Vikan


Vikan - 22.01.1970, Síða 6

Vikan - 22.01.1970, Síða 6
MIOA PREIMTUIM HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 RÍÖ-tríóið Kæri Póstur! Getur þú gefið mér heimilis- föngin hjá þeim Helga Péturs- syni og Ólafi Þórðarsyni í Ríó- tríóinu? Svo þakka ég fyrir allt gott í blaðinu; það mætti vera meira af góðum smásögum — ekki eins og þeim sem hafa verið undan- farið. Svaraðu fljótt. Tvær vinkonur á Akureyri. P.S. Hvernig er skriftin? Ólafur á heima að Skálaheiði 3 í Kópavogi og Helgi á Digra- nesvegi 117, Kópavogi. P.S. Ekki nógu falleg, en þó vel læsileg. RÍO enn . . . Kæri Póstur! Getur þú sagt mér eitthvað um hann Helga Pétursson í Ríó-tríó- inu? Hvað er hann gamall? Með fyrirfram þökk, Þcrey. P.S. Hvernig er skriftin? Það er í hauninni erfitt að segja þér „eitthvað", en þó get- um við frætt þig á því að Helgi er rúmlega tvítugur, fæddur 28. maí, 1949. P.S. Alveg ljómandi falleg! . . . o? enn . . . Kæri Póstur: Við viljum fyrst og fremst þakka þér fyrir allt gamalt og gott; við höfum skrifað þér áð- ur og fengið mjög gott svar. Nú vonumst við til að fá jafn gott svar og síðast. Okkur langar til að fá að vita eitthvað um þá félaga í Ríó-tríó- inu. Hvenær þeir eru fæddir, hvort þeir séu í skóla og HVORT ÞEIR SÉU BUNDNIR? Viltu segja okkur allt sem þú veizt um þá. Við óskum þeim alls hin bezta í framtíðinni. Tvær 17 ára skvísur. P.S. Hvernig getum við haft samband við þá án þess að fara á böll þar sem þeir leika fyrir dansi? Sömu skvísurnar. Vinsældir piltanna aukast jafnt og þétt, dag frá degi og hér rign- ir bókstaflega yfir okkur bréfun- um. Eins og segir í bréfinu hér á undan er Helgi fæddur 28. maí, 1949, Ólafur er fæddur 16. ágúst 1949, og Ágúst, sem er nýi með- limurinn í tríóinu, er fæddur 12. júlí, 1950 — hann á heima í Heiðargerði 37. Ólafur er trúlof- aður en hinir ekki, og hann og Ágúst eru í Tónlistarskólanum en Helgi í fjórða bekk Kennara- skóla íslands. P.S. Þú getur alls ekki haft samband við þá þar sem þeir „leika fyrir dansi“, því þeir leika aldrei fyrir dansi; koma aðeins fram sem skemmtiatriði. Svar til einnar að norðan í 42. tbl., 1969, er viðtal við frú Maríu Dalberg, eiganda Snyrti- stofunnar Maju, og þar geturðu fengið allar upplýsingar um snyrtingu — en bezt er að hafa samband við snyrtistofurnar sjálfar. Nýstárleg klúbbhugmynd Kæri Póstur. É'g er einn af þeim ótalmörgu sem hafa mikinn áhuga á alls- kyns stjörnuvísindum, ég les alltaf stj örnuspárnar í Vikunni og las líka greinarnar um stjörnumerkin, sem þið birtuð fyrir skömmu. Ég veit að margir setja upp merkissvip þegar á svona nokkuð er minnst og segja að þetta sé heimskulegt og ekk- ert að marka það, en mér vitan- lega hefur það ekki sannast. Hinu er ekki hægt að neita að margt í þessum stjörnuspádómum kem- ur fram, og oft passa lýsingamar á stjörnumerkjunum ótrúlega vel við fólk, sem fætt er í merkjun- um. f síðustu Viku las ég grein um ball, sem fólk fætt í sporðdreka- merkinu hélt, Richard Burton, Grace prinsessa í Monaco og eitt- hvað fleira frægt fólk. í sam- bandi við þetta datt mér í hug nokkuð sniðug hugmynd. Hvern- ig væri að fólk fætt í hinum ýmsu merkjum tæki sig saman og stofnaði klúbba, til að kynn- ast og skemmta sér og svo fram- vegis? Svoleiðis hefði kannski ekki mikið gildi, en gæti þó ekki væri annað fjörgað upp á félags- lífið, sem er frekar dapurlegt og þvingað hér í höfuðstaðnum, eða svo finnst mér og fleirum. Þetta yrðu auðvitað að vera lokaðir klúbbar og auk þess beinlínis að skemmta sér og kynnast gætu þeir vel, ef þokkalega tækist til, staðið fyrir einhverjum félags- og menninearmálum. Það væri lika fróðlegt að sjá í hvaða átt starfsemi þessara klúbba beind- G VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.