Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 41
um miðnætti. Þá skalf hún öll af kulda. Það skánaði ögn þegar hún hóf að fylla stofuna af blóm- um. Eða ef til vill voru það árin, sem gerðu það að verk- um, að ró færðist yfir hana. Nú liðu rúmhelgu dagarn- ir einhvern veginn, en á sunnudögum varð hún gagn- tekin þessum undarlega ótta. Alla hina daga vikunnar gat hún imyndað sér, að hún hefði eitthvað fyrir stafni. Með lokuð augu lá hún i rúminu á morgnana og ímyndaði sér að hún væri unga konan i íbúðinni við hliðina. Þar var sannarlega í mörgu að snúast. Eigin- maðurinn barmaði sér, með- an hann var að raka sig, og hún reyndi að róa hann með þvi að segja honum, að kaff- ið yrði tilbúið í tæka tíð. Á meðan þurfti hún að útbúa nestispakkana bæði fyrir bann og börnin. Drengurinn, sem var í framhaldsskóla, gekk niður tröppurnar ásamt föður sinum. Hún heyrði að þeir töluðu um hjóldekk á leiðinni. Dóttirin fór örlítið seinna i skólann. Og hvern- ig allt var útlits, þegar þau voru farin! Það þurfti að búa um rúmin og hengja föt á sinn stað. Það þurfti að þvo upp eftir morgunmatinn og laga til í eldhúsinu. Loks þegar öllu þessu var lokið, var tími til að fá sér kaffisopa og líta í morgun- blaðið. Stundum sofnaði hún aftur, þegar dóttirin var far- in. Hún vaknaði venjulega hálftíma seinna og þá blasti við henni þessi skelfilega sjón: hennar eigin stofa, snurfusuð og strokin hátt og lágt. Eftir morgunmatinn og til bádegis fór mesti tíminn i að buga að blómunum. Hún var dálítið stolt yfir því, að nú orðið þurfti hún að nota stóra blómakönnu, eins og notaðar eru í görðum. En sunnudagana óttaðist luin stöðugt. Þessir enda- lausu sunnudagar, sem byrj- uðu með grafkyrrum morgn- um. Sunnudagsklætt fólk, sem gekk rólega um kyrr stræti, fólk, sem hafðinóg- an tíma, fólk, sem hafði ekk- ert fyrir stafni — eins og hún sjálf. Hún lokaði sig alltaf inni á sunnudögum og skrif- aði löng bréf til systur sinn- ar, sem var búsett erlendis. Skyndilega reis hún upp í rúminu og var vöknuð til fulls. Andartak sat hún eins og hún væri að tala, svipti síðan sænginni af sér, gekk fram i forstofu eftir blaðinu og leit um leið á dagatalið. Það er i dag! Upp úr blaðinu leit hún á ljósmyndina, sem hékk i ávölum ramma yfir bóka- skápnum. Ungir foreldrar með litið barn sitt. Hún var tekin á ársafmæli Sveins — fyrir tuttugu og fjórum ár- um síðan. Henrik var svo stoltur á þessari mynd. Hann sat sjálfur dndir drengnum i bilnum á leiðinni til ljós- myndarans. Hann sat fremst í sætinu og hélt höndunum um hann í varnaðarskyni. — Ef bilstjórinn skyldi hemla snöggt, sagði hann til þess að afsaka varfærni sína, og þegar áður en hann steig inn i bílinn, hafði hann beð- ið bilstjórann að aka hægt og gætilega. Hún lagði blaðið frá sér, þegar hún uppgötvaði, að hún horfði hvorki á það né myndina. Skyndilega klæddi hún sig og snyrti. Hún bjó um rúmið. meðan hún hitaði vatn til að hella upp á könn- una. Hún naut þess að eiga annrikt og sönglaði, meðan hún hálfhljóp yfir gólfið. Henrik rak sjálfstætt fyrir- tæki, svo að það var óvíst, hvort hann kæmi fyrir há- degi eða í eftirmiðdaginn. En það gilti einu fyrir hana. Hun var ekki bundin á neinn hátt. Já, vel á minnzt: gjöfin til Sveins. Hún tók pakka neð- an úr skúffu og lagði hann á hillu i ganginum. Fyrir framan spegilinn skoðaði hún sjálfa sig, hljóp siðan inn í stofuna til þess að gæta að hvort allt væri nú i röð og reglu . . . gekk síðan aftur að speglinum. Hún var enn ungleg í vexti. Það var sennilega hin- um löngu gönguferðum að þakka. Dragtin fór vel, þótt hún væri ekki ný lengur. Andlitið. Hún gekk nokk- ur skref áfram, hallaði sér áfram og lét ljósið frá lamp- anum falla beint á andlitið. Hún horfði beint i augun á sjálfri sér, eins og hún vildi þrengja sér til þess, sem lægi að baki þeim. Skyndilega sneri hún sér við og stundi mæðulega. Hvers vegna stóð hún hér fyrir framan spegilinn eins og unglingur, sem er að fara á fyrsta stefnumót sitt? Hún, sem í dag mundi verða sótt af manninum, sem yfirgaf hana fyrir tíu árum síðan. Þessum manni hafði hún al- ið son, sem í dag varð tutt- ugu og fimm ára gamall. Hvers vegna var hún spennt, og hvers vegna var hún að laga til? — Þú hefur orðið nægju- söm með árunum, sagði hún við sjálfa sig. 0 Hann hafði andstætt venju sinni læst að sér. Hann hafði hvað eftir annað reynt að sökkva sér niður i skjöl, en ósjálfrátt hvörfluðu augu hans að lítiíli athugasemd, sem skrifuð var með blýanti á dagatalið: Af mælisdagur Sveins. Hann hafði merkt hann fyrir viku siðan, þegar hann var að blaða í dagatal- inu. Síðan hafði hann mun- að hann. Honum hafði orð- ið dálítið ónotalega við, þeg- ar hann reif af dagatalinu um morguninn. Og hann hafði sent skrifstofustúlkuna í bæinn til þess að kaupa gjöf- Pakkinn lá á borðinu við hliðina á dagatalinu. Hann var gramur yfir þvi að geta ekki einbeitt sér að vinnunni, ýtti stólnum af tur á bak, stóð upp og gekk fram og aftur um teppalagt gólfið. Smell- urinn, sem heyrðist í hvert skipti sem hann gekk af teppinu og yfir á bert gólfið við hurðina, var eins og takt- ur i eirðarleysi hans. Hann reyndi að hafa hléin milli smellanna jafnlöng. Drengurinn var tuttugu og fimm ára. Það voru sem sagt tíu ár, siðan þau skildu. Hún hafði verið ágæt. Hún hafði ekki verið hrædd við að leggja á sig erfiðið, þegar hann gat ekki einu sinni greitt námsgjöldin sín. En þá voru þau ung og þótti vænt hvoru um annað. Og síðan . . . ja, það var þessi algenga saga um hana, sem var of gömul og hann, sem neitaði að verða það. Hann mundi vel eftir henni, þegar þau sátu og skipulögðu framtíðina. Fyrst urðu þau að greiða allar námsskuldirnar og hún ætl- aði heldur betur að hjálpa til við það. Þcgar því var lokið, ætlaði hún að eignast barn. Febrúar, marz, april — þannig hafði hann talið á fingrunum. Allt fór eins og ákveðið var. Barnið fæddist í apríl. — Hann stanzaði fyr- ir framan gluggann og stakk höndunum i rassvasana. 1 rauninni var ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu. Hann hafði fengið hundruð skilnaðarmála til meðferðar og hann hafði alltaf talið sér ávinning af því að geta sagt viðskiptavin- um, að hann hefði sjálfur skilið. Þeir fengu aukið traust á honum fyrir það. Og Ragnhildur þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Margir af þeim, sem höfðu komið á skrifstofuna til hans, voru verr staddir. Síminn hringdi. — Já, það er ég, góðan daginn. Já, ég er á kafi i nvju máli. Nei, ekki i dag. i. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.