Vikan


Vikan - 06.11.1969, Side 10

Vikan - 06.11.1969, Side 10
eru eins. Okkar var mjög önnum kafin. Hún var eins og taugaóstyrk kona sem er að aka bíl eiginmanns síns inn um bílskúrsdyr í fyrsta sinn, ekki viss hvort hún er of langt til vinstri eða hægri — en veit að hún er annað tveggia, svo hún snýr stýrinu stöðugt til hægri og vinstri. Eg reikna með því, að er ég skoða línuritin sem sýna viðbrögð mín á þessum 15 sekúndum, að ég komist að því, að ég hef verið óvenjulega spenntur á taugum. En eftir að þess- ar sekúndur voru liðnar, var ferðin mjúk sem bómull það var ótrú- legt að þessar risavélar væru í full- um gangi rétt fyrir neðan mann. Allar svona ferðir eru óhemju langar, vandfarnar og endalausar at- burðarásir. Aðeins eitt örlítið tæki eða stykki í samsetningunni gæti eyðilagt allt saman. Enda þótt ég hefði tröllatrú á öllu þv! sem í ferð- ina og undirbúning hennar var lagt, get ég ekki neitað því, að ég var örlítið svartsýnn á, að okkur tækist að Ijúka öllu sem okkur bar. Mér fannst það eiginlega óumflýjanlegt, að einhversstaðar hlyti að vera veik- ur hlekkur, og þið getið verið viss um, að ég hafði eytt miklum tíma fyrir ferðina til að hugsa um þennan veika hlekk. Gat ég verið sá hlekk- ur? Gat verið að þjálfun minni hefði einhversstaðar yfirsézt þýðingar- mikil vitneskja? Hafði ég gert allt sem í mínu valdi stóð — eða ein- faldlega gleymt því? En daginn sem við lögðum svo af stað, var ég viss um, að ég var ekki þessi veiki hlekkur; ég hafði undirbúið mig jafn vel og í mann- legu valdi stóð, og ég vonaði, að þau þúsund vísindamanna og ann- arra starfsmanna NASA hefðu gert það sama. Þeir höfðu gert það. Alla- vega var allt fullkomið. Fólk er sífellt að spyrja mig, hvort ég hafi ekki verið einmana, er ég var einn um borð í Kólumbíu, á meðan Buzz og Neil voru að spóka sig á tunglinu. Venjulega svara ég 4f Collins-hjónin ásamt börnnnum sín- um þremur: Mike, 6 ára, Ann. 7 ára og Kate, 10 ára. Þau eru öll í hjól- reiðatúr og hafa mikla ánægju af slík- um sportrcisum. Hundurinn þeirra, hann Dubhe, er jafnan hafður með í ferðum. einfaldlega: ,,Nei!" Eg hef verið að fljúga aleinn í ca. 17 ár, og mér finnst það alls ekki sérstaklega ein- manalegt að fljúga einn. Staðreynd- in er sú, að stundum finnst mér það betra. Eg vissi að það var margt sem gat farið úrskeiðis í sambandi við mána- ferjuna, og sumt af því gæti krafizt þess, að ég legði mig allan fram við að bjarga því. En ég var ekkert sér- staklega hræddur við það. I Kólum- bíu leið mér vel. Hún er byggð mjög svipað og lítil dómkirkja; klukku- turninn á henni er þá „göngin" sem liggja upp í mánaferjuna. Við þurft- um að gera ýmsar ráðstafanir til að tryggja, að ég næði þeim tveim aft- ur, ef við gætum ekki skellt tækjun- um tveim saman. Svo ég hafði fjar- lægt miðsætið og rúllað þv! saman undir sætinu sem var vinstra megin. Þetta skapaði rúm sem gerði mér fært að hreyfa mig meira en mér var í rauninni nauðsynlegt — og ég gat leikið mér í pínu-kapellunni minni. Mér tókst aldrei að eygja Orninn á yfirborði tunglsins, en ég gat heyrt í þeim öðru hverju. Mánaferj- unni var alltaf beint á einhvern sér- stakan stað á jörðinni, sem gerði það að verkum að Neil og Buzz gátu alltaf haft samband við hana, en ég var á eilífum þeytingi og í hverri ferð umhverfis tunglið, sem tók mig rúmar tvær klukkustundir, gat ég ekki talað við, eða heyrt ! neinum ! meira en 40 mínútur. En um leið og ég eygði jörðina, gat ég haft samband við Houston. Þó gat ég ekki séð mánaferjuna, þv! hún var í hvarfi við sjóndeildarhringinn. Þannig gat ég talað við jörð ! rúm- lega 5 stundarfjórðunga, en hafði ekki nema 6—7 mínútur til að tala beint til Arnarins. Og eftir hvern hring, þegar ég hafði ekkert heyrt í 40 mínútur, spurði ég alltaf: „Hvað sögðu þeir? Hvað sögðu þeir?" Sóttkvíin var leiðinleg og þreyt- andi, en mér þótti virkilega gaman að heyra að mýsnar stóðust öll próf og tóku engar bakteríur með sér frá tunglinu. Ég stóð tilbúinn ! sóttvarn- arklefanum tilbúinn að veita þeim lífgjöfina með blástursaðferðinni eða hverju sem var, til að halda þeim á lífi. Ég hafði alltaf gert mér vonir um að þeir (vísindamennirnir) kæm- ust að þeirri niðurstöðu eftir fyrstu lendinguna, að sóttkvíin væri ónauð- synleg, en mér hefur skilizt að hún verði viðhöfð áfram — að minnsta kosti næstu 3—4 lendingar. Það vakti nokkra furðu viða um heim, er áhöfn Apollo 10 skýrði svo frá, að tunglið væri brúnt, eftir að áhöfn Apollo 8 (þar var m.a. Bill Anders) hafði lýst því yfir að það væri grátt. Sannleikurinn er sá, að Frú Collins horfir á tunglferðina frægu í sjónvarpi, ásamt dætrum sín- um, Ann og Katc. Viðbrögð þeirra voru oft á þessa lund, enda gekk ferð- in að óskum jafnt í stóru sem srnáu. 10 VIKAN «•tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.