Vikan - 16.01.1969, Side 48
Framhald af bls. 31.
Hann þaut út og reif upp dyrnar á herbergi Fleur. Hún lá al-
klædd í rúminu og Soames varð það ljóst að hún hafði verið á
ferli. Hann hristi hana.
— Málverkasalurinn er að brenna, hrópaði hann. — Vektu þjón-
ustufólkið og sjáðu um að það verði hringt til slökkviliðsins, og
flýttu þér nú!
Hann stóð kyrr þangað til hann sá að hún var vöknuð, og hljóp
svo upp aftur, með slökkvitæki í höndunum. Eldurinn hafði gripið
um sig. Nú var hann kominn að David. Cox málverkunum, og var
um það bil að ná til Co?rstabie-myndarinnar. Hann sleppti slökkvi-
tækinu og hljóp að myndinni. Hann sveið í andlitið, meðan hann
náði málverkinu niður af veggnum og reisti það upp í gluggakist-
una. Salurinn var orðinn fullur af reyk, en honum lánaðist að koma
slökkvitækinu í gang, og hann sá, sér til léttis, að það hefti út-
breiðslu eldsins.
Ilann ætlaði að bjarga Stevans málverkunum og Gauguin og
Corot myndunum. Og Monet svolítið utar á veggnum. Það tæki
örugglega tuttugu mínútur að koma slökkvitækjunum á staðinn.
Hann æddi að Gauguin-málverki af nakinni Suðurhafseyjastúlku.
Hann greip um vírinn, en hann var glóandi heitur, svo hann greip
um rammann og kippti í. Málverkið losnaði af veggnum, en hann
datt sjálfur aftur á bak. Svo stóð hann upp og setti málverkið upp
að hinum við gluggann. Hvar var Riggs og hitt fólkið. Það varð,
að setja teppi undir gluggann, svo hann gæti kastað málverkunum
út. Hann sá að eldurinn var að komast í Monet-myndina, grteip
hana og þaut að stiganum. Tvær dauðhræddar stúlkur voru á leið-
inni upp stigann, klæddar kápum utan yfir náttklæðunum.
—- Hérna, kallaði hann. — Takið við málverkinu og reynið að
vera rólegar. Það er engin hætta á ferðum ....
— Pabbi!
Þarna var Fleur með slökkvitæki.
— Farðu niður, farðu út. Það verður að strengja teppið, svo
ég geti kastað málverkunum út, og í guðs bænum reynið að halda
fast í teppið.
Hann horfði á hana, þar til hún var komin niður. Þá flýtti hann
sér inn í málverkasalinn aftur, með slökkvitæki í höndunum. Þarna
var skrifborðið hans í logum. Hann beindi slökkvitækinu að því,
en gat varla valdið þessum þunga hlut, og þegar hann fleygði því
tómu frá sér, sá hann varla út úr augunum. En það hafði samt
svolítið dregið úr eldinum. Bara að hann gæti nú haldið þetta út!
Hann þaut meðfram lengsta veggnum, náði mynd eftir mynd nið-
ur. En þá æstist eidurinn, þetta var eins og glóandi víti. Hann
varð að ná í Daumier, líklega bezta málverkið sem hann hafði
eignazt um ævina. Hann sleit það niður af veggnum. Ur gluggan-
um sá hann fjórar stúlkur halda út teppinu.
— Haldið þið fast, kallaði hann til þeirra og svo fleygði hann
Daumier út. Þvílík meðferð á svo stórkostlegu listaverki. Teppið lét
undan þunganum, en það hélt. Hann lét hvert málverkið eftir annað
falla, og sá að stúlkurnar lögðu þau í grasið. Þegar hann sneri sér
við, sá hann að eldur var kominn í gólfið í innsta horninu, og
breiddist meðfram veggnum.
Slökkviliðið kæmi líklega nógu snemma til að bjarga veggnum
tii hægri, en sá til vinstri var eiginlega alelda. Hann varð samt að
reyna.
— Guð minn góður!
í dyrunum fyrir aftan hann var Riggs loksins kominn og hált á
tveimur slökkvitækjum.
— Þegiðu, stundi Soames, — sprautaðu á vegginn, maður. Hann
sá eidinn víkja undan bununni.
— Þér verðið að koma niður, sagði Riggs, — annars neyðist ég
til að draga yður niður.
— Þegiðu, og hjálpaðu mér!
Þá kom hann auga á Vendinia eftir Goya, málverkið sem honum
hafði alltaf þótt svo vænt um, vegna þess að stúlkan á myndinni
var svo lík Fleur. Hann greip það og bar það út að glugganum,
en þá var hann að niðurfalli kominn og fann að hann gat ekki
meir. Sterkir armar báru hann út undir bert loft. Þar komst hann
til sjálfs sín, sitjandi í stól á veröndinni.
Slökkviliðið var komið og Soames lokaði augunum og hlustaði á
suðið, þegar vatnið náði logunum. Þeir gætu líklega bjargað því
sem eftir var. Þetta hefði getað verið verra. En það, var líklega
bezt að hann reyndi að taka við stjórninni aftur, þeir gerðu örugg-
lega einhverja vitleysu. Allt þetta vatn gat auðvitað eyðilagt það
sem eftir var.
Soames stóð upp með erfiðismunum, til að sjá betur hvað væri
að ske. Hvar var Fleur? Nú þarna stóð hún, en allt of nálægt hús-
inu. Ó, þeir máttu ekki eyðileggja myndirnar með öllu þessu vatni,
þessir asnar, það var svo sem eftir þeim. Þeir voru farnir að sprauta
á heila vegginn gegnum gluggana. Það var þó sannarlega óþarfi.
Hann staulaðist með veikum mætti til slökkviliðsmannanna.
— Ekki sprauta á þennan vegg, það er enginn eldur þar. Þið
megið ekki eyðileggja málverkin mín. Slökkviliðsmaðurinn sveigði
sprautuna svo bununa stóð á gluggakarminn, rétt þar sem „Vendinia“
stóð. Málverkið hallaðist við vatnsbununa. Og Fleur, hún stóð undir
málverkinu og horfði upp í loftið. Er. hún hreyfði sig ekki úr stað
og því sló eins og eldingu niður í huga Soames að hún hefði hug á
að farga lífi sínu...
— Það er að detta! öskraði hann. — Varaðu þig! Honum fannst
eins og hann sæi hana vera að kasta sér fyrir framan bíl á fullri
ferð. Hann æddi til hennar og ýtti henni til hliðar með útbreiddum
örmum — og datt.
Málverkið. hitti hann og felldi til jarðar..
Soames var á lífi, en það var líka allt og sumt. í tvo sólarhringa
hafði verið vakað yfir þessum líkama, sem allur var í umbúðum.
Sérfræðingar höfðu kveðið upp sinn dóm, það var ekkert hægt að
gera. Fjölskyldulæknirinn gaf út þá fyrirskipun að vakað skyldi
yfir honum, og sagði að hafa skyldi gætur á augum hans. Ef einhver
minnsta breyting yrði, átti að senda tafarlaust eftir honum.
48 VIKAN 3-tbl-