Vikan - 06.11.1969, Side 37
— Hvers vegna ertu að væla?
sagði hann. — Hvað ætlaðirðu þér
með þessu háttalagi?
— Ekkert, sagði hún vesældar-
lega. — Mér er bara svo kalt á
tánum.
Og þá fór hann að hlæ|a. Hann
hló, svo að henni fannst trén hlæja
með honum, svo að snjórinn féll af
þeim, og hún bjóst líka við að
snjórinn bráðnaði og vorlaukarnir
færu að stinga upp kollunum.
— Af öllum litlum kjánum, ert
þú alveg í sérflokki.
Hann veifaði í leigubíl, sem nam
svo fljótt staðar að það ískraði í
hemlunum.
Hann tróð henni inn í bílinn og
sagði bílstjóranum heimilisfangið
hennar. Þegar bíllinn bremsaði fyr-
ir utan hliðið hjá henni, borgaði
hann bílstjóranum og kom með
henni inn. Hann ýtti henni inn í
lyftuna og tók af henni lyklana.
Þegar þau komu inn, hellti hún
víni í tvö glös, og drakk út úr sínu,
í einum teig.
— Hvernig gengur það með
tærnar? sagði hann.
— Hvað kemur það þér við,
sagði hún, og var nú orðin herská
aftur.
— Ég ætla að tala við þig, og
drekka þetta vín, sem þú varst að
bjóða mér upp á. Þú ert ekki svo
örugg lengur. Það var ég ekki
heldur, þegar þú komst á stefnu-
mótið, með gljáandi nefið, og ekki
batnaði það, þegar þú narraðir mig
út í dýragarðinn, og varst nærri bú-
in að gera út af við okkur bæði af
kulda.
— Ég hefði líklega átt að eyða
tveim tímum í að bursta hárið og
maka mig alla út til að þóknast
þér. Ég hefði auðvitað átt að brosa
blítt, eins og engill, og þakka for-
sjóninni fyrir að annars eins karl-
maður fyndist á þessari jörð, og
hefði látið svo lítið að bjóða mér
í bíó, auðvitað með einhverjum
hlunnindum á eftir. Ég sagði.
hlunnindum á eftir. Ég hefði...
— Anna! sagði hann. — Veiztu
hvað ég gerði, þegar þú varst bú-
in að lofa því að koma með mér
í bíó? Ég rakaði mig. Ég fór í bað.
Ég vatnskembdi á mér hárið. Ég
hugsaði í þaula um hvað ég ætti
að tala við þig. Ég taldi peningana
mína, til að vita hvort ég hefði
ekki ráð á því að bjóða þér út að
borða, já, ég hafði jafnvel hugsað
mér glas af víni.
Hún sat þögul og horfði niður
á gólfteppið, fylgdi með augunum
blárri rönd, þar til hún dó út í
rauðum kanti.
— Þannig er þetta, Anna, sagði
hann svo. Þetta er kannski kjána-
legt, en samt er þetta rétt og gott,
það finnst mér að minnsta kosti.
En þetta er aðeins byrjunin, en svo
kemur sá tími að allt verður með
eðlilegra móti. Við erum kannski
feimin að láta í Ijós óskir okkar,
og verðum óeðlileg þegar við
reynum að dylja það.
— Fyrirgefðu mér, sagði hún.
Nú varð henni Ijóst hvernig hann
var, þessi Tómas var að 'fá á sig
mynd. En hún vissi ekki hug sinn
ennþá, hún var svo utan við sig.
— Ertu að spyrja hvort mér sé
— Vitleysa, sagði hann. — Þú
þarft ekki að biðja fyrirgefningar.
Heldurðu ekki að ég hafi þúsund
sinnum óskað þess að gera það
sama sem þú gerðir, til að breyta
eitthvað út af venjunni? Gefa dauð-
ann og djöfulinn í háttbundnar
venjur, og sjá hvað þá skeði. En
ég hefði aldrei þorað að gera það
gagnvart þér, ég var of hræddur
um að missa af þér.
Hún fann glóðina innra með sér,
og ylinn sem sat eftir. ískaldur
næðingurinn var horfinn. Nú voru
litirnir bláir, sem vorblóm og
gleiym-mér-ei.
— En þú sagðist ekki vilja hátta
hjá hverri sem væri, sagði hún, og
streyttist ennþá við að vera köld.
— Ég stend við það, sagði hann.
— Og ég ætla ekki að fara frekar
út í þá sálma nú. Ef þú getur ekki
tekið gullhömrum, þá er það sjálfri
þér að kenna. Það kemur allt á
sínum tíma, Anna!
Allt á sínum tíma, Anna! Loksins
skildi hún hvað hann átti við. Þann-
ig var það nú, á tímum hans og
hennar. Með tímanum veit maður
hvort neistinn er til staðar.
Þetta var eins konar frumstæður
dans. Vilt þú mig? Vil ég þig? Við
verðum að læra að þekkja sálir
hvors annars.
Vil ég þig, Tómas? Vilt þú mig,
sem er kölluð Anna, og sem er fá-
vís stúlka, sem ekki veit hvað er
fyrir beztu.
Þau vissu það hvorugt ennþá.
— Svo er það þetta með mat-
inn, stendurðu ennþá við boðið,
eða iðrastu eftir það?
— Alls ekki, sagði hann og bros
hans yljaði henni. Veizt þú um ein-
hvern notalegan og rólegan stað,
þar sem við getum fengið okkur
að borða, og rabbað saman; þar
sem andrúmsloftið er skemmtilegt
og rómantískt?
Henni datt í hug lítil kjallara-
veitingastofa, þar sem dúkarnir
voru rauð og hvítköflóttir og kerta-
Ijós á borðunum. Þar vildi hún sitja
með Tómasi, einmitt með Tómasi
og engum öðrum.
— Fáðu þér glas í viðbót, það
getur tekið mig nokkuð langan
tíma að gera mig þokkalega, settu
plötu á fóninn.
Nú vil ég vera fín þín vegna,
hugsaði hún, eins og þú vildir taka
þig vel út fyrir mér, þótt ég skildi
það ekki.
Og þú sem ert eins og mjóvaxin
dvergfura, Tómas. Og ég yrði ekk-
ert hissá á því þótt mér fari að
þykja dvergfurur fallegar,
☆
r----------------n
HafMathahiit
INNI
OTI
BÍLSKÚRS
SVALA
HURÐIR
JfhHi- & Íftikurlir H □. VIUHJÁLMSSDN
RÁNARGÖTU 12 SÍMI 19669
V
r---- ----------------'n
Wiitker bríhiel
fást í þrem stær&um.
Einnig reiðhjól í
öllum stærðum.
45. tbi. VIKAN 37