Vikan - 16.01.1969, Qupperneq 43
er komin til að búa hjá þér.
Amma er dáin, og langt í burtu.
— Manjane? Og þú vilt búa
hjá mér? Velkomin! Ég er í fullri
þörf fyrir hjálp þína. En hve þú
ert falleg. Svo horfði hann á
mig.
— Hann heitir Arpad, sagði
hún rólega. — Hann hefir verið
mér góður. Móðurbróðirinn rétti
mér höndina. Ég sá að þetta var
góður maður. Hann muldi kaffi
í mortélinu og hrærði það út í
graut og bætti sykri í. Við borð-
uðum það úr örsmáum bollum.
Ég hafði aldrei borðað kaffi fyrr,
og mér þótti það ekki gott.
Ég var hissa á því að hann
skildi láta Manjane sitja á veit-
ingastofunni. Hann las hugsanir
mínar og sagði: — Það kemur
enginn hingað um þetta leyti
dags.
Kona, sem var nokkuð lík hon-
um, gægðist gegnum tjaldið og
sagði ísmeygilega:
— Velkomin barnið mitt! Hún
brosti. Hún var með þrjár hök-
ur. Hún var eins og fjall af feiti
og óhreinindum. En hún hafði
einu sinni verið fegursta stúlkan
í Bralavan. Hann hafði borgað
föður hennar offjár fyrir hana.
Ég hugsaði með mér: — Hún er
ekki líkt því eins góð kona og
hann er maður, og hún er ekk-
ert hrifin af því að Manjane er
komin til þeirra.
Manjane lagði höndina á öxl
mér, — þannig eru vinir kvaddir
í fjöllunum, — og ég hneigði mig
næstum því eins og herramaður,
og flýtti mér út.
Gyðingurinn Horovitch veifaði
til mín. — Ertu komin til Bralav-
an svona snemma? Komdu, ég
ætla að sýna þér nokkuð! Af því
að það ert þú, slcaltu fá þetta
næstum gefins .. .. Ég hafði ekki
hugsað mér að kaupa neitt fyrr
en um haustið, en ég fór samt
inn til hans. Hann var alltaf í
góðu skapi, gat verið skemmti-
legur og allir veiðimennirnir
verzluðu við hann. Nú rétti hann
mér fallegt vopn, riffil með
greiptu skefti. Ég sagði honum
að ég ætti þrjár byssur heima.
Svo gekk ég um búðarholuna
hans og rótaði í vörunum, skoð-
aði vatnsrör og ýmislegt annað,
sem ég hafði engin not fyrir.
— Hvað er þetta? spurði ég.
— Þetta er sjónauki, Arpad,
sjónauki. Þú gætir notað hann
þegar þú ert á veiðum, þegar þú
ert að veiða fisk og skjóta end-
ur, og þú skalt fá hann næstum
því ókeypis. Ég gerði það með
vilja að horfa í öfugan enda.
Hann hló og sneri honum við.
Ég sá langt yfir vatnið, fjöllin
og jökullinn færðust nær.
— Ég sé ekkert, sagði ég ergi-
legur. Mér þótti gaman að stríða
þessum gamla gaur.
— Klaufi! öskraði hann. Hann
horfði, skrúfaði, talaði og sló út
örmunum, og svo nefndi hann
hæfilegt verð. — Oh, sagði ég og
sýndi á mér fararsnið. Hann elti
mig. Það var örugglega enginn
sem vildi kaupa sjónauka í Bra-
lavan. Hann var reglulega góður
og mig langaði mikið til að eiga
hann. Að lokum komum við okk-
ur saman um verðið, og ég lét
hann geyma sjónaukann. Þetta
var reglulega skemmtilegur leik-
ur, maður á móti manni. Að öll-
um líkindum hafði hann ekki
borgað nema helming þessa
verðs.
Hann prúttaði af ákafa um
skippund af þurrkuðum fiski, en
ég sagði honum að það væiú til-
gangslaust, hjá mér væri aðeins
um eitt verð að ræða. Ég vissi
að þegar liði að hausli myndi
hann panta fimm til sex skip-
pund. Fiskurinn minn var bein-
laus, hvítur og þurr. Ég þvoði
hann upp úr geitamjólk og
þurrkaði hann vel. — Arpad, þú
ert ræningi, öskraði hann. —
Ætlarðu að flá vesalingings, fá-
tækan kaupmanna inn að skinn-
inu? Svo fórnaði hann höndum,
sneri lófunum upp og yppti öxl-
um, þóttist vera hrjáðastur af
öllum mönnum. Ég hló og sagði:
— Ég skal halda eftir einhverju
af fiski handa þér. Lofaðu mér
að sjá það tau sem þú hefir, ég
þarf bæði vinnuföt og spariföt.
— Ó, spariföt líka? Já, ég sá
konuna sem þú varst með áðan,
hún er falleg. Svo sýndi hann
mér brosandi þau efni sem hent-
uðu mér. Ég vildi fá víðar, gul-
brúnar buxur, rauðan silkilinda
um mittið, og stuttan jakka.
Næstum allir veiðimennirnir áttu
slík föt, en ég hafði aldrei eign-
azt þau.
Armeninn hinum megin við
götuna tók af mér mál og þukl-
aði á efnunum. Hann sagði þetta
vera góð efni. Ég fékk líka að
sjá myndir af fötunum í bók, og
svo spurði ég: — Viltu fá pen-
ingana strax?
— Þú mátt borga þetta þegar
þér hentar, svaraði hann. Ég
borgaði strax, en það gladdi mig
að hann sýndi mér tiltrú. Ar-
menar eru mjg nákvæmir og
þeir vita hvað þeir eru að gera.
Hann pantaði líka fisk hjá mér,
stuttlega og án þess að prútta.
Hann vissi að fiskurinn var þess
virði, sem ég setti upp.
Teppakaupmað.urinn bjó i eld-
gömlu steinhúsi, hinum megin
við torgið. Hann ók vatni í stór-
um kerjum heim til sín, og gras-
ið kringum húsið hans var grænt
og vel sprottið, þrátt fyrir
þurrkana.
Þegar ég kom inn til hans,
klingdi í lítilli geitabjöllu, og
hann kom strax fram. Húsið var
stórt, mörgum sinnum stærra en
húsið mitt. Meðfram veggjunum
voru háir hlaðar af teppum, sem
voru þaktir strámottum. Þetta
voru teppabirgðir ríkasta manns-
ins í Bralavan. Annars tók ég
Hinar vinsælu
bækur um
Angelique
eftir SERGE og
ANNE GOLON,
fást hjá næsta
bóksala eða í
næstu blaðasölu
Angelique
Angelique
og kóngurinn
Angelique
og soldáninn
í heftum.
3. tbi. yiKAN 43