Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 17
Ég á við að ég vil að stúlkurnar mínar séu í
fötum sem klæða þær.
— AAynstrið er skemmtilegt, og hæfilega aust-
urlenzkt ....
— Nei.
— Það leiðinlega við þig er að þú hefur venju-
lega á réttu að standa, sagði ég, súr á svipinn.
— Hvað varstu að hugsa um að kaupa þarna
hjá skartgripasalanum? Hring handa Emily?
— Ég ætlaði að kaupa skartgrip handa ást-
inni minni. Bláa perlu fyrir bílinn.
— Bláa perlu? Fyrir bílinn? Það sem þér get-
ur dottið í hug.
Hann hló. — Bláar perlur eru vörn gegn
„vonda auganu". Þær eru keyptar handa úlföld-
um og ösnum, því skyldi ég þá ekki kaupa vernd-
argrip fyrir bílinn minn? En ég get keypt hana
seinna. Ætlar þú að kaupa þetta efni?
Búðareigandinn sagði, svolítið bitur: — Okk-
ur kom ágætlega saman áður en þér komuð.
— Það efast ég ekki um. Hafið þér ekkert
fallegra til að sýna okkur.
Andlit mannsins Ijómaði.
— Fyrirgefið herra, ég skil. Þér eruð eigin-
maður frúarinnar?
— Ekki ennþá, sagði Charles.
Þetta fór þannig að ég keypti hvítt efni, dá-
samlegt brókaði, sem Charles gróf upp úr hillu
við gólfið. Ég varð ekkert hissa þótt ég heyrði
Charles tala arabisku, sem hinn skildi greini-
lega. Hann var kannski (eins og ég hafði oft
heyrt foreldra mína segja) „vonlaust dekurbarn",
en enginn gat neitað því að hann var óvenju-
lega greindur, ef hann vildi beita því.
Bíllinn hans reyndist vera hvítur Porche.
Við ókum burt frá manngrúanum á sölutorg-
inu, inn í mjóa götu.
— Við erum vonandi trúlofuð ennþá, sagði
Charles.
— Það er meira en líklegt. En mig minnir
að þú hafir skrifað mér og slitið trúlofunni, þeg-
ar þú hittir lóshærðu fyrirsætuna. Hvað hét hún?
— Samönthu?
— Hvað varð af henni?
— Hún fann þann eina rétta, vona ég.
— Er þá engin núna, sem stendur i vegi fyrir
mér? Hvað varð um Emily?
Hann snarbeygði inn I aðra ennþá mjórri
götu, og jók ferðina.
— Hvaða fjandans Emily?
— Hét hún ekki Emily? Hún frá ( fyrra. Mig
minnir að mamma hafi sagt mér að hún héti
Emily. Það eru nú meiri nöfnin.
— AAér finnst Christabel ekkert sérlega fallegt
nafn.
Ég hló. — Þakka þér fyrir.
— Hvað mér viðvíkur, sagði frændi minn,
— þá erum við jafntrúlofuð nú, eins og við
höfum verið frá því við vorum í vöggu.
— Tekur þú þetta ekki of alvarlega? Og það
eingöngu vegna þess að ég var þér trú og trygg
öll æskuárin.
— Þú hafðir ekki um neitt annað að velja,
sagði frændi minn. — En ég verð að segja að
þú hefir dafnað vel. Þú ert eiginlega orðin f|ári
lagleg. Ef þú ætlar að sigra mitt auma harta,
þá gerðu það fljótt. Er nokkur annar í sigti hjá
þér?
Ég hló.
— Varaðu þig, vinurinn, svo þú fallir ekki í
valinn.
Hann hægði á ferðinni og beygði inn í lítinn
húsagarð, þar sem tveir kettir létu fara vel um
sig í sólinni. I einu horninu var sóltjald, þangað
Framhald á bls. 32.
i. tw. VIKAN 17