Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 3
1. tölublað - 2. janúar 1970 - 32. árgangur
VIKAN
!r
s«
[ NÆSTU VIKU
VIKAN birti fyrir nokkru greinar um merka
landkönnuði, til dæmis Livingstone
og Stanley, sem báðir könnuðu
myrkviði Afríku. I næsta blaði verður
fjallað um barón Adolf Erik Norden-
skjöld, sem fyrstur manna hafði það af að
sigla meðfram ströndum Evrópu og
Asíu út í Kyrrahaf. Þetta er hin svokallaða
Norðausturleið, sem margan hefur heillað.
Við höldum áfram með palladóma
Lúpusar í næsta blaði og er þá fjallað um
utanríkisráðherra og fyrrverandi
formann Alþýðuflokksins, Emil Jónsson.
Þar næsti þáttur birtist mjög fljótlega,
og þá er röðin komin að Eysteini Jónssyni,
fyrrverandi formanni Framsóknarflokksíns.
I næsta blaði Ijúkum við greinaflokkinum
um Gretu Garbo, en þi birtist
fjórði hluti hans. Þessar greinar eru
byggðar á bók, sem nýlega er komin út og
hefur vakið mikla athygli erlendis.
Hún varpar alveg nýju Ijósi á hina frægu
og vinsælu kvikmyndaleikkonu Gretu Garbo,
sem enn á sér aðdáendur um allan heim.
í ÞESSARI VIKU
Getíð þér hugsað yður konu sem forsætis-
ráðherra? Haldið þér, að kona geti borið
ábyrgð á stjórn ríkisins? Ef þér svarið þessum
spurningum neitandi, er tvöföld ástæða til
að lesa grein í þessu blaði, sem heitir „Amma
tekur við stjórninni", en þetta sögðu andstæð-
ingar Goldu Meir, er hún tók við forsætis-
ráðherraembættinu í Israel.
„Ævi mín og konurnar minar þrjár"
nefnist nýr greinarflokkur, sem hefst í þessu
blaði og er þar um að ræða fyrsta hluta af
æviminningum íranskeisara, sem hann hefur
sjálfur látið skrásetja eftir sér. Þetta er
ævintýraleg frásögn og á margan hátt
óvenjuleg og minnisstæð.
„Hún hefur dökkt, liðað hár, blá augu
og ósköp smágerðar tær og fingur,
og hún er hreystin uppmáluð; sparkar og
hlær, og er ekki að neinu leyti frábrugðin
íafnöldrum sinum. En þó var hún eiginlega
dauðadæmd fyrir fjórum mánuðum." —
Við segjum í þessu blaði ótrúlega sögu af
litlu barni undir fyrirsögninni
„Hún var dauðadæmd".
FORSIÐAN Halldór Pétursson, listmálari, teiknar áramótaforsiduna okkár
þessu sinni og tekur til meðferðar mál málanna um þessar mundir: EFTA.
að
f FULLRI ALVÖRU
SiónvarpiO oo ítornin
Aðalbjörg Sigurðardóttir minntist á það ( merku
sjónvarpsviðtali, að kvikmyndaerftirlit ríkisins
hefði í rauninni harla lillu hlutverki að gegna,
en hún hefur verið formaður þess um árabil.
Hún kvaðst ekki sjá ástæðu til að vera að banna
kvikmyndir kvikmyndahúsanna börnum, þegar
viðlíka myndir væru sýndar öllum landslýð í
sjónvarpinu og allir vissu, að börn horfðu mikið
á þær.
Þessi ummæli Aðalbjargar eru vissulega at-
hyglisverð. Það er enn furðumikið um víður-
styggilega glæpi í myndum sjónvarpsíns, sem
sýndar eru á þeim tfma, sem börn eru enn á
fótum víðast hvar og verða vitni að þessum
ósköpum.
Lengi hefur verið sá háttur hafður á í sjón-
varpinu að sýna myndir sérstaklega ætlaður
börnum á miðvikudögum klukkan sex. Myndin
um Lassí var sýnd þar í fyrra og naut mikilla
vinsælda cg var vel við hæfi lítilla barna. En (
hennar stað hefur verið sýnd mynd, sem alls
ekki er ætluð litlum börnum, þar sem ( henni
er of mikið af líkamlegum átökum og hegðun,
sem skelfir minnstu börnin og er þeim siður en
svo holl fyrirmynd.
Sjónvarpið þyrfti að verða sér úti um góðar
barnamyndir til sýningar á þessum tíma, til dæm-
is teiknimyndir eða annað græskulaust gaman af
slílfu tagi. Það er engum vafa bundið, að slags-
mál og ofbeldi hafa slæm áhrif á börn og spilla
hegðun þeirra.
Sjónvarpið er áhrifamesta uppeldistækið, sem
til er, og þess vegna væri ráðlegt að taka mark
á ummælum Aðalbjargar Sigurðardóttur, sem alla
ævi hefur barizt fyrir velferð barna og reynt að
koma í veg fyrir allt það, sem hefur miður holl
áhrif á uppeldi þeirra. Það er nóg af ofbeldinu
í heiminum, þótt ekki sé reynt að ala á þeirri
hneigði með yngstu og saklausustu borgurunum.
G.Gr.
VIKAN
Útgefandi: Hilmir hf. Kitstjóri: Gylfi
Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorlelfsson, Matthlldur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteiknlng: Hall-
dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Jensina Karla-
dóttlr. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiSsla og drelf.
ing: Skipholti 33. Sfmar 35320 — 35323. Pósthólf 533.
VerS f lausasöiu kr. 50,00. AskriftarverS er 475 kr.
fyrir 13 tölublöS ársfjórSungsIega, 900 kr. fyrlr 2$
tölublöS misserislega. AskriftargJaldiS greiSUt fyrir-
fram. GJaldd. eru: Nóvember, febrúar, mal og agúst.
i. tw. VIKAN 3