Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 3
23. tölublað - 4. júní 1970 - 32. árgangur SKIPTIR EKKI MÁLI HVORT SOFIÐ ER HJÁ EINUM EÐA FLEIRI... I ÞESSARI VIKU Uppreisnargirni unglinga er mjög á dagskrá um þessar mundir, enda er hér viS alþjóSlegt og alvarlegt vandamál aS stríða. I þessari Viku segjum við frá rauðu kveri — eins konar handbók fyrir skólanemendur — sem gefið var út í Noregi sl. vetur. SkoSanirnar í kverinu þóttu svo skelfilegar, að þegar var gefið út hvítt kver — til þess aS reyna að halda í gamla og góSa siSi. „ísland — landið, þar sem hinir látnu lifa". Þetta er fyrirsögn á grein, sem birtist í þessari Viku. Hún er tekin saman upp úr greinum í sænsku blaði, er hafa að geyma frásögn sænsks blaðamanns um andatrú á íslandi. Meðal annars eru birt viðtöl við Hafstein Björnsson og Láru Agústsdóttur og minnzt á marga aðra kunna íslendinga. Og frá andatrúnni liggur leiðin beint til svartagaldurs, sem nú er aftur farið að leggja stund á, sérstakiega í Bandarikjunum. Þessi tiðindi koma vissulega á óvart á sjálfri tuttugustu öld, þegar vísindaleg þekking á að sitja í fyrirrúmi. Þetta er forvitnileg grein og óvenjuleg í hæsta máta. I NÆSTU VIKU Nýlega voru hér á ferð sænskar blómarósir, þátttakendur í fegurðarsamkeppni unglinga. Það má með sanni segja að þær taka sig Ijómandi vel út i islenzku umhverfi og er ekki annað að sjá en að þær njóti ferðarinnar. í næsta blaði verður grein um morðið á þýzka ambassadornum í Guatemala, en aðallega verður þó fjallað um það sem að baki er þeim atburði. Tæknilegar nýjungar eru ekki lengur óljósir framtíðardraumar og það má sjá á heimssýningunni í Osaka. í framtiðinni verður það ósköp hversdagslegt að hafa síma i vasanum eða handtöskunni og kaupa sjónvarpsmyndir í hylkjum. FORSfÐAN Það er margt sem fer út ( öfgar nú til dags, ekki sízt fatatízkan, eins og sjá má á forsíðunni, þótt þetta sé kannske ekki venjulegur fatnaður. f FULLRI ALVÖRU KONUR NVTIÐ MANNRÉTTINDIN Ýmislegt liggur í loftinu þetta vorið; meira að segja urðu hátiðahöldin fyrsta maí ólíkt liflegri að þessu sinni en þau hafa verið undanfarin ár. Eitt var það sem gerði mest til að flikka upp á kröfugönguna að þessu sinni: Rauðsokkurnar sem gengu siðastar með likneskjuna úr Lýsiströtu und- ir slagorðum eins og „manneskja ekki markaðs- vara" og „konur nýtið mannréttindi ykkar." En fyrir utan það að vera beint gönguskraut þá er aðgerð þessi vottur nýrrar og lofsverðrar hreyfingar í réttindamálum kvenna, sem nú er hafin viða um lönd, og ekki vonum fyrr. Hér skal ekki gert lítið úr eldri kvenréttindahreyf- ingum; þær hafa mörgu góðu komið til leiðar. En kunnara er en frá þurfi að segja að barátta þeirra hefur reynzt langt í frá einhlít. Þótt svo að konur siðaðri landa hafi nú lögum samkvæmt fullt jafnrétti við karlmenn, þá hefur reyndin orðið sú um þau lög eins og sum önnur hliðstæð að ráðandi aðilar þjóðfélaganna — sem auðvitað eru karlmenn — hafa orðið fundvisir á ráð til að fara í kringum þau. Þannig hefur bókstafur- inn um sömu laun fyrir sömu vinnu verið kring- genginn með því að gera ýmis láglaunuð störf að kvennastörfum eingöngu. Því verður ekki neitað að það er að miklu leyti að kenna aðgerða- og áhugaleysi kvennanna sjálfra að þeim hefur ekki orðið meira úr mann- réttindum sinum, sem að forminu til eiga að opna þeim leið jafnvel til æðstu embætta. A Alþingi situr aðeins ein kona, aðeins ein kona er meðal prófessoranna við Háskóla íslands, engin kona er bankastjóri eða ráðherra, svo nefndar séu nokkr- ar af virðuiegustu og valdamestu starfsstéttum þjóðfélags okkar. Ein meginástæðan til þessa er efalaust sú, að þrátt fyrir allar framfarir lúta enn þann dag í dag fjölmargar konur þeim ævafornu erfðavenjum, sem takmarka starfssvið þeirra við heimilið. Ekki má skilja þessi orð svo að með þeim sé ætlunin að gera lítið úr heimilisstörfum; þau eru vitaskuld mikilvægur og óhjákvæmilegur liður i rekstri hvers samfélags. En það er löngu úrelt að hægt sé að krefjast þess að konur einar sinni þeim störfum og þeim eingöngu, eða hátt í það. Konum ber þátttaka og áhrif í hverjum starfshóp þjóðfélagsins til jafns við karlmenn. dþ. VIKAN Útgefandl: Hllmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Haildórsdóttir. Auglýsingastjóri: SigriSur Þor- valdsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiSsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. PósthóU 533. VerS i lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarverB er 475 kr. fyrlr 13 tölublöS ársfjórSungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöS misserislega. — ÁskrlftargjaldlS grelSist fyrirfram. GJaidd. eru: Nóv., febrúar, mai og ágúst. 23. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.