Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 42
NYTT FRA RAFHA
¦mpHfr ,11,11 ¦IHII ,1 l llnmiJMOi rp.n ,»i.i.iui»m. ^-
56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt
með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill).
Klukka með Timer. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og
2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
<H>
VELJUM ÍSLENZKT
ÍSLENZKAN IÐNAÐ
VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322
Þú veizt að það er afmælis-
dagurinn hans Sveins í dag,
svo að ég verð að fara þang-
að. Nei, ég hef ekki hringt
ennþá, en ég hef hugsað mér
að gera það strax og ég er
búinn að ganga frá þessu
máli. Við getum talað um
það í kvöld. Vertu sæl.
Hann lagði tólið á og
stundi.
I rauninni haf ði hann hugs-
að sér að fara eftir hádegið
en það sakaði ekki, þótt hann
færi strax. Það var eins og
Grace hefði fengið hann til
þess að hafa meira að gera,
en hann hafði í rauninni.
Það hlaut að vera undarlegt
fyrir hana að vita af þvi, að
hann væri að fara að heim-
sækja son sinn, — að það var
svo ótalmargt i þvi sambandi,
sem hún hafði ekki hugmynd
um. Hún hafði aldrei spurt
og hann hafði aldrei sagt
henni það. Þegar Grace kom
hafði hann ákveðið að
gleyma fortíðinni — að
minnsta kosti vildi hann eiga
hana einn.
Hann lagði skjölin i um-
slag og tók upp símann. Með-
an hann beið eftir að svaraði
strauk hann yfir kilina á
lagasafninu i bókahillunni.
O
Þau sátu í hlýrri bifreið-
inni og landslagið leið hjá.
Hún talaði um nýjustu bók-
ina, sem hún hafði lesið,
rakti efnið og gagnrýndi há-
stöfum. Hún talaði eins og
vélrænt, meðan hún hugsaði:
— Um hvað skyldu þau
tala, þegar hún er hér? Hún
er mikið yngri. Skyldi hún
bjarga sér á æskunni einni
saman? Skyldi hún leggja
hönd sína á hönd hans á stýr-
inu og brosa til hans upp í
spegilinn? Hún horfði á
stórar hendur hans, sem
héldu um stýrið. Hún þekkti
hverja línu og hverja hrukku
i þeim, hún þekkti lagið á
nöglunum og vissi hvar fæð-
ingarblettirnir tveir voru.
Hún hafði elskað þessar
hendur. Þessar hendur höfðu
tekið utan um hana og leik-
ið um likama hennar. Nú
hvíldu þær þarna á stýrinu
og óku bara bifreið!
Þau héldu áfram að ræða
um bækur, sem þau höfðu
lesið. Hún talaði um skáld-
sögur, hann um endurminn-
ingar frægra manna.
Það er undarlegt, hugsaði
hún, að sitja hér og ræða um
bókmenntir. Við erum á leið-
inni til sonar okkar. Hann á
afmæli, en hvorugt okkar
hefur ennþá nefnt hann á
nafn. Hvorugt þorir að minn-
ast á hann Við sitjum hér
hvort i sinni skotgröfinni og
höfum bókmenntirnar sem
griðland á milli okkar.
Þegar þau beygðu af þjóð-
veginum og inn trjágöngin,
urðu þau bæði alvarleg.
Hann reyndi að rjúfa hina
löngu þögn, um leið og hann
opnaði hurðina fyrir henni.
Hann sagði:
— Jæja, þá erum við kom-
in hingað aftur!
En hún svaraði ekki.
O
Hún tók upp vasaklút og
þurrkaði slef úr munnvikum
Sveins. Gleðin yfir nýju tin-
soldátunum var svo mikil,
að hann slefaði. Með nokkr-
um hljóðum, sem voru eins
og i dýrimr gaf hann gleði
sina til kynna. Þungt höfuð
hans riðaði og hann fálmaði
með risavöxnum höndum
sinum til þess að fá soldát-
ana til þess að standa. Andlit
hans Ijómaði þegar hann
hafði raðað þeim upp i ein-
falda röð — barnslegt bros,
sem hæfði svo illa stærð
hans.
Skyndilega fór hann að
berjast með höndunum við
soldátana og rak upp æðis-
leg gleðióp. Þessir fölsku
tónar komu frá honum með
erfiðismunum, óreglulega og
án nokkurs innbyrðis sam-
hengis. Þeir bergmáluðu i
stórri stofuimi.
Hann teygði álkuna út i
loftið, meðan hann söng og
hendurnar flögruðu eins og
fuglar yfir tindátunum.
— Sveinn þó, sagði hún og
lagaði fötin hans til þess að
gera eitthvað.
Hún tók um stórt höfuð
hans og kyssti hann á kinn-
ina. Meðan hún hélt honum,
tók hún eftir því, að hendur
hans flögruðu stöðugt í loft-
inu, en hann veitti enga mót-
spyrnu.
Hún gekk að dyrunum til
Henriks, sem hafði staðið þar
allan timann Þau stóðu þög-
ul um stund og hlustuðu á
söng fávitans Þau sneru sér
samtímis við og fóru.
Á ganginum heyrðu þau
enn söng hans. En þau htu
ekki hvort á annað.
42 VIKAN h *>•