Vikan


Vikan - 06.11.1969, Side 7

Vikan - 06.11.1969, Side 7
sér ekkert athugavert við J»að, þótt karlmenn eigi sér vinkon- ur og skrifist á við þær, en þeg- ar bréfin eru orðuð á þann hátt, sem þú segir frá, þá fer málið óneitanlega að vandast. Hvernig væri, að þú létir reyna á hug hans til þín með því að gjalda honum í sömu mynt? Þú gætir til dæmis farið að skrifast á við einhvern og komið því svo fyr- ir, að hann rækist á bréfin. Það væri fróðlegt að vita, hvernig hann mundi bregðast við slíku. Björgvin, Björgvin, Björgvin Kæra Vika- Gætir þú ekki birt viðtal við vinsælasta söngvarann og pop- stjörnu ársins, Björgvin Hall- dórsson? Og gaman væri líka að fá litmynd af honum á forsíð- una. 'Ég er ákveðin í að ramma hana inn og setja upp á vegg fyrir ofan rúmið mitt. Bless. Solla. Okkur hafa borizt margar beiðn- ir um myndir af þessari vinsælu stjörnu, Björgvin Halldórssyni. Og við getum glatt hina mörgu aðdáendur hans með því, að inn- an skamms birtist langt viðtal v>ð hann hér í Vikunni með ót- almörgum myndura, þar á með- al forsíðumynd í litum. Helgi og Jón Þór Kæri Póstur: Fyrst af öllu langar mig til að þakka þér kærlega fyrir allt gamalt og gott sem þitt ágæta blað hefur birt; mér finnst VIK- AN hafa batnað til muna nú í seinni tíð. En ástæðan fyrir þessu bréfi er einfaldlega sú, að mig langar til að biðja þig til að koma þökk- um fyrir mig til þeirra Helga Péturssonar og Jóns Þórs Hann- essonar, fyrir útvarpsþáttinn þeirra. f allt sumar hef ég hlust- að á hann og aldrei fengið nóg. Þess vegna held ég að mér sé óhætt að segja að þáttur þeirra félaga var með því bezta út- varpsefni sem ég hef nokkru sinni hlustað á. Fór þar saman einstaklega gott lagaval og stór- skemmtilegar kynningar. Beztu þakki, Helgi og Jón Þór. Kveðja, el Hamid. Pósturinn er alveg sammála og kemur þessu á framfæri. Nútímabörn Heiðraða Vika: Hvernig er það, er söngflokk- urinn Nútímabörn hættur að syngja? Ef svo, af hverju og hvað eru meðlimirnir farnir að gera? Vonast eftir svari. Fólkus. Jú, Nútímabörn munu vera hætt, og skeði það um mánaða- mótin ágúst/september. En fljót- lega er væntanleg 12 laga hljóm- plata með söng þeirra, og svo getum við lilustað á þau syngja hér og þar. Og okkur hefur skil- is< að allir meðlimir flokksins séu eitthvað að syngja ennþá: Ágúst Atlason er í Ríó-tríóinu, Snæbjörn Kristjánsson er í Fiðr- ildi, Sverrir Ólafsson er i Árið 2000 og daman, Drífa Kristjáns- dóttir hefur verið að syngja á Keflavíkurflugvelli með íslenzkri hljómsveit. Strætó Ágæta blað: Ég hefi nokkrum sinnum orð- ið var við að fólk hefur verið að þrasa út af framkomu strætis- vagnabílstjóra í dálkum þínum. Vel má vera að sitthvað sé til í þessu nöldri, en ég veit um und- antekningu, og sjálfsagt eru til fleiri. Á morgnana fer ég í vinnu klukkan 9, og tek þá venjulega leið nr. 20. Sá bílstjóri (venju- lega sá sami) er slíkur séntil- maður að fátítt er. Hann er akkú- rat eins og starfsmenn S.V.R. eiga að vera. Viltu skila kveðju til hans frá mér. J.H. Þetta var ánæg.iulegt bréf, og Pósturinn kemur hér með þess- ari kevðju á framfæri svo og kveðju til allra „strætókalla.“ Það sem sannara reynist Kæri Póstur: Ég var að enda við að lesa í blaðinu hjá ykkur að James De- an hefði dáið í kappakstri, en það er bara ekki rétt. Hann var að koma af kappakstri og var á vörubíl þegar hann keyrði út af. Þið hefðuð kannske gaman af að vita það, að nokkrir fram- takssamir náungar tóku sig til og keyptu bílflakið og seldur það í smábútum sem minjagripi. Auðvitað græddu þeir, og á end- anum voru þeir búnir að selja 30—40 bílflök —- sem það eina og sanna er James Dean lét líf sitt i. Afsakið ónæðið, Danni. Kg ætla ekki að þræta fyrir sannleiksgildi bréfs þíns, en í öllum opinberum yfirlýsingum um dauöa Dean's var sagt að hann hefði látið lífið í kapp- akstri. Ef til vill hefur hann verið í kappakstri við sjálfan sig á vörubílnum . . . Strákurinn, sem 6g er með, gaf mór minnsta kveikjara sem ég hef séS — svo lítinn að ég tn varla nógu litla stelna ( hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti ( siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eða strákinn. Ég er ailtaf aS kaupa eldspýtur, en þaar misfarast meS ýmsum hastti. En eld þarf ég aS hafa. Hver vill gefa mér RONSON? Mig langar svo í einhvern af þessum Adonls gas kveikjari Empress gas kveikjari Milady gas kveikjari Comet gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: ÁfylHngtn tekur 5 sekúndur, og endist svo mánuSum skiftir. Og kveikjarinn. — Hann getur enzt aS eilifu. RONSON Einkaumboð: I. Guðmundsson t Co. hf. 45. tw. yiKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.