Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 50
gerði hún ennþá. Kvöld eitt, þegar Jack og Eliza sátu við skrifborðið í borðstofunni og brutu heilann um, hvernig þau ættu að standa við skuld- bindingar sínar, kom Char- mian strunsandi inn i stof- una með heilan stranga af flaueli vafinn utan um sig. Hún gekk reigingslega fram og aftur um gólfið og sagði. „Littu á, félagi, heldurðu ekki að þetta verði glæsileg- ur kjóll? Ég er nýbúin að kaupa tvo stranga.“ Þegar liún var farin út aftur, sneri Jack sér að Elizu og sagði stillilega: „Þetta er litla barn- ið okkar. Við verðum alltaf að gæta liennar vel.“ Ef bann hefði getað farið í nýjan Suðurhafsleiðangur eða í ökuferð með þrem hest- um fyrir vagninum eða ein- hverja aðra ævintýraferð, myndi Charmian hafa verið afbragðs ferðafélagi. En hann var orðinn þreyttur og hafði misst löngunina til æv- intýra og þráði nú aðeins að hafa hjá sér þroskaða konu, sem gæti staðið við hlið hans i heimi hinna fullorðnu. Þó að bjartsýni hans væri horfin, „Úlfahúsið“ hrunnið og kornið skrælnað á ökrun- um á þurrkatímabilinu, sem kom sumarið 1913, var þetta ár þó eitt af frjósömustu ár- um hans; þá náði hann há- marki sinu. Með tveggja mánaða millibili komu út eftir hann tvær stórar skáld- sögur, „Bakkus konungur“ og „Mánadalurinn“, og seinna þriðja bókin, „Fædd- ur um nótt“, sem var safn af smásögum. Seint á árinu, þegar hann hafði lokið við langdregna og heldur leiðinlega skáldsögu, „Fyrir Horn“, var Ed Mor- ell vinur hans látinn laus úr San Quentin fangelsinu. Mor- ell hafði fyrst verið fimm ár í einsmannsklefa, en hafði svo verið gerður að æðsta trúnaðarmanni fanganna. — Jack hafði í mörg ár unnið að því að fá liann náðaðan. Morell dvaldi lengi á „Beauty Banch“ og talaði mikið um glæpamál og refsingar við Jack, en á því hafði Jack alla ævi haft lifandi áhuga. Áður en langt um leið var Jack byrjaður á áttundu og síðustu stóru skáldsögunni, „Spennistakkurinn“, sem að mestu leyti er byggð á ævi Morells. Eins og i Piedmont í gamla daga las hann upp- hátt fyrir gesti sína hvern kafla, þegar hann hafði lok- ið við hann. Til ungs manns, sem leitaði huggunar og hvatningar hjá honum, skrif- aði liann: Ég þekki af eigin reynslu lífsþreytu unglings- ins á gelgjuskeiði og lrins unga manns um tvítugt — og kæruleysi og örvæntingu hins þrítuga manns. En ég er þó enn lifandi, er feitur og pattaralegur og oftast hlæj- andi, þegar ég er ekki sof- andi.“ Morrell segir um þess- ar samverustundir þeirra. „Það var alveg sama hvað hann sagði eða gerði, það var ómögulegt að standast liina þrálátu alúð lians. Hann gal verið bituryrtur og ósann- gjarn, en það var ómögulegt annað en fyrirgefa honum, því að það fólst aldrei per- sónuleg ásökun í þvi.“ Jack hafði samið við leik- arann Hobart Bosworth um að láta hann hafa réttinn til að kvikmynda bækur Jacks gegn hluta í ágóðanum. En Bosworth var ekki fyrr hyrj- aður á verkinu, en mörg fé- lög tóku að kvikmynda smá- sögurnar í leyfisleysi; einu sinni voru sýndar tvær út- gáfur af „Úlf Larsen“ i tveim kvikmyndaliúsum, sem lágu við sömu götu og andspænis livort öðru. Jack komst að því, að mik- ill hluti af fyrri verkum lians, sem fyrst höfðu kom- ið út i timaritum, voru ekki lengur hans eign. í félagi við lrið nýstofnaða, ameriska rithöfundafélag harðisl hann ákaft fyrir þvi, að fá lögin endurskoðuð, svo að rithöfundur, sem selt hafði tímariti réttindin til að hirta verk sitt neðanmáls, héldi eftir sem áður öllum öðrum réttindum sínum. ITann lagði alla orku sína og fé í þessa lögfræðilegu bar- áttu, sem stóð mörg ár; hann fór til New York og Holly- wood, réði lögfræðinga sér til aðstoðar, mætti sjálfur fyrir rétti og sendi frá sér ótal bréf og skeyti. í marzlok árið 1914, skömmu eftir að hann hafði lokið við „Spennistakkinn“, tóku Bandaríkin í taumana í Mexico. Allt frá því að Jack hafði orðið að hverfa frá Kína án þess að fá leyfi til að uppfylla skyldur sínar sem striðsfréttaritari í rúss- nesk-japanska stríðinu 1904 -—1905, liafði hann hlakkað til þeirrar stundar, er liann fengi fulla uppreisn æru sinnar sem stríðsfréttaritari. Nú fékk hann tilboð um 1100 dollara vikulaun auk alls ferðakostnaðar, ef hann vildi fara sem fréttaritari til Mexi- co. Hann tók því strax og hélt af stað til Galveston og þaðan til Vera Cruz. — En hann fékk heldur ekki leyfi til að segja frá stríðinu í þetta skipti — af því að það varð ekkert úr stríði. Það eina, sem hann liafði upp úr ferðinni, var heiftug blóð- kreppusótt og efni i nokkrar smásögur um Mexico. Það leið á löngu áður en hann náði sér eftir veikindin og hann þjáðist af kvölum. Þegar „Cosmopolitan Maga- zin“, sem ákveðið hafði að birta Mexicosögurnar lians, hætti allt í einu við það, vegna þess að ritstjórinn áleit, að amerískir lesendur værú orðnir þreyttir á að lesa um Mexico, lagði .Tack allt efnið til ldiðar, án þess að skrifa eitt orð um það meira. Meðan hann var upp á sitl bezta, mundi liann hafa skrifað Mexicosögurnar, livað sem á gekk, og fengið blöðin til þess að taka þær gildar og góðar. Og ef þessar ráð- gerðu sögur hans hefðu orð- ið jafngóðar og sú, sem hann skrifaði, „Mexicomaðurinn“, þá fóru bæði heimurinn og hann varhluta af góðum verkum. „Andleg deyfðartímabil .Tacks, þegar hinn þróttugi lifsvilji lians næstum fjaraði út,“ svo að notuð séu orð skáldvinar hans, Cloudsley .Tohns, urðu æ tíðari og tíð- ari; hringrásin varð nú hrað- ari. Það varð honum stöðugt erfiðara og erfiðara að af- kasta þúsund orðum á dag. Þó tilkynnti hann útgefanda sinum haustið 1914, að hann væri byrjaður á nýrri skáld- sögu, sem mundi verða lians mesta og bezta verk, og „i búningi, sem á ekki sinn líka í heimsbókmenntunum. Stór- kostleg þrenning i stórkost- legum kringumstæðum. Er ég hlaða gegnum þessa skáld- sögu, finnst mér jafnvel, að ég liafi náð þvi marki, sem ég hef verið að keppast við allan minn rithöfundarferíl. Þetta verður nýjung, með allt öðrum blæ en það, er ég hef fram að þessu leyst af v hendi.“ Þetta var slcáldsagan „Litla frúin í stóra húsinu“. Hún byrjar sem sveitasaga, byggð á hugmynd lians um að end- urreisa landhúnaðinn í Kali- forníu og þróast í það að verða lýsing á ástum þriggja persóna, skrifuð í hinum ákafa og smámunasama stil nítjándu aldarinnar. Sjálfstraust hans var enn- þá óskert, skipulagningargáf- an og kröfurnar til sjálfs sín var lians og áður og löngun- in til að skapa eitthvað nýtt hafði aldrei verið meiri, en heili lians var nú loks farinn að þreytast, er Jack hafði skrifað 41 hók á fjórtán ár- um. Haiín gerði enn eina til- raun lil að öðlast ást dóttur sinnar. Er hún sendi honum menntaskóla-leikrit sem liún hafði skrifað, var liann jafn hrifinn af því og sínum eig- in verkum. „Ég er mjög ást- fanginn af því og á bágt með að trúa, að ég sé faðir stúlku, sem er svo miklum hæfileik- um búin að geta skrifað þetta leikrit.“ Á næstu mánuðum segir hann frá því með hreykni í bréfum sínum, að hann eigi dóttur, sem er í menntaskóla. Þetta gefur honum vonir um, að honum muni takast að fá liana á silt hand. ^ — Ha, ha! Ég er farinn að sjá tvöfalt! 50 VIKAN ^3-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.