Vikan


Vikan - 06.05.1970, Page 9

Vikan - 06.05.1970, Page 9
/ síðasta blaði birtum við mynstur af þrem fuglum, hér koma þrír aðrir. Þeir eru eins og áður var sagt saumaðir í hör með krosssaum og aftursting ÞISTILFINKA (til hægri) 1 spor tekur yfir tvo þræði í efninu. Á skýringamyndinni eru aðeins nefnd númer litanna. Litur, sem merktur er með einni tölu er saumaður með samlitum þráðum. en ef tvö númer eru, þá eru tveir þræðir í nálþræði. Kringum augun er afturstingur með hvítu garni, tveim þráðum, aftur- stingur á stélinu með svörtu garni og afturstingur á þistlinum er brúnn, litnúmer 829. SILKITOPPA (undir) 1 spor yfir tvo þræði í efninu. Litur sem merktur er með einni tölu er saumaður með samlitum þráðum, en ef tvö númer eru, þá eru tveir litir í nálþræði. Kringum augun er afturstingur með hvítu garni. Berjastilk- arnir eru saumaðir með brúnu garni, litnúmer 829. LYNGFINKA (undir til hægri) 1 spor yfir tvo þræði í efninu. Litur, sem merktur er með einni tölu er saumaður með samlitum þráðum, en ef númer eru tvö, þá eru tveir litir í nálþræði. Hvítur afturstingur kringum augun. Beriastilkarnir saumaðir með ólífulitu garni, litnúmer 733. 19. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.