Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 22
Audrey Hepburn, grannvaxna, fíngerða stúlkan með dádýrs- augun, sem var Twiggy- týpa síns tíma, hefir nú fundið nýjan og sér yngri lífsförunaut. Það er ítalski sálfræðingurinn og læknirinn Andrea Dotti. Hún er nú hamingjusöm og þroskuð kona, og nú bíða þau eftir fyrsta barni sínu ... SÁIFRÆÐI OGÁST Audrey með móður sinni. +. Audrcy Hepburn og Mel Ferrer giftu sig 1954. Hversvegna verður maður ást- fangin? Vegna þess að maður er ungur — vegna þess að aldurinn færist yf- ir, haustið er framundan. Vegna þess að maður þráir eitthvað, vegna tómleikans. Vegna þess að maður er hryggur .... Fólk verður ástfangið, vegna þess að það þarfnast ástúðar og atlætis. Audrey Hepurn leið fyrir það i æsku, að faðir hennar yfirgaf fjöl- skyldu sína. Eiginmaður hennar, Mel Ferrer, varð aldrei sú stoð, sem hún þarfnaðist og vonaðist eftir. Þess í stað varð hún að vera honum stoð, en samt misheppnaðist hon- um flest. Mel Ferrer var framleiðandi af síðustu kvikmynd hennar, „Wait un- til Dark". Audrey lék blinda konu, sem var skilin ein eftir í í(búð á Manhattan, þar sem hún komst ! lífsháska. Var hún þar að túlka til- finningar sínar við lok hjónabands þeirrð? Konur, sem leira trausts, snúa sér oft til prestsins, eða manns- 22 VIKAN Hí^ ¦^- Audrey í hlutverki Lizu „My Fair Lady". ins í hvíta sloppnum, læknisins. Audrey Hepburn leitaði trausts hjá þeim síðarnefnda, ítalska geð- lækninum Andrea Dotti. Hann starf- ar við háskólann í Róm og er níu árum yngri en hún, sem er fertug. — Það er svo mikil! vísdómur fólginn í því að maðurinn sé ekki eldri en honum finnst sjálfum, segir hann. — Ég meina þá andlega séð. I því tilliti er enginn aldursmunur á Audrey og mér, — þvert á móti, stundum finnst mér Audrey yngri en ég. En hversvegna varð hún svona ástfangín í þessum manni? Vegna þess að hún þráði tilbreyt- ingu. Hún var leið á sjálfri sér, og þegar maður er leiður á siálfum sér, þá þarfnast maður ástar og um- hyggiu. Þau eiga von á fyrsta barni sínu í desember. Hræðslan hefir alltaf verið fylgi- fiskurAudrey. Þessvegna hefir eng- um tekizf betur að túlka angistina,- stór og barnaleg augun, granni, Audrey og Sean sonur hennar. * barnalegi líkaminn, næstum magur, en hreyfingarnar alltaf jafn þokka- fullar. Og ef litið er á hana nú, má s'|á að hún er hamingjusöm með lækninum sínum, hún er ekki lengur sorgmædd á svipinn. Hann veitti henni sjálfsöryggi. Audrey átti undarlega æsku. Móð- ir hennar, Ella van Hemstra, er viljasterk en rómantísk kona, komin af gamalli hollenzkri aðalsætt. For- feður hennar gengdu yfirleitt háum stöðum. Ella van Hemstra var gift hollenzkum baróni, þegar hún hitti föður Audrey, enska kaupsýslu- manninn J. A. Hepburn. Audrey fæddist í Brussel. Faðir hennar stundaði kaupsýslu báðum megin við sundið. Ætt hans var upprunalega skozk, en nokkuð blönduð Irum, og af þeirri grein var faðir Audrey. Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út skeði það furðulega með föður Audrey, hann gekk í brezka naz- istaflokkinn. Móðir hennar skildi þá við hann og flutti til Hollands aftur. Eftir innrás þýzku nazistanna

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.