Vikan - 22.01.1970, Síða 43
vera kominn upp aftur. Komi
hann svo ekki upp á réttum
tíma, er neyðarkall sent út til
allra hellnakannaða í nágrenn-
inu. Við erum allir sem ein stór
fjölskylda — verði einhver okk-
ar illa úti, flýtum við hinir okk-
ur á slysstaðinn til að taka þátt
í björgunarstarfinu.
Moss hafði farið niður í mjög
hættuleg göng og átti að vera
kominn aftur eftir klukkustund
— klukkan tíu þennan sunnu-
dagsmorgun, Þegar klukkan var
fimm mínútur yfir þrjú sást enn
ekkert af honum. Þá var neyðar-
kall sent út.
Bezti vinur Neil Moss, John
Sandall, fór fyrstur niður í hol-
una. En Sandall var engu
óþreknari en Moss, og hann
komst ekki inn í enda gangn-
anna þar sem Moss lá fast-
klemmdur. Sandall kom upp og
tilkynnti að við yrðum að senda
niður smávaxinn klifrara, svo
grannan að hann kæmist gegn-
um skrúfukaflann. Ég er ekki
nema einn sextiu og átta á hæð
og veg fimmtíu og fjögur kíió.
Klukkan hálffjögur hringdi
síminn heima hjá mér, og hálf-
tíma síðar var ég lagður af stað.
Ég hafði margsinnis farið niður
í Peak Cavern. þó aldrei svo
djúpt og Moss var nú kominn.
Frá sjálfum inngangi hellisins er
næstum tveggja kílómetra spölur
unz komið er að gangi svo
þröngum, að ekki er lengur hægt
að ganga upprét.tur. Eftir hundr-
að metra í viðbót er ekki einu
sinni hægt að ganga á hnjám,
heldur verður að krafla sig
áfram eftir göngum, sem eru
sums staðar ekki nema fjörutíu
sentimetra undir loft. Að loknum
þessum kafla, sem er um hundr-
að og fimmtíu metra langur, tek-
ur við leðjuborinn halli. Upp
hann verður að skríða aftur á bak
unz komið er upp á klettastall
nokkurn. Þar getur maður setzt
á hækjur sér og sér þá aðra
klöpp, þakta hálli leðju. Þegar
maður hefur mjakað sér þar
framhjá verður að halda varlega
áfram niður að tjörn nokkurri,
og er vatnið í henn:i grænt og
slímugt. Tjörnin er næstum
kringlótt og er níu eða tíu metra
í þvermál. Vatnið er um hálfan
annan meter á dýpt. Framhjá
tjörninni kemst maður eftir
mjórri syllu rétt ofan við vatns-
borðið, og síðan er haldið áfram
fimmtíu metra í viðbót unz
göngin víkka. Þar getur maður
staðið uppréttur. Við fætur
manns er opið á „reykháfi and-
skotans"
Þegar ég kom til hellisins voru
þar þegar fyrir yfir hundrað
manneskjur. Hellakönnuðir frá
öllu Suður-Englandi höfðu kom-
ið á vettvang og von var á enn
fleirum. Sjö höfðu þegar sigið
niður í holuna svörtu. Aðeins
einum þeirra hafði tekizt að
komast svo nærri Moss að hann
VXKAN ER HEIMILISBLAÐ OG f ÞVÍ ERU GREINA B OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG
GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNHt, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O.FL., O.FL,
Vinsamlegast sendiö mér Vikuna í áskrift
n
i
i
i
4 TÖLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hvert blaS 6 kr. 42.50.
3 MÁNUÐIR . 13 tolubl. - Kr. 475.00. Hvert blaS 6 kr. 36.58.
6 MÁNUÐIR . 26 tolubl. - Kr. 900.00. Hvert blaS 6 kr. 34.62.
Gjalddagar fyrir 13 tölubl. og 26 tölubl.: 1.' febrúar —
1. maí — 1. úgúst — 1. nóvember.
SkrifiS, hririgiS eSa komiS.
■j [PÓ!
mm
PÓSTSTÖÐ
VIKAN
SKIPHOLTI 33
PÖSTHOLF 533
REYKJAVfK
SÍMAR:
36720 - 35320
n
i
i
i
PÉR SPARIÐ
MED ÁSKRIFT
ÞÉR 6ETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVf AÐ
GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI
OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ:
4. tw, VIKAN 43