Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 27

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 27
ið tuttugu ára Litla sviðið í Lindarbæ var þarfur viðauki starfsemi leikhússins og var meðal annarra verka fært upp þar Hrólfur eftir Sig- urð Pétursson, sem er tal- ið fyrsta leikrit skrifað á íslenzku. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Auðunn (Árni Tryggvason), Hrólfur (Bessi Bjarnason), Sigríður (Anna Guðmudnsdóttir), Margrét (Þóra Friðriksdótt- ir) og Una (Margrét Guð- mundsdóttir). 4 My Fair Lady, söngleikur- inn frægi sem gerður er eftir Pygmalion Shaws, var færður upp í Þjóðleikhús- inu í marz 1962 og gerði ekki síður lukku þar en annars staðar. Á myndinni eru Vala Kristjánsson og Róbert Arnfinnsson sem El- iza Doolittle og Pichering ofursti. 4 Leikárið 1965—‘66 var Mutt- er Courage Brechts trúlega viðurhlutamesta viðfangs- efni hússins. Með aðalhlut- verkið fór Helga Valtýs- dóttir af eftirminnilegri snilld. Og ekki var frammi- staða hennar síðri í Gísl og Hver er hræddur við Vir- giníu Woolf. i í Skálholti eftir Guðinund Kamban, eitt hinna virðu- legri meðal íslenzkra leik- húsverka, var einnig sýnt þetta ár. Daða og Ragnheiði léku þá Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Hrollvekja framúrstefnumannsins lonescos, Nashyrningarnir, sem sýnt var á tólfta leikári Þjóðleik- hússin^, 1960—‘61, er hiklaust í röð merkustu og minnisstæðustu verka sem þar hafa verið færð upp. Á myndinni er Lárus Pálsson í hlutverki Berengers. — Auk starfs síns sem leikari annaðist Lárus stjórn tuttugu og fimm leikrita í Þjóðleikhúsinu, eða fleiri en nokkur annar leikstjóra þess á sama tímabili. Nú á sumardaginn fyrsta átti Þjóðleikhús íslendinga tuttugu ára afmæli. Þarf varla að fjölyrða hvílík lyfti- stöng starfræksla hússins hefur verið fyrir leikmenn- ingu okkar, og leitun mun vera á meiri happadegi í menningarsögu þessa lands en sumardeginum fyrsta fyrir tuttugu árum. Fyrsta apríl síðastliðinn var heildar- tala sýningargesta leikhússins orðin 1.817.528, en heild- artala sýninga var komin hátt á fimmta þúsund. Flestar urðu sýningarnar leikárið 1964—‘65, eða 303, en 1952 —‘53 urðu sýningargestir flestir, 109.605. — Vikan tek- ur fvrir sitt leyti undir hamingjuóskir alþjóðar Þjóð- leikhúsinu til handa og birtir í tilefni afmælisins nokkr- ar myndir úr fáeinum þeirra mörgu leikhúsverka, er- lendra sem innlendra, sem það hefur skemmt lands- mönnum með á áratugunum tveimur. Annað sýningarkvöld hússins var flutt Fjalla-Eyvind- ur Jóhanns Sigurjónssonar, sem af flestum mun talið merkast allra íslenzkra leikrita. Þá fóru Róhert Arn- finnsson og Inga Þórðardóttir með aðalhlutverkin, Kára og Ilöllu. „Ilorfðu undir hönd mér“. Áslaug álfkona (Þóra Borg) og Guðrún (Bryndís Pétursdóttir) í Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson. Þessi hugljúfi ævintýraleikur var fyrsta sýningarverk hússins, og myndin sjálf má telj- ast táknræn fyrir þá framtíðardrauma, sem þjóðin batt við lcikhús sitt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.