Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 36

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 36
Konica IConica Konica IConica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica AUTOREFLEX T - Úrval 18 skiptilinsa - Frábær TTL Ijósmælir — Ný húðun á HEXANON linsunum, sem gefur skarpari og litréttari myndir. — Focal Plane lokari sem þolir allt að -f 28 stig. KAUPIÐ KONICA ®mw&> AUSTURSTRÆTI LÆKJARTORGI Skiptir ekki máli... Framhald af bls. 15. EINKUNNUM ÚTHLUTAÐ EFTIR EFNAHAG Þá er komið að þriðja aðalkafla kversins, sem er helgaður nemend- unum sjálfum. Þar er byrjað með að benda nemendunum á að hver þeirra hafi rétt á að mótast eins og honum er eiginlegast, að hann hafi rétt til að verða annað í lífinu en foreldrar og kennarar ætla honum. Eins og annarsstaðar í kverinu er í þessum kafla lögð áherzla á að nemandinn hafi sjálfur sem mest áhrif á forlög sín, en láti ekki aðra um að ákveða þau. „Það er gott að vita að hægt er að gefa umhverfinu til kynna vilja sinn með tvennu móti. Með því að segja eitthvað — eða gera eitthvað." Einn undirkaflinn í þessum hluta kversins fjallar um greind — intellig- ens. Forðum á tíð, stendur þar, var því slegið föstu að þau börn, sem ekki stóðu sig vel ( skólanum, væru heimsk. Þá var því líka trúað að fólk fengi mismikla greind í vöggu- gjöf, og þvi gæti ekkert breytt. Hvor- ugt er rétt, en margir trúa þessu ennþá. Það hefur sýnt sig að greind sú er mæld er með greindarprófum getur breytst. Ef tvíburar, sem eru nákvæmlega eins að öllu leyti frá fæðingu, alast ekki upp saman, verða þeir oftast ólíkir að greind. Sá þeirra sem elst upp hjá fólki með mörg áhugamál, fólki sem kann að nota höfuðið, hann verður greindari en bróðir hans, sem elst upp á leið- inlegu heimili, þar sem ekki ríkir áhugi fyrir einu eða neinu. Þegar kennari talar um hver sé greindur og hver heimskur, þá tek- ur hann venjulega mið af því einu, hvernig nemendurnir standa sig í skólanum. En velgengni þeirra þar er langt frá því eingöngu komin undir greind, heldur í mörgum til- fellum engu síður undir því hve auðveldlega þeim gengur að sam- lagast skólalífinu og kröfum kenn- aranna. Þá er því einnig haldið fram í kverinu að við próf sé einkunnum úthlutað af mikilli hlutdrægni, þannig að börn efnafólks og há- menntamanna hafi stórum meiri möguleika á að komast áfram í há- skóla en önnur. Þetta er Ijótt að heyra og vonandi að við Islendingar eigum þann ósóma ekki sameigin- legan með frændum okkar norsur- unum. Næst eru frístundirnar teknar fyr- ir og nemendur varaðir við tóm- stundasýsli því, sem fullorðnir skipu- leggja fyrir þá, þar eð það geri þeir fullorðnu fyrst og fremst með það fyrir augum að aga ungmennin eftir sínu höfði og halda völdum sínum yfir þeim. Þannig, segir kverið, klæðir skátahreyfingin ykkur í úní- form, aðskilur kynin og segist ætla að gera ykkur að „góðum borgur- um." íþróttafélögin kenna fólki að allt sé undir því komið að verða — Gullsmiðurinn var búinn að loka, svo við verðum að láta okkur nægja gardínuhringi! fyrstur eða sterkastur, að sigra aðra, og að sá sem bíður ósigur eigi að taka því þegjandi. Og allsstaðar hafa fullorðnir forustuna undir því yfir- skini að þeir vilji tryggja „kyrrð og reglu". Það sem þeir í rauninni eiga við með því slagorði er að þeir fái að hafa yfirráðin. Til mótvægis þessari spillingu ráðleggur kverið ungmennum að stofna eigin klúbba, án allra af- skipta hinna fullorðnu, þar sem þau kynni sér og rökræði stjórnmál, fé- lagsmál, kvikmyndir, bókmenntir og yfirleitt allt göfgandi og þroskandi milli himins og jarðar. Síðan eru gefnar ýmsar praktískar upplýsing- ar því viðvíkjandi. „. . . HVIS DE ER GAMLE NOK . . Næst eru það svo kynferðismál- in. Tekið er fram í upphafi þess kafla að í honum sé ekki fjallað um ást eða tilfinningar, heldur saman- standi hann einungis af upplýsing- um, sem lesandanum geti kannski komið vel. Síðan eru til fróðleiks tínd til nokkur algengustu heiti norskrar tungu á kynfærum svovel karla sem kvenna. Þá er vikið að sjálfsfróun. „Nár gutten gnir peni- sen sin, kjennes det godt ut, og det vil komme sæd ut hvis de er gamle nok," segir kverið af miklum lær- dómi. Stúlkunum er einnig góðfús- lega bent á að þær geti á sama hátt fróað sér með mátulegum núningi efst í „sprekken". Það er ekkert frumskilyrði að-stunda sjálfsfróun, þótt flestir geri það að vísu, segir kverið. Sumir gera. það oft á dag, aðrir nokkrum sinnum í viku, enn aðrir sjaldnar. Þeir fullorðnu gera það líka. Tekið er fram að hvort- tveggja sé jafn eðlilegt að fróa sér sjálfur (ónanera) og gera það ekki. Og hættulaust sé það með öllu, hversu oft sem það sé gert. „Nör gutten stikker den stive penisen sin inn i jentas skjede, kall- er en det „samleie", eller at „de ligger med hverandre", sjöl om de slett ikke ligger," stendur síðan skrifað. Þá bendir kverið lesendum sínum á að ekki sé endilega nauð- sy.nlegt að hafa samfarir til að ná kynferðislegri fullnægingu; markinu megi líka ná með því að „smákose" saman. Eru síðan gefnar nokkrar tæknilegar upplýsingar í því sam- bandi. „Sumum drengjum og stúlkum líkar bezt að liggja með einhverium einum aðeins. Önnur vilja heldur skipta oft um. Það skiptir engu máli siðferðislega séð," hermir rauða kverið. Helzta vandamálið því við- víkiandi sé að þeir fullorðnu gangi með það í höfðinu að rangt sé að sofa hjá fleirum en einum, og dreng- irnir smitist stundum af þeim for- dómum og taki þá kannski upp á því að líta niður á þær frjálslyndari í hópi stúlknanna. Þessu fylgja svo margskonar hag- nýtar upplýsingar um getnaðarvarn- ir og er fullyrt, að séu þær notaðar af fyrirhyggju og skynsemd, sé svo til útilokað að óvelkomin þungun eigi sér stað. Einnig eru gefnar ná- kvæmar upplýsingar um fóstureyð- ingar og bent á þau Evrópulönd, þar sem hægt er að fá fóstri eytt vafningalaust. Þau eru einkum Bret- land og Júgóslavía. Næst eru örvunar- fíkni- og eitur- lyf tekin til umræðu, allt frá tiltölu- lega meinlausum nautnalyfjum eins og kaffi og te upp í morfín og kókaín. Varað er við tóbaki og eink- um sígarettum, þar eð þær orsaki lungnakrabba, tóbakseitrun og margt fleira slæmt og hafi auk þess engin örvandi áhrif svo teljandi sé. Fæstir reyki líka sér til þæginda, heldur af því að það sé talið fínt. Þá er rætt um alkóhól og þess áhrif og ætti varla að þurfa að segja ís- lendingum neitt um það. Um hasj er sagt að margt bendi til að það sé ekki líkamlega vanabindandi, en geti aftur á móti orðið það andlega. Ennfremur sé það bannað með lög- um, og því ekki hægt að fá það nema ólöglega. Af því leiðir aftur að engin leið er fyrir kaupandann að tryggja að hasjið sem hann fær sé hreint, en ekki blandað sterkari og hættulegri efnum. Um LSD og meskalín er sagt að um þau efni sé of lítið vitað enn og því bezt að láta þau alveg ósnert. Við öllu sterk- ara er auðvitað eindregið varað. PRÓFIN VOPN TIL AÐ HRÆÐA NEMENDUR Þá er komið að fiórða og síðasta aðalkafla þessa rauða hvers: um kerfið. Þar er skólanum lýsf sem vinnustað, þar sem nemendur hafi álíka lítið að seqia oq starfsmenn einkafyrirtækia. Nemendur eru þó hvattir til að gefast ekki uon fvr:r þessu ástandi og mynda samtök til að fá vilja sínum framgengt. Þótt þeir neyðist til að tala eins og kenn- ararnir vilja heyra, þá geti þeir enou að síður unnið gegn þeim undirniðn Sjálfsagt sé að líma mótmælaskilti upp á veggi, því að engin leið sé til að uppgötva hver hafi gert það. Um prófin stendur skrifað að þau séu fyrst og fremst vopn í höndum skólayfirvaldanna til að hræða nem- endur til að vinna eftir höfði þess- ara yfirvalda, en aðeins sjaldan gefi þau til kynna kunn_áttu nemendanna eða til hvers þeir geti bezt brúkað hana. En þrátt fyrir alla téða nei- kvæða eiginleika skólasamfélagsins er sem sagt hægt að breyta því t:l hins betra, ef nemandinn er árvakur oq þrautseigur oq hefur lag á að stofna til samstarfs við félaga sína. Þetta sé auðvitað glæosamlegt frá siónarmiði Kerfisins, iafnvel þótt ekki sé um bein lögbrot að ræða. Það eitt að hugsa og gera öðruv'si en Kerfið vill er glæpsamlegt að dómi þess. HVÍTA KVERIÐ - BYGGT Á „SIÐFERÐILEGUM GRUNDVELLI'' Svo er að hevra að útkoma rauða kversins hafi vakið nokkurt ofboð meðal þeirra, sem ekki voru sam- mála viðhorfum þess, og ruku þeir hinir sömu til að gefa út annað kver, hvíta kverið fyrir skólanema, eins oq það var kallað. Höfundar þess nefn- 36 VIKAN 23-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.