Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 24
Spennandi framhaldssaga
Hennar
keíjsaralep tígn
eftir Hugo M. Kritz 7. hluti
Yvonne Galatz náði sér eftir svimakastið,
en hún var mjög máttlaus. Hún sat á þrep-
unum við hús Jóhanns Salvator, með kon-
íaksglas í höndunum.
— Yðar Hágöfgi verður að fyTÍrgefa mér,
ég á ekki vanda til yfirliða, en mér brá svo
við.
Jóhann Salvator æddi fram og aftur og
heyrði varla það sem hún sagði. Hann var
reyndar hissa á að svona veraldarvön mann-
eskja og barónsfrú félli í yfirlið. Hún hlaut
að hafa orðið fyrir áfalli. En hann var sjálfur
svo miður sín að hann hugsaði ekki nánar
út í þetta.
— Nú er klukkan orðin fjögur! sagði hann,
— og Dana fór út úr íbúðinni klukkan ellefu.
Það eru fimm tímar síðan! Fjandinn hafi það,
hún getur ekki hafa farið í felur! Hún hefir
heldur ekki orðið uppnumin!
Barónsfrúin tæmdi glasið og fékk sér sígar-
ettu. Hún var nú búin að ná jafnvæginu.
— Við finnum hana, sagði hún. — Takið
þessu með ró, Yðar Hágöfgi, við hljótum að
finna hana.
— Hún er kannske dáin!
— Hún er örugglega ekki dáin.
Hann snarstanzaði. -— Hvernig vitið þér
það?
— Hún er ekki dáin, endurtók barónsfrú-
in. Röddin var búin að ná sinni venjulegu
festu aftur. — Þetta kemur líklega til af því
að hún, — að hún heitir ekki Dana Lubowska.
Hann þagði, en var undrandi á svip. Svo
spurði hann: — Hefir hún sagt yður það?
—• Hún hefir ekki sagt mér eitt eða neitt,
Yðar Hágöfgi, en það var ekki erfitt að geta
sér þess til. Hún er líklega komin í vandræði
vegna þess. Ég á við, að ef til vill hefir hún
verið tekin föst.
Hann varð dökkrauður í framan. — Tekin
föst? Að mér forspurðum? Ég verð strax að
komast að því! Hann ætlaði að hlaupa að
vagninum.
Þá kom ríðandi maður inn á hlaðið, höf-
uðsmaður úr riddaraliðinu. Hann stökk af
baki og hljóp til erkihertogans, sló saman
hælunum og sagði: — Yðar keisaralega tign
á að mæta í hermálaráðuneytinu í Vín, eins
fljótt og mögulegt er. Það kom hraðskeyti,
og skipun um að senda aukalest.
Jóhann Salvator starði á hann, skilnings-
vana. — Hvað segið þér? Aukalest?
— Yðar keisaralega tign verður að fara
strax. Eimvagninn er kominn í gang.
— Það er útilokað! Ég get ekki með nokkru
móti farið héðan eins og er.
Þá snerti barónsfrúin við handlegg hans.
Hún sneri bakinu í höfuðsmanninn og hvísl-
aði:
—• Yðar Hágöfgi, þér getið ekki gert gagn
hér. Þér fáið hana aldrei lausa á opinberan
hátt. Farið til Vínar, annað gæti orðið
hættulegt!
Hún var gjörbreytt. Það geislaði frá henni
ákveðinn baráttuvilji, hann hafði aldrei séð
slíkt hjá nokkurri konu.
En hann hikaði samt.
— Hvað eigið þér við, hvað ætlið þér að
gera? spurði hann.
— Treystið mér! Ég hefi sambönd hér,
sem þér hafið ekki. Ég skal sjá um að Dana
komi til Vínar seinna. Þetta verður allt í
lagi. En, í hamingjunnar bænum, farið til
Vinar með aukalestinni!
Klukkan fimm fór aukalestin frá Jembice
áleiðis til Lemberg. Þetta var aðeins eim-
vagn og einn fyrsta farrýmisvagn. Aðeins
einn aðstoðarforingi og einn þjónn fylgdu
erkihertoganum.
Sex tímum síðar fór önnur lest frá járn-
brautarstöðinni í Lemberg; hin venjulega
næturhraðlest til Vínar. Einn aukavagn var
tengdur við hana, þriðja farrýmis.vagn með
blæjum fyrir gluggunum. Það voru ekki far-
þegar nema í einum klefa, hinir voru auðir.
Lestin brunaði áfram. Það var kalt. Milly
hafði fengið teppi til að vefja sig í. Hún
hallaði sér upp að vegg í einu horninu og
lét sem hún svæfi. Hún vildi ekki tala, hún
vildi fá að vera ein með hugsanir sínar, nag-
andi angist og sorg.
Andspænis henni sat ungi, góðlegi maður-
inn, — herra Paezowski, sem hafði kynnt sig
fyrir henni, og var greinilega niðursokkinn
í að lesa dagblað. En Milly fann að hann
hafði vakandi auga á henni og beið eftir því
að hún opnaði augun. Hann hafði hug á að
tala við hana.
í þriðja horninu, við dyrnar, sat digur lög-
regluþjónn, með úfið, rautt skegg. Byssan
hans lá í farangursnetinu.
Hvert sinn sem lestin nam staðar heyrðist
skröllt og hurðarskellir. Farþegarnir tróðust
að salernunum við brautarpallinn.
Svo var klukkan orðin eitt og lestin nam
ennþá einu sinni staðar. En í þetta sinn var
enginn hávaði, engar dyr opnuðust og eng-
inn gekk um brautarpall. Það var algerð
kyrrð. Það heyrðist ekkert nema þungur
andardráttur lögregluþjónsins.
Paczowski dró gluggatjaldið frá, setti
höndina yfir augun og gægðist út. — Við
erum á opnu svæði, sagði hann. Við erum
líklega að bíða eftir lest, sem kemur á móti
okkur.
Hann fékk ekkert svar. Milly opnaði ekki
augun. — Við eigum langa leið eftir, hugsaði
hún.
Andartaki síðar hristist vagninn. Svo
heyrðist í eimflautunni.
— Nú höldum við áfram, sagði Paczowski
ánægður og leit á Milly. Hún hreyfði sig
ekki. Þau heyrðu hvæsið í eimvélinni og
skröltið í lestinni. En það sem einkennilegt
var, hljóðin fjarlægðust. Hristingurinn og
skröltið hætti. Vagninn var kyrr. Honum
hafði verið krækt frá.
— Þetta er skrítið, sagði ungi maðurinn. —
Við verðum iíklega tengd við aðra lest. En
hvers vegna? Þetta var lestin til Vínar. Rétt
í þessu voru dyrnar rifnar upp.
Og nú gekk allt hraðar en það að Milly
gæti fylgzt með.
Tvær verur stukku öskrandi inn í vagninn,
verur, sem voru líkastar djöflum. Það var
24 VIKAN 23-tbl-