. Hún var á hrað- ferð til Bataan-skaga, þar sem japanski hershöfðinginn Homma sótti að umkringdu liði Banda- ríkjamanna og Filippseyinga. Japanir höfðu þar tvö hundruð þúsund manna lið, en á móti voru aðeins fimmtán þúsund Bandaríkjamenn og fjörutíu þús- und Filippseyingar. Þetta var átjánda janúar 1942. Jeppi, sem sendur var á undan lestinni í könnunarskyni, ók inn í þorpið Candon í héraðinu Illo- cos Sur. Candon liggur við litla vík og er umkringt pálmalund- um og hrísökrum. Um þetta leyti var þorpið í svefni. Að minnsta kosti gengu Japanirnir að því sem gefnu. Tveir liðsforingjar stigu út úr jeppanum á þorpstorginu. Þeir kveiktu sér í sígarettum og reyktu um hríð, óttalausir. Víg- línan var í fjögur hundruð og áttatíu kílómetra fjarlægð, í suð- urátt. Bílalestin kom í Ijós. Margir bílanna voru herfang frá Bandaríkjamönnum. Lestin stanz- aði við jeppann. Liðsforingjarn- ir töluðu við bílstjóra fremsta bílsins, stigu inn í jeppann og óku áfram. Þá skeði það. Fremsti bíllinn var að fara út úr þorpinu og sá síðasti inn í það, þegar dýnamit- hylki var hent ofan af húsþaki. í hálfbirtunni gneistaði hressi- lega frá kveikiþræðinum stutta, sem við það var festur. Hylkið kom niður á bakvið könnunarjeppann, sem á samri stund hvarf í mökk af ryki, tætl- um af mannslíkömum og málmi. Fremsti vörubíllinn snarhemlaði. Sá næsti ók aftan á hann. — Látið þá hafa það, strákar! kallaði bandarísk rödd ofan af húsþakinu, og á samri stund varð sofandi þorpið að helvíti. Glugg- ar opnuðust og út um þá var stungið byssuhlaupum, sem z'----------------------s Sérvitur, banda- rískur námuverk- fræSingur varS fyrstur til aS hefja skæruhernaS gegn Japönum á Fil- ippseyjum. MeS litlum flokki manna olli hann óvinunum gífur- legutjóni, sprengdi í loft upp brýr og bækistöSvar og i'rap. hermenn í hrönnum. Hin öfl- uga andspyrna Filippseyinga gegn Japönum var aS miklu leyti hans verk. spúðu eldi og blýi. Líka var skot- ið ofan af þökunum. Einn japönsku bílstjóranna féll fram á mælaborðið. Félagi hans reyndi að komast út úr bílnum, en var hæfður kúlu í sömu svip- an. Annar bílstjóri lá fram á stýrið með undrunarsvip á dánu andlitinu. Japanskir fótgöngu- liðar stukku æpandi ofan af bíl- unum. Nokkrum heppnaðist að komast inn í húsin báðumegin þorpsgötunnar. En flestir kom- ust ekki svo langt. Þeir féllu á götunni. Og inni í húsunum biðu þeirra þögulir menn vopnaðir bolo-hnífum. Tveir árásarmann- anna hlupu út úr einu húsinu og köstuðu brennandi kyndlum í bíl, sem fermdur var tvöhundr- uð lítra bensíntunnu. Jafnskjótt og kyndlarnir féllu niður á farm- inn, skaut árásarmaður nokkr- um skotum úr Thompsonvél- byssu á tunnuna. Vörubíllinn varð samstundis að tólf metra háum eldstólpa. Eitthvað tíu Japanir höfðu leitað skjóls í vörubíl, sem brynj- aður var stálplötum. Bandaríkja- maður einn með sína skamm- byssu í hvorri hendi og sígarettu á miJli varanna æddi að húsinu, sem var næst bíl þessum. Hver djöfullinn gengur á hér? spurði hann. Nafn þessa manns var Walter M. Cushing. — Eg fæ þá ekki út úr bíJn- um, sagði ungur hermaður. - Ekki það? sagði Cushing og stakk annarri skammbyssunni í skyrtuvasann. — Haltu þeim kyrrum meðan ég tilreiði hann þennan! Vasar Cushings voru úttroðn- ir af dýnamithylkjum. Hann kveikti á kveikiþræði með sígarettunni, hljóp fram nokk- ur skref og lét hylkið detta nið- ur í bílinn miðjan. Einn Japan- anna rétti upp hendur til að grípa hylkið og henda því til baka. En þráðurinn var of stutt- ur og hylkið sprakk aðeins fá- eina desímetra yfir bílnum. Stálplöturnar losnuðu frá hon- um við loftþrýstinginn og bútar af líkömum flugu um loftið. Fleiri og fleiri menn hlupu nú fram með logandi kyndla og hver bíllinn af öðrum stóð í björtu báli. — Hlífið þið þessum tveimur bílum! hrópaði Cushing. Akið þeim til hliðar! Ég vil fá þá ó- skemmda! Á þorpsgötunni var allt á tjá og tundri. Þar barðist maður við mann í návígi. Nokkrum Japön- um lánaðist að brjótast út úr dauðagildrunni. Þeir flýðu nið- ur í hvíta sandfjöruna. Þeir voru eltir miskunnarlaust, og hræði- legur feluleikur upphófst innan- um sanddyngjurnar. Þorpsbúar, sem falið höfðu sig úti á hrís- ökrunum, blönduðu sér nú í leik- inn. Þeir æddu niður í fjöruna, nístandi tönnum af hatri, og skáru á háls hvern Japana sem þeir náðu eða rotuðu þá með kylfum. Ekki einn einasti Japani komst lífs af úr fyrirsátrinu. Um hádegið kom önnur jap- önsk herdeild til þorpsins og fann rytjurnar af hinni. Kampa- kátir hrægammar svifu í þús- undatali yfir þökum húsanna. Um kvöldið flutti Tókíó-útvarp- ið í fréttasendingu sinni á ensku tilkynningu, sem fræg varð í stríðssögunni. Þar var meðal annars minnst á „þessa andskot- ans asna“, sem stunduðu skæru- hernað norðan til á Luzon. Japönum stóð síður en svo á sama. Árásin í Candon heppnað- ist eins vel og hægt er að hugsa sér um skæruliðafyrirsátur. Þetta var fyrsta stórhöggið sem skæruliðunum á Filippseyjum í annarri heimsstyrjöld tókst að greiða japönsku innrásarmönn- unum. Árásin var gerð á mikil- vægu augnabliki. Fréttirnar frá Bataan voru slæmar og baráttu- kjarkur Bandaríkjamanna fór þverrandi. Þótt undarlegt kunni að virð- ast var það bandarískur borgari, sem skipulagði fyrirsátina. Drykkfelldur, ævintýragjarn og sjálfsöruggur námaverkfræðing- ur var þessa dagana á vakki á bakvið línur óvinanna í fjöllun- um á Norður-Luzon og æpti út yfir allan heiminn að hann skyldi sprengja hvern Japana, 26 VIKAN 3-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.