Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 9
Siðan Dennis Hopper og Peter Fonda
&endu frá sér kvikmyndina „Eásy
Rider“, eru þeir orðnir frægir um allan
heim. Nú er næsta kvikmynd þeirra að
koma á markaðinn, og' heitir „Síðasta
kvikmyndin“, en verður það örugglega
ekki, segir Hopper . ..
„Það var fyrir það brennt að þeir
vildu hlusta á mig í Hollywood,“ segir
Dennis Hopper. „Þá reyndum við Peter
Fonda að skrapa saman peningum hjá
kunningjum okkar og réðumst í að
taka kvikmyndina „Easy Rider“. Nú er
sannarlega dansað í kringum okkur,
þetta er allt annað líf.“
Nú eru þessir ungu menn orðnir auð-
ugir. Þeir eru að ljúka við næstu kvik-
mynd. Hún er tekin í 4000 metra hæð í
Indíánaþorpinu Chincheros. Þótt þeir
séu þarna, fjarri heimsborginni, verða
þeir þúsund dollurum ríkari daglega.
„Easy Rider“ malar gullið fyrir þá,
gengur viðast hvar fyrir fullu húsi.
Dennis Hopper, sem er höfundur,
framleiðandi, leikstjóri, leikari og yfir-
leitt allt í öllu, segir að þessi næsta
mvnd sé kvikmynd um kvikmynd.
Peter Fonda, sem leikur lögreglustjóra og Michelle
Phillips vinkona hans, er hér að fá sér bita, meðan
á upptöku myndarinnar stendur.
Það verður
ekki síðasta kvikmyndin
Ilann segir lítið um efni myndarinnar,
þó gcfur hann nokkra liugmynd um
hana. Kvikmyndafélag í Hollywood
ætlar að kvikmynda kúrekamynd í
þorpinu Olvincheitos. — Ég leik eitt
hlutverkið og í því verð ég ástfanginn
í einni af konum þorpsins, ungri stúlku,
sem illu lieilli er gift. Þetta vekur auð-
vitað leiði þorpsbúa, og verður minn
bani....
Le'ikararnir vita varla um livað
myndin f jallar, Hopper fer ekki eftir sér-
slöku handriti. — Þetta kemur allt eftir
hendinni, segir liann, það er ekkert
bet a að leikararnir viti gang kvik-
mvndarinnar fyrirfram. Þeir gera það
sem þeim er sagt, ef ])að er gert greini-
lega. En þótt heiti myndarinnar sé
þetta, þá er engin hætta á að þetla verði
okka: síðasta kvikmynd.
Hopper segir sjálfur að hann viti ekki
Iivers vegna Iiann gaf kvikmyndinni
þetta lieiti. Peter Fonda segir: Hopp-
er er snillingur, hauu veit ábvggilega
livað hann er að gera. „Easy Rider“
kostaði okkur .‘150.000 dollara, uú erum
við búnir að eyða meira fé í þessa mvnd,
en það er vegna þess að við böfum
meira fé handbært.
Hopper segir um fjármálin: Eg
skil ekki hvers vegna það er nauðsvn-
legt að sóa 10 milljónum dollara í að
framleiða kvikmynd, en eitthvað blýt
ég að segja með kvikmyndum minum,
])ótt ekki sé lagt gífurlegt fé í töku
þeirra. Ég og vinup minn, Peter Fonda,
vonum það bezta.
Þeir eru vinir, bæði í einkalífi sínu
og i fyrirtækinu. Framhald á bls. 47
Dennis Hopper gegnir mörgum hlutverkum, hann
er höfundur, leikstjóri, framleiðandi og leikari, með
meiru. Aðalkvenhlutverkið, hóruna, leikur Stella Garcia. íbúar þorpsins Chincheros leika með.