Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 6
BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA BIBLÍAN — RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóða- útgáfu. Myndirnar, sem danska listakon- an Bierte Dietz hefur gert, eru litprentað- ar í Hollandi, en textinn er prentaður hér- lendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, hef ur annazt útgáf una og ritar inn- gang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýð- inga frá upphafi. — Þetta er vönduð og glæsileg myndabók, sem hefur að geyma nýstárlega túlkun á Heilagri ritningu. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK ¦¦ ¥ MIG ^ IdreymdiJ BtaMH^fl Kærastan lokuð inni Kæri draumráðandi! Einu sinni réðir þú fyrir mig draum og hann kom fram alveg sem þú sagðir og því langar mig að biðja þig um að ráða fyrir mig annan. Þeir eru reyndar þrír, en standa allir í nánu sambandi hver við annan. Fyrati er svona: Mér fannst ég vera stödd í af- mælisveizlu föður míns og var þar margt fólk saman komið. — Allt í einu finnst mér tvennt af fólkinu sem þarna var verða bráðkvatt (deyja) og er annar maðurinn frændi minn. Fór ég þá ásamt ungum pilti út og geng- um við suður fyrir tún að hesta- rétt, sem þar er. Litum við eitt- hvað á hestane. en gengum síð- an til baka að hesthúsi sem er þar stutt.frá. Þar snerum við við og gengum að réttinni aftur en nú leiddumst við. Fórum við aft- ur að skoða hestana sérstaklega tvo rauðblesótta og áttum við sinn hvorn. (Eg á rauðblesóttan hest, en hvort hann á það líka, veit ég ekki). Svo tók hann ut- an um mig og hallaði ég mér al- sæl að honum. Þannig stóðum við nokkra stund, en þá segir hann allt í einu: „Nú er gamla kærastan mín lokuð inni í kvennaskólanum á Blönduósi." „Hún Tobba," sagði ég og hrökk frá honum. Lengri varð draum- urinn ekki. Annað sinn fannst mér ég vera stödd á dansleik og dansaði ég alltaf við þennan sama pilt. — Og hinn þriðji er þannig: Mér fannst ég vera stödd í húsinu þar sem ég leigi nú, og er þar kom- ið fullt af fólki og ætla ég að gefa því kaffi, en í hvert skipti sem ég lét einhverja köku á borðið, át fólkið hana um leið og gat ég aldrei látið það hafa kaffi eins og maður gerir venju- lega. Sat það allt hvað ofan á öðru og fannst mér ég vera svo vitlaus og asnaleg og allt ganga svo illa fyrir mér, að ég hélt þetta fólk mundi álíta mig al- gjöran hálfvita upp frá þessu. I þvottahúsinu sem er inn af eldhúsinu sátu tveir piltar og . ræddu saman og var annar þessi sem áður er talað um. Þeir vildu alls ekki þiggia kaffi. Allt í einu var ég kominn í bílinn til pilts- ins og vorum við rétt hjá þar sem ég á heima. Þar vorum við „saman" og þegar hann fór, sagði hann: „Eg kem og sæki þig næsta sunnudag kl. 6." Lengri varð draumurinn ekki. Er eitthvert samhengi í þess- um draumum? Koma þeir eitt- hvað piltinum og mér við? Vonast eftir ráðningu hið fyrsta. Fyrirfram þakkir. B. H. Jú, það hlýtur að vera sterkt samband á milli þessara þriggja drauma. Fjöldi þeirra einn út af fyrir sig bendir til þess, að þú hugsir um piltinn jafnt á nóttu sem degi. Samband ykkar verð- ur stöðugt nánara með tíman- um, en ]>ú skalt vara þig á illu umtali og mögnuðum kjaftasög- um. Ættingjar þínir, vinir og ná- grannar munu hafa alveg sér- staka nautn af að gera sér mat úr sambandi þínu og þessa pilts. En sem sagt: Báðning draumsins er í stuttu máli þessi: Samband ykkar verður nánara. En mundu að vara þig á slúðrinu. Skál og sloppur Kæri draumráðandi! Mig dreymdi nýlega draum sem mig langar til að biðja þig um að ráða. Mér fannst ég vera stödd í lítilli búð sem ekki lá í alfara leið og vera að leita að jólagjöf handa mömmu minni. Þar sá ég margar tréskálar og í þeirri efstu marga mislita steina mjög fallega á að líta. — Man ég þar sérstaklega eftir ein- um grænum og einum ljósbrún- um steini. Ég var mjög ánægð yfir að hafa fundið þessa skál og búðardaman sagði, að ég væri heppin, því að þetta væri síðasta skálin af þessari gerð. Eg var ákveðin í að kaupa skálina en þá sagði búðardaman mér að með skálinni fylgdi hálfsíður, skær, himinblár, kínverskur sloppur og kremgular buxur sem ég yrði að kaupa með skálinni. Ég sá að þetta númer passaði ekki henni mömmu en mundi al- veg passa mér og var ég mjög ánægð með það því að mér fannst sloppurinn TYrjög fallegur og ákvað ég að eiga hann siálf en gefa mömmu skálina. — Svo var draumurinn ekki lengri. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Fúsa forvitna. Þessi draumur er frekar lítilvæg- ur og getur varla boðað nein stórtíðindi. En hann táknar lík- lega, að hagsmunir þínir og móð- ur þinnar fari vel saman á næst- unni og þið getið heldur betur haft gacrn hvor af annarri á ein- hvern hátt. 6 VIKAN *•tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.