Vikan


Vikan - 22.01.1970, Side 7

Vikan - 22.01.1970, Side 7
ist, skyldi það verða í samræmi við þau áhugamál, sem sagt er fólk í hinum ýmsu stjörnumerkj- um hafi? Þannig eru ,,hrútarnir“ sagðir frumstæðir og tillitslausir áhlaupamenn, „nautin“ nokkuð kynferðisleg, „tvíburarnir" fjör- ugir og „kommersíal“ og svo framvegis. Ég vil hér með koma þessari hugmynd á framfæri og vona að hún fái einhverjar undir- tektír. Þinn J.S. Reykjavík. P.S. Eftir á að hyggja, skyldu vera til nokkur lög, sem hægt væri að nota sem grundvöll til að banna slíka klúbba? Maður get- ur búist við öllu, eftir þennan kjánalega hamagang gegn nætur- klúbbunum í fyrra. Hvert er þitt álit á hugmyndinni og möguleik- unum á framkvæmd hennar, póstur minn? Okkur finnst þetta prýðileg hugmynd og satt er það, að ekki veitir af að reyna að lífga upp á skemmtanalífið okkar svona í svartasta skammdeginu. Við get- um ekki séð neitt því til fyrir- stöðu, að klúbbar af þessu tagi fái að starfa, þ.e.a.s. ef þeir gera ekki tilraun til að reka sitt eigið hús eða slíkt. Hér eru margir klúbbar starfandi, sem halda fundi sína reglulega á veitinga- húsum eða öðrum stöðum, sem leigðir eru út, og slíkt er að því er við bezt vitum fullkomlega löglegt og brýtur ekki í bága við siðferðið á neinn hátt. Alaska Kæri Póstur. Nýlega las ég grein í Vikunni um olíuævintýrið í Alaska og áður hafði ég lesið grein um sama efni í Úrvali. Nú langar mig til að fá sem ýtarlegastar upplýsing- ar um betta, því ég er að hugsa um að bregða mér til Alaska og freista gæfunnar. Ég hef alltaf verið veikur fyrir allri áhættu, þar sem til mikils er að vinna, ef vel tekst og heppnin er með. Auk þess er ég atvinnulaus þessa stundina að minnsta kosti og finnst miklu frumlegra og ævin- týralegra að fara alla leið til Alaska, heldur en að bregða sér aðeins til Svíþjóðar eins og svo margir gera. En sem sagt í fullri alvöru: Ég væri þakklátur fyrir sem ítarleg- astar upplýsingar um Alaska og væntanlega för mína þanaað. Með fyrirfram þakklæti, H.R.S. Þú ert ekki fyrsti maðurinn, sem færð þá hugmynd að fara til Alaska í „gullævintýW" okkar daga. Áður hafa tveir menn hrinert til okkar veena umræddr- ar greinar og beðið um upplýs- ingar. Því miður getum við eng- ar slíkar gefið, en Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna er vafa- laust sá aðilinn, sem snúa ber sér til í von um góða fyrirgreiðslu. Við ráðleggjum þér að liafa sam- band við Upplýsingaþjónustuna, en hún er til húsa í Bændahöll- inni. Áramótakveðja Kæra Vilca Ég skrifa þér nú bara svona til að óska þér gleðilegs ára og vil þakka um leið fyrir gamla árið. Þú birtir margt gott og skemmti- legt efni á liðnu ári; t.d. grein- arnar um Ibsen, sögur, viðtöl og margt fleira. Mér er minnisstætt viðtalið við blessaða kerlinguna hana Hesta- Siggu (afsakið uppnefnið). Það var bara eins og blessuð gamla konan væri ljóslifandi komin; svo nákvæmt voru orðatiltæki henn- ar eftir höfð og myndirnar góð- ar. Svo er það kolkrabbasálfræð- ingurinn ykkar sem virðist hafa vakið mikla athygli. En í alvöru talað, er ekki fremur vafasamt að prenta stóru letri á forsíðu: LÖGGJÖFIN HEFUR ÖFUG ÁHRIF? Er þetta ekki eins og áróður? Sumir eru þannig að þeir gleypa allt hrátt, ef það er nógu áberandi og hugsa ekki við hvað er átt eða hvað liggur á bak við fyrirsagnir og auglýsing- ar. Það er til fólk sem tekur slag- orð bókstaflega og gerir þau að sínum einkunnarorðum. En þetta er víst orðið nógu langt, Vika mín, ég vænti alls góðs af þér á nýja árinu og bið þér blessunar. Þín Halla. Við þökkum innilega fyrir þetta ágæta bréf og hlýjar óskir okkur til handa. f rauninni höf- um við litlu við þetta að bæta, en þó er ekki úr vegi að taka það' fram að okkur þætti fyrir því ef fólk hefur tekið þessa fyrir- sögn sem áróður; það átti hún ekki að vera. En það er svo erfitt að gera öllum til hæfis.... — Ekki alveg strax, Emma, mér finnst blessaður blærinn svo hressandi! Strakurinn, sem ég er með, gaf mér minnsta kveikjara sem ég hef séð — svo lítinn að ég fæ varia nógu litla steina í hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti ■ siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eða strákinn. Ég er alltaf að kaupa eldspýtur, en þær misfarast með ýmsum hætti. En eld þarf ég að hafa. Hver vill gefa mér RONSON? TILVALINN TIL TÆKIFÆRISGJAFAR Comet gas kveikjari Adonis gas kveikjari Empress gas kveikjari Milady gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur 5 sekúndur, og endist svo mónuðum skiptir. Og kveikjarinn — hann getur enzt að eilífu. RONSQN Einkaumboð: I. Guðmumtsson i Co. hf. 4. tbi. vikaN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.