Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 7
Nðtt tðfralyí:
ÆSKUHAREN AFTUR
Frú mín góð: Þér er óhætt
að hætta að Hta gráu hárin,
því væntanlegar eru á mark-
aðinn töflur sem á að taka
inn á hverju kvöldi og eftir
nokkrar vikur hefur þú end-
urheimt þinn upprunalega
háralit!
Töfrataflan var uppgötv-
uð af dr. Matthias Hein-
itz, þýzkum gamalmenna-
lækni, sem hafði verið að
gera tilraunir á sjúklingum
sínum með ný, örvandi og
yngjandi lyf. Lyfið bar góð-
an árangur, en innan skamms
tók hann eftir þvi að sjúkl-
ingarnir urðu ekki aðeins
sprækari, heldur fóru þeir
að týna gráu hárunum og
eftir stuttan tíma var gamli
góði háraliturinn allsráðandi
á öldnum kollum sjúkling-
anna.
Dr. Heinitz, sem er yfir-
læknir sjúkrahúss fyrir aldr-
að fólk nálægt Konstanz i
Suður-Þýzkalandi, hefur
haldið áfram að gefa sjúkl-
•ingum sínum meðalið, sem
uppgötvaðist þannig, að
hann gaf þeim Inzellon, —
fjörgandi lyf. sem inniheld-
ur m. a. járn, magnesium og
kalsíum — með fyrrgreind-
um afleiðingum. Nú hefur
hann endurbætt lyfið sem
hlotið hefur nafnið L.K. 162.
Engar hliðarverkanir hafa
komið í Ijós, það er að segja,
engar slæmar, og sjúklingun-
um hður betur, andlega og
likamlega, minnið og ein-
beitingin skerpist og matar-
lystin stóreykst.
Fyrstu verksummerkin er
hann veitti athygli voru þau,
að hár sjúklinganna fór að
vaxa hraðar en venja er til
og eftir fjórar vikur tók
hann eftir þvi að i hnakka
sjúklinganna, sem flestir
voru gráhærðir, var farið að
vaxa hár sem var með sama
lit og gamla fólkið hafði áð-
ur haft. Jafníramt urðu þeir
mun hressari, eins og áðnr
Þýzkur læknir hefur uppgötvað lyf sem er ekki aðeins yngingarlyf, heldur
veldur það einnig þeim undrum og stórmerkjum að grátt eða litlaust
hár fer að vaxa aftur í upprunalegum lit.
er tekið fram, og voru vilj-
ugri en þeir höfðu verið um
árabil.
„Á næstu vikum," segir dr.
Heinitz, „komumst við að
því að „endurlitunin" virk-
aði öfugt. Þegar hár fer að
grána hefst það i vöngum,
færist siðan upp á höfuðið
og þaðan i hnakkann. En
L.K. 162 byrjaði að hafa
áhrif i bnakkanum og end-
aði í vöngum."
Annars segja læknar það
reginvitleysu að kalla slíkt
bár grátt. Það er í rauninni
litalaust bár. og þessi nýja
töfratafla fær litunarkirtlana
i hárvefunum til þess að taka
til starfa á ný.
Dr. Heinitz er 42 ára. —
Hann segir:
„Uppbaflega var ég að
leita að meðali sem gæti gef-
ið eldra fólki eitthvað af
fyrri lífskrafti, og á þvi sviði
befur L.K. 162 gefið góða
raun. Bæði ég og foreldrar
mínir höfum reynt lyfið, og
okkur finnst það hafa stór-
kostleg áhrif; mjög upplífg-
andi."
L.K. 162 er þó ekki örvun-
arlyf í venjulegum skilningi
þess orðs, og það er alls ekki
vanamyndandi, en manni
líður mun betur eftir að hafa
neytt lyfsins Þá er það einn-
ig ágætt til þess að nota
morguninn eftir að maður
hefur fengið sér einum of
mikið!
En ekfci aðeins gamal-
menni bafa verið notuð til
þess að reyna þetta nýja
töfralyf. Dr. Heinitz segir frá
því að hann hafi gefið hár-
greiðslustúlku nokkrar töfl-
ur, sem hún siðan fékk ein-
um kúnnanum, og lét hana
taka inn, en kúnninn, ung
kona sem var farin að grána
lítilsbáttar, hafði komið
reglulega til litunar. Og inn-
an nokkurra vikna var bár
hennar farið að vaxa aftur i
eðlilegum og upprunalegum
lit.
Þá getur lyfið verið hjálp-
legt fyrir konur sem eru á
bi'eytingaraldrinum, staðhæf-
ir læknirinn.
„Magnið sem þarf að taka
inn er ákaflega litið, og mað-
ur þarf ekki nema 2—3
töflur til þess að fá allt út úr
lyfinu, sem það getur gefið
manni."
Þetta töfralyf varð þekkt
um allt Þýzkaland, er blaða-
maður frá stærsta dagblaði
Vestur-Þýzkalands komst á
snoðir um tilraunir dr. Hein-
Framhald á bls. 37.
i. tbi. VIKAN 7