Vikan


Vikan - 22.01.1970, Síða 50

Vikan - 22.01.1970, Síða 50
FRÁ RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI. yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar eiement (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 Bellwood. Ég hafði það eitt í huga að grennslast eftir, hvort nokkuð hefði komið fyrir hana. Við vorum gamlir og góðir vinir og höfðum alltaf skrifazt reglu- lega á. Mér hafði alltaf þótt erf- itt að átta mig á Rees, og ég er sannfærður um, að Valerie háfi gifzt honum vitandi vits um brestina í skapgerð hans. Ég held að hún hafi haldið, að hún gæti hjálpað honum og gert hann hamingjusaman. Þegar ég kom til Bellwood umræddan dag, var Rees ekki við. Ég sá strax að Valerie var mjög miður sín og ég þekkti hana naumast fyrir sömu manneskju og áður. Hún sagði mér, að Rees væri orðinn alvar- lega sjúkur. Hún fékk ekki leng- ur leyfi til að skrifa vinum sín- um og mátti elcki hitta neinn í Somerset. Hann leyfði henni al- drei að aka einni í bílnum þeirra. Hann virtist heltekinn ótta við að hún myndi yfirgefa hann. Hún kvaðst hafa sofið lítið í langan tíma og varla þora lengur að vera ein í húsinu með Rees. En ef hún sýndi minnstu merki um óánægju sína, verkaði það eins og hnífsstunga á Rees. Hún kenndi sannarlega í brjósti um hann, en vissi ekki hvað hún ætti að taka til bragðs. Ég bauðst þá til að sjá um að koma henni og Tim burt frá honum. En hún mátti ekki heyra það nefnt. Enda þótt hún væri dauðhrædd við Rees og gerði sér ljóst, að hann væri ekki lengur heill heilsu, vildi hún reyna að leysa málið sjálf. Skyndilega leit hún yfir öxl mér, stanzaði og varð náföl í framan. Rees kom gangandi yfir grasflötina í áttina til okk- ar. Og hann hló. Við vorum komin nærri kletta- brúninni og síðan gerðist óhapp- ið svo fljótt, að varla var hægt að átta sig á því. Rees var viti sínu fjær af reiði. Hann réðist beint á mig og tók utan um háls- inn á mér. Valerie hörfaði aftur og horfði stöðugt á Rees, og skyndilega heyrðum við hróp. Valerie og Tim höfðu bæði fallið fram af klettabrúninni. Rees hlýtur að hafa barið mig í höf- uðið með einhverju, því að ég vissi ekki af mér fyr en ég vakn- aði aftur í steinhúsinu. Og þar hef ég sem sagt verið síðan ... . Lífið hélt áfram sinn vanagang þrátt fyrir allt sem gerzt hafði. Tim varð að eiga sitt heimili. Hann átti enga nákomna ætt- ingja og ég var meira en fús til að taka hann að mér og ganga honum í móðurstað. Hann varð sonur minn- ekkert annað kom til greina. Það fyrsta sem ég gerði var að leita il læknis. Það kom í ljós, að Tim hafði slasast alvarlega og orðið að ganga með spelkur. Hins vegar hafði heili hans ekkert skaðazt og hann hafði fullan þroska samkvæmt aldri sínum. Það hafði verið van- rækt að koma reglulega til lækn- anna til þess að fylgjast með bata hans. Sérfræðingurinn í Boston, sem hafði haft hann til meðferð- ar, sagði mér, að útlitið hefði verið tvísýnt með heilsu hans, en kjarkur hans og viljastyrkur hefðu flýtt fyrir batanum. Hann er fyrir löngu orðinn heill heilsu. Við búum hér í litlu húsi. Það er ekki ríkmannlegt hjá okkur, en við unum okkur vel og lifum hamingjusömu lífi. Og við vorum ekki lengi tvö ein í húsinu. Eric heimsótti okk- ur fyrstu tvö árin. Heimsóknir hans voru strjálar fyrst í stað, en síðan fór þeim jafnt og þétt fjölgandi Og nú er hann orðinn heimilisfastur hér hjá okkur sem — eiginmaður minn. ENDIR Þér soariO með áskrift IIIKAN Skiptiolti 33 - sími 35320 50 VIKAN 4 tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.