Vikan


Vikan - 16.01.1969, Qupperneq 49

Vikan - 16.01.1969, Qupperneq 49
Michael, sem leið undir því að vera svo aðskilinn við Fleur, eyddi öllum stundum með syni sínum. Hann reyndi að hafa ofan af fyrir honum með því að segja honum sögur og lesa fyrir hann, til að beina athygli hans frá þessum skelfilegu atburðum. Svo hafði hann líka gert lista yfir þau málverk sem óskemmd voru. Eldur- inn hafði aðeins eyðilagt ellefu af áttatíu og fjórum málverkum. Winifred vakti líka yfir bróður sínum, og lifði aðallega í fortíð- inni. Bróðirinn hafði verið henni stoð og stytta í þau 34 ár, sem hún bjó með hinum kærulausa eiginmanni sínum, Monty Dartie, og var henni jafn góður í þau þrettán ár sem hún lifði í áhyggjulausu ekkjustandi. Henni fannst sem hún ætti aldrei eftir að finna gleði sína aftur. Fleur var það fullkomlega ljóst að það var hennar vegna að faðir hennar hafði hlotið þennan áverka. Henni vai það ljóst að þessa nótt, sem eldurinn brauzt út, hefði hún hiklaust getað geng- ið í ána, eða fleygt sér undir bíl, til að losna undan því fargi, sem hvíldi á sál hennar. Hún hafði viljandi staðið undir málverk- inu. En nú skalf hún við tilhugsunina, og gat ekki fyrirgeíið sjálfri sér óhemjuskapinn. Klukkustundum saman sat hún við sjúkrabeð föður síns. Hún var með bauga undir augunum af vökum, en hún fann að ástríðu- eldurinn í hjarta hennar var slokknaður. Það var eins og Soames hefði gripið til þess eina sem dugði til að lægja öldurnar í sál hennar, en hann hafði líka alla hennar ævi fundið það á sér, hvað henni hentaði. Og þegar hún sat þarna, sjúk af samvizkubiti, við banabeð föður síns, fannst henni Jon og allt sem honum viðkom, vera svo óralangt í burtu. Það var hennar vegna að faðir hennar lá þarna. Ó, hve hann hafði verið henni undursamlega góður alla ævi. Henni fannst það ekki réttlátt að hann skyldi þurfa að deyja áður en hún gat full- vissað hann um hve innilega vænt henni þótti um hann og hve hún þráði það að fá fyrirgefningu hans. Hún fann hve hlédrægur hann hafði alltaf verið. Hann hafði aldrei krafizt viðurkenningar af nokkrum manni, eða ætlazt til að tekið væri tillit til hans. Og þó vissi enginn betur en Fleur hversu heitt hann þráði hlýju og ást. Henni fannst það erfið- ast nú að hugsa til þess hve oft hún hafði brugðizt honum í því tilliti. En samt hafði hún elskað hann, elskað hann af öllu hjarta, alltaf ........ Þannig liðu dagarnir hver af öðrum. Á þriðja degi sá Fleur, sem sat hjá föður sínum, augu hans opnast, og hún fékk ákafan hjart- slátt. Hún gaf hjúkrunarkonunni merki um að flýta sér í símann. Hjúkrunarkonan kom fljótt til baka og sagði að læknirinn væri í sjúkravitjun, en hann fengi skilaboðin strax og hann kæmi heim. Fleur var viss um að faðir hennar hefði hugsað: — Það var svo sem eftir þessum skarfi að vera ekki heima, þegar maður þurfti á honum að halda ....... Eftir hálftíma opnaði Soames augun aftur. Þetta skipti þekkti hann hana. Það var eitthvað átakanlegt við þessa þrjózkulegu baráttu við dauðann. Hann vildi lifa, vildi heyra, skynja og tala. En þótt /---------------------------------------------------" ... h ■ífc V. varir hans bærðust, kom ekkert hljóð. Hún fann veikan titring í fingrum hans, sem hún faldi í lófa sínum. — Þekkir þú mig, elsku pabbi minn? Augu hans svöruðu játandi. -— Pabbi minn, þér batnar bráðum. Augun sögðu nei. Þá missti Fleur stjórn á sjálfri sér og hún brast í grát. Svo sagði hún: — Pabbi minn, fyrirgefðu mér. Augun milduðust og það var eins og hann vildi segja: — Fyrirgefa? uss, það er ekkert að fyrirgefa. — Mér þykir svo óendanlega vænt um þig Ég skal vera góð, ég lofa því, sagði hún, eins og lítil stúlka, sem hefur verið óþekk. Hún fann fingur hans titra, höfuðið hreyfðist, en hann gat ekki kinkað kolli. — Winifred frænka, mamma, Michael og Kit eru öll hévna; viltu ekki sjá þau. Varir hans mynduðu orðin: — Nei, aðeins þig. — Ég fer ekkert frá þér. Svo fann hún hendi hans kippast til og heyrði lágt hvískur: — Það er gott, það er nóg Svo slokknaði allt líf í augunum Soames Forsyte tók síð- ustu andvörpin, hann leið út af. ... Jarðarför Soames var ósköp einföld, enda var það hann, sem gegnum árin hafði séð um virðuleikann í sambandi við jarðar- farir ættingjanna. Það voru aðeins karlmenn viðstaddir. Sir Lawrence Mont kom til að vera viðstaddur, og Michael hafði aldrei séð hann svo alvarlegan í bragði. — Ég bar mikla virðingu fyrir gamla Forsyte, sagði hann við son sinn, þegar þeir gengu í burtu frá kirkjugarðinum. — Hann ákvað hlutina, en hann átti ekki gott með að tjá sig; en hann var heiðarlegur 1 gegn. Hvernig tekur Fleur þessu? Michael hristi höfuðið. — Henni finnst það hræðilegt að hann skyldi deyja, vegna hennar. — Drengur minn, það er ekki til betri dauðdagi en að fá að deyja fyrir þá sem manni þykir vænst um. Láttu Fleur koma til okk- ar, það dreyfir huganum að vera þar sem ekkert minnir á hinn látna. — Ég hef miklar áhyggjur af Fleur, það er eins og eitthvað hafi brostið í henni. — Það kemur fyrir okkur öll, oftast áður en við verðum þrítug. En þá eignumst við önnur sjónarmið. En get ég ekki gert eitt- hvað fyrir ykkur Fleur? Ég gæti talað við einhvern um málverk- in.......Hann bjargaði Morland málverkinu. Það er eigiulega yf- irnáttúrlegt hvernig hann hefur barizt við eldinn aleinn. Mað.ur hefði ekki trúað honum til slíks þrekvirkis- — Já, það er stórkostlegt, sagði Michael. — Ég var að tala við Riggs um það. — Hann hefur þá séð það? Michael kinkaði kolli. — Þarna kemur hann. Þeir hægðu á sér. Bílstjórinn tók ofan og gekk til þeirra. 3. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.