Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 11
Ni — Fjandinn hafi það, sagði hann. •— Eg var neyddur til að skjóta veitingamann nokkurn, sem seldi mér of dauft 81. Það tafði mig. Því næst lagði hann fingurna á munninn og sagði Þei, nokkr- um sinnum og gaf mér bendingu um, að ég skyldi fylgja honum eftir. Við héldum í áttina til 113. götu, sem var á þessum tíma al- veg mannlaus. — Málefnið snýst um konu eina, sem þarf að koma fyrir kattarnef, hvíslaði hann. — En við verðum að vera í fyllsta máta varkár. — Þetta er hættulegt málefni. — Kona? Á að myrða hana eða aðeins sprengja hana í loft upp? spurði ég. — Uss, sagði hann, — fylgdu mér aðeins eftir. segðu ekki neitt, ekki orð, fyrr en ég kref þig til þess, og segðu aðeins það, sem ég legg þér í munn. Skilurðu það? En hafðu gætur á að eng- inn veiti okkur eftirför. Geturðu barizt í návígi"i' Hefurðu nokkru sinni farið með vélbyssu? — Nei. Það hef ég ekki. En ég hef brotið upp Fordbíl. — Uss! sagði hann. — Varaðu þig. 'É'g hafði vandlega gætur á öllu. Eg var dálítið kvíðin með sjálfri mér. Eg hafði reyndar lofað ritstjóra mínum nokkrum góðum sögum frá Ameríku, en ef það væri ætlunin að konur væru myrtar til að afla þeirra, — þá skyldum við sannarlega hafa samið um annað verð. Að endingu staðnæmdumst við fyrir utan dimmt og skugga- legt hús. Við gengum að útidyra- hurð uop nokkur há, skökk þrep o? staðnæmdust fyrir utan enn skucrgalegri hurð. Tony barði þrisvar á hurðina, palaði bví næst eins og hani, snýtti sér og síðan endaði hann með því að blístra. Hurðin hrökk upp. Við eenguro inn ganginn. Þar var niðadimmt. — Uss, hvíslaði Tony. — Nú ríður á því. Ef við ljúkum þessu starfi hér, hefurðu 50 dollara og ókeypis makkarónur það sem eftir er ævinnar. Og hann lauk upp hurð einni, og við stóðum í óbreyttri og bjartri stofu. í henni voru fátæk- leg húsgögn. Á breiðum legu- bekk lá ung kona. Hún líktist frægri kvikmyndadís. Hún var önnum kafin við að lesa ljóðmæli og þess vegna varð hún ekki vör við hina hljóðlausu komu okkar. Úti í horninu stóð dálítið rúm. í því lá hvítvoðungur og volaði aumingjalega. Allt í einu rann ljós sannleik- ans upp fyrir mér. Hér var um barnsrán að ræða. Þetta litla barn var sonur eða jafnvel dótt- ir bankamanns neðan úr bæn- um. Barninu 'var haldið á laun hér í dvalarstað bófanna, þar til faðirinn borgaði hátt lausnar- gjald. Unga konan með ljóðabókina var ef til vill fóstra barnsins, sem hafði verið rænt við sama tækifæri . . . eða máski var hún útfarið glæpakvendi, sem átti að gæta barnsins og fullnægja hin- um barnslegu þörfum þess, með- an það væri á lífi. Hún yrði líka áreiðanlega myrt um leið og barnið yrði drepið. Þannig losna menn við vitni í Ameríku. Skyndilega datt mér það í hug. Þessu vesalings. yndislega barni varð að bjarga. Blóðið steig mér til höfuðs og áður en nokkur gat stöðvað mig, slökkti ég Ijósið, preho barnið í faðm minn og þaut út úr stofunni, niður þrepin og út á götuna með hina litlu grát- andi byrði mína Eg heyrði ógurlegt öskur fyrir aftan mig. Það var bófinn. Hann var alveg á hælum mér og bölvaði og ragnaði, svo að ég hentist áfram til að bjarga litla barninu. Og ég hljóp, hljóp til að frelsa líf mitt og litla barnsins. Caramella þorði ekki að sk}óta. Hann var hræddur um að hitta hið dýrmæta barn. Þar að auki var hann neyddur til að vera varkár, — yrði hann uppvís, lá ekkert annað framundan hjá honum nema „stóllinn". Refsing- in við barnaráni er rafmagnið. Eg æddi áfram, kringum hús- horn eða inn á afkima, að end- ingu missti ég sjónar á ofsóknar- manni mínum. Svo staðnæmdist ég eitt augnablik, dró andann og lagfærði andlitsblæju barnsins. Ég var ásátt með sjálfri mér um það, að hið eina, sem hægt væri að gera eins og sakir stóðu, var að afhenda barnið til næstu lögreglustöðvar. Ég útskýrði fyr- ir lögregluþjóni allt sem hafði gerzt og meira en það: Eg sagði honum frá hinum ríka banka- manni, sem barninu hafði verið stolið frá og yfirlögregluþjónn- inn lofaði mér því, að fyrir næsta árdegi skyldi barnið vera hjá sínum réttu foreldrum. Hann lofaði að senda mér hina tii- nefndu þóknun. Hann var indæll. Ég gekk hljóð heim. Það var aldimmt í húsinu mínu, allir voru gengnir til náða. Ég lædd- ist að útidyrahurðinni. Dyrnar á herbergi mínu stóðu opnar. Hafði ég gleymt að loka þeim, þegar ég fór? En almáttugur! Ég var nær dauða en lífi af hræðslu. í upp- stoppuðum hægindastól mínum sat bófinn Tony CarameHa og leit hræðilegar út en nokkurn tíma áður. Framhald á bls. 29 Líttu aSeins á mig. BregSur þér ekki í brún? Ég er Tony Caramella, sjálfur konungur bófanna. i. tw. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.