Vikan


Vikan - 06.05.1970, Qupperneq 16

Vikan - 06.05.1970, Qupperneq 16
 M v b -?' ^ ^ t.......V....SMB jjMMIig \ WrnmWÆ', \ ■ - ^píÍ: -. •; v:- '- :-;- : < ■MC .-......;.;. >...-.-...... ^fSliÉÍ Milliþáttur i Mexico SMASAGA eftir MONICA MUGAN Reiðin skein úr augum henn- ar. Hún kippti upp skrælnuðu strái og beit í það, nísti hvítum tönnunum. Frá stráþöktu eld- húsinu heyrði hún þegar móðir hans var að klappa hveitikök- urnar til morgunverðar. Ambro- sio kom upp stíginn frá ánni. Hann var tígulegur i fasi og bar léitilega stóra leirkrukku, fulla af vatni, á höfðinu. Hann söng glaðlega. Röddin var tær, hár tenór. Hann var ekki í skyrtu og Júlía sá sterklega vöðvana hreyf- ast undir brúnu, mjúku hörund- inu, og hann hló, þegar hann sá Júlíu sitja á steininum undár lárberjatrénu. Hún leit undan. Fyrir sjö dögum hafði Júlía farið frá flugvellinum í Mexico City, ásamt Geoffrey, manninum sínum. Þau fóru í einkaflugvél sinni og voru glöð í skapi, því að þau voru á leiðinni til Aca- pulco til að skemmta sér. Með- ferðis höfðu þau nóg af Martini í kæliflösku, en ekki nægilegt bensín. Ógæfan henti þau, þegar stormsveipur milli fjallanna feykti þeim á fjallstind, svo vél- in hrapaði niður í djúpa gjá:, þar sem straumlygn á hríslaðist milli steina. Móðir Ambrosios hafði setið við ána og klappað þvottinn sinn á steini, þegar hún heyrði hávaðann. Hún öskraði af hræðslu, hljóp upp brattann og vakti hinn gamla, veðurbarða eiginmann sinn af miðdegis- blundinum. Hundarnir geltu, hænsnin gögguðu og allir íbúar litla býl- isins veltust niður brekkuna, til að sjá þegar hinn auðugi Geof- frey Hutton skreið út úr flug- véiarflakinu. Hann var náfölur og hendur hans skulfu, þegar hann dró konu sína út úr stjórn- klefanum. Ljósa, síða hárið huldi næstum lífvana andlitið. Þótt undarlegt megi virðast, var mar- tiniflaskan óbrotin, og Geoffrey greip hana og hellti sterkri vín- blöndunni milli vara hennar. Hún hóstaði og stóð á öndinni og opnaði augun. Geoffrey fékk aftur eðlilegan litarhátt. Mér þykir þetta leiðinlegt, elskan. Rödd hans skalf. — Heldurðu að þú sér’ brotin? Júlía teygði úr löngum fó. leggjunum og hreyfði armam Hún staulaðist á fætur. — Þab er allt í lagi með mig. Hún sá fólkið frá býlinu standa þarna 16 VIKAN 19. tbl

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.