Vikan - 22.01.1970, Qupperneq 18
■ii
OTIR LUPUS
i “• t.
Framsóknarflokk u rinn hef-
ur mátt sín harla mikils á
austurvígstöðvum íslenzkrai-
stjómmálabaráttu allt frá
stofnun sinni, og ræður mestu
í því efni fylgi hans í Suður-
Múlasýslu. Sveinn Ólafsson í
Firði var kjörinn þingmaður
þar 1916 eftir nokkrar harðar
byltur, og þar með rann upp
frægðaröld Framsóknar-
flokksins í héraðinu. Ingvar
Pálmason útvegsbóndi á
Norðfirði varð samfylgdar-
maður Sveins sem þingfulltrúi
Sunnmýlinga 1923, og héldu
þeir félagar hópinn áratug, án
þess að nokkrum tjóaði að
etja kappi við þá austur þar.
Sveinn í Firði gekk svo til
hvílu í kosningunum 1933,
enda sjóndapur orðinn, heyrn-
ardaufur og ellimóður. Eftir-
maður hans varð Eysteinn
Jónsson, sem þá var benja-
mín Framsóknarfloklcsins og
eins konar pólitískt undra-
baxn. Hefur Eysteinn jafnan
síðan komið eftirminnilega
við sögu í keppninni um völd
og áhrif meðal Austfirðinga,
og enn telst hann atkvæða-
mikilJ ]>ingskörangur, enda
þótt flokkur lians hafi farið
landstjórnar á mis langa hríð
ETIIEIH
undanfarið og eins og legið
úti.
Eysteinn Jónsson fæddist á
Djúpavogi í Suður-Múlasýslu
13. nóvember 1906, sonur séra
Jóns Finnssonar prests í Hofs-
þingum í Alftafirði og konu
han.s, Sigríðar Hansdóttur
Beck. Ólst Eysteinn upp í for-
eldrahúsum og þótti snemma
framtakssamur, þó að hann
sé hvorki hár í lofti né af-
renndur að afli. Stundaði
hann sjósókn frá Djúpavogi
á imglingsárum og fram und-
ir tvítugt, en réðst til náms
við Samvinnuskólann 1925 og
lauk burtfararprófi þaðan
vorið 1927. Starfaði Eysteinn
því næst um sinn í stjórnar-
ráðinu og kenndi við Sam-
vinnuskólann, en varð skatt-
stjóri í Reykjavík 1930. Þótti
hann óvenju svinnur í bók-
færslu eftir nokkurra mánaða
framhaldsnám í þeim fræðum
erlendis og þá þegar skelegg-
asti málsvari Framsóknar-
flokksins í kappræðum um
fjármál og þjóðarbúskap.
Varð hann þingmaður Sunn-
mýlinga 1933 sem fyrr getur
aðeins tuttugu og sex ára
gamall og fjármálaráðherra í
fyrsta ráðuneyti Hermanns
Jónassónar að unnum nýjum
kosningasigri í átthögum sín-
um ári síðar. Gegndi hann
því embætti til 1939, en varð
þá viðskiptamálaráðherra og
skipaði þann sess til 1942, er
hann vék úr stjórnarráðinu
og veittti forstöðu prentsmiðj-
unni Eddu fimm ár, en flutt-
ist svo aftur í Hvíta húsið
við Lækjartorg 1947 og sat
þar sem menntamálaráðherra
til 1949. Hann gerðist fjár-
málaráðherra öðru sinni 1950
og rækti þann starfa, unz
vinstri stjórnin lét af völdum
undir árslok 1958. Þaðan ífrá
hefur Eysteinn helgað sig
flokksforustu auk þess sem
hann er varaformaður í stjóm
Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga og situr í mörg-
um ráðum og nefndum. Hann
var lengi ritari Framsóknar-
flokksins en gerðist formaður
hans 1962, er Hermann Jón-
asson dró sig í hlé. Gegndi
Eysteinn flokksformennsk-
unni t.il 1968, en fékk hana þá
Ólafi Jóhannessyni í hendur.
Ber minna á lionum í seinni
tíð en fyrrum var. Samt mun
hann enn ráðríkasti leiðtogi
Framsóknarflokksins og helzti
garpur í deilum á málþingum.
Kosningaúrshtin í Suður-
Múlasýslu 1933 urðu þau, að
Eysteinn Jónsson valdist fyrri
þingmaður kjördæmisins. Sú
saga endurtók sig 1934, 1937
og sumarið 1942, og Eysteinn
og Ingvar Pálmason áttu vax-
andi fylgi að fagna í héraðinu,
unz frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins hlutu að una því
að heita hálfdrættingar á við
þá um atkvæðafenginn. Mál-
ið vandaðist samt, þegar hlut-
fallskosningar voru upp tekn-
ar í tvímenningskjördæmun-
um haustið 1942. Eysteinn
hafði fengið 1106 atkvæði
Sunnmýlinga um sumarið og
Ingvar 1038, en Arni Jónsson
frá Múla 538. Róðurinn hlaut
því að verða þungur á haust-
vertíðinni. Eysteinn var þó
hvergi smeykur. Hann losaði
Ingvar Pálmason við tvísýn-
ina en réðst sjálfur í annað
sæti framboðslistans og lagði
sig allan fram. Honum varð
líka að trú sinn. Framsóknar-
flokkurinn hlaut 1257 atkv.
og jók enn fylgi sitt, en Sjálf-
stæðisflokkurinn hreppti 543.
Hins vegar steðjaði ný hætta
að yfirráðum sigurvegaranna
með fylgisaukningu Sósíal-
istaflokksins, sem fékk 548
18 VIKAN 4 tbl