Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 14
-4fe- N'ina er mjóg hraustlegt barn, hér er hún með foreldrum sínum. Nína Svensson erfimm mánaða göm- ul. Hún er nú frísk og spræk, en þeg- ar hún fæddist ætlaði enginn henni líf, svo það má segja að hún sé eitt af kraftaverkum læknisfræðinnar. For- eldrar hennar eru hamingjusöm, þau voru líka búin að bíða eftir henni í átta ár...... Á hún von á góðri heilsu? Foreldr- arnir segjast trúa á læknana...... HÚNVAR OAUOADÆMO Hún hefur dökkt, liðað hár, blá augu og ósköp smágerðar tær og fingur, og hún er hreystin uppmáluð; sparkar og hlær, og er ekki að neinu leyti frábrugð- in jafnöldrum sínum. En þó var hún eiginlega dauðadæmd fyrir fjórum mánuðum. Hún er fædd 24. júlí. Fæðing- in var mjög erfið og stóð yfir í fjörutíu og eina klukkustund. Eftir nokkra daga kom í Ijós að hún var veik, og læknarnir héldu fyrst að hún hefði tekið einhvern vírussjúkdóm, en eftir nákvæma rannsókn kom í ljós að hún var 4 Nina er lystug og dafnar vel. fædd með mjög sjaldgæfan hjartasjúkdóm. Það var farið með hana á barnasjúkrahús, til nánari rann- sókna, þar eð læknarnir vildu ekki opna- brjósthol barnsins, nema að undangenginni ennþá nákvæmari rannsókn. Það kom strax í ljós að það var blóð í gollurshúsinu, sem kom úr ör- smáu gati á bakhlið hjartans. — Það er aðeins vitað um fjögur slík tilfelli, tvö kornabörn, eitt fjögurra ára og eitt níu ára, og ekkert þeirra hefur lifað. Gustaf Petterson, yfirlæknir á skurðdeild barnaspítalans, ákvað strax að gera aðgerð á barninu. Honum tókst að sauma gatið Nina fékk a» koma heim til foreldra sinna viku eftir aðgerðina. *. *$&:.*< saman og koma hjartanu til að slá aftur, en það hafði verið óvirkt í tuttugu mínútur. Hann hafði ekki mikla von um að geta bjargað lífi telpunnar. Þess utan var hann líka hræddur um að heilastarfsemin hefði eitthvað raskazt, við það að hjartað dældi ekki blóði til heilans í þessar tuttugu mínútur. En foreldrarnir voru ekki von- lausir. Raija Svensson segir: — Við hringdum til sjúkrahússins klukkan eitt, þá var aðgerðinni ekki lokið. Um klukkan hálftvö hringdi einn af læknunum til okkar, og sagði að þeir hefðu ekki mikla von um að barnið hefði þetta af. Hún svaf og þeir áttu varla von á því að hún myndi vakna aftur til lífsins. Þá vorum við svo þreytt, að við vonuðum að þetta tæki þá ekki langan tíma, og að hún væri ekki kvalin. En samt var einhver veik von í undirvitundinni, og ég spurði: ,,Verður hún heilbrigð, ef hún lifir?" Hann hlýtur að hafa haldið að ég væri ekki alls- gáð, að láta mér detta slíkt í hug. — Aðgerðin var gerð á fimmtudegi. Við hringdum og hringdum til siúkrahússins. Svo var okkur gefinn svolítill vonar- neisti, læknarnir fóru að verða jákvæðir í svörum. Hún lifði af fyrsta og þriðja daginn, sem voru hættulegastir. Þegar ég kom til sjúkrahússins viku siðar, þá var mér sagt að ef hún lifði, myndi hún verða heilbrigð. Þá fyrst þorði ég að standa upp, ég hafði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.