Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 37
ast Steinar Hunnestad og Jon Kval- bein, Norðmenn í botn og grunn eftir nöfnunum að dæma. Segir í formála að bókinni sé ætlað að auð- velda samstarf heimilis og skóla, nemenda og kennara, ennfremur að bókin sé byggð á þeim „siðferðilega grundvelli", sem skólalöggjöfin ákvarði skólunum. Hvíta kverið er um margt sam- mála því rauða eða allt að því, en tekur þó miklu vægar á málum og er mildara í garð foreldra og kenn- ara, bendir á að sumt af þessu fólki sé bara ágætt og skiIningsríkt og muni því gera allt til að leysa úr vandamálum nemenda, séu þau lögð fyrir á kurteislegan máta. Þá er og bent á þá staðreynd, sem er víst betra að hafa í huga að skól- arnir eru, þrátt fyrir alla galla, óhjá- kvæmilegar stofnanir sem gera nem- endum fært að standa sig í lífsbar- áttunni. Mennt er máttur, eins og Francis Bacon sagði. Þá er í kverinu heillangur kafli um lýðræði, það þakkað kristindómnum og bent á þá miklu ábyrgð er það leggi á hvern þjóðfélagsborgara, ennfremur að skólarnir séu hluti samfélagsins og veruleg ábyrgð hvíli því á hverjum nemanda. Þetta kver talar talsvert um þær hættur, er bíði unglinga þeirra er verði leiðir á foreldrum sínum, sem ef til vill þykja gamaldags, og lendi þá í misgóðum félagsskap. En eng- inn getur verið án félagsskapar, við- urkennir kverið. En sérhver félags- hópur, hvort sem hann er góður eða slæmur, gerir miklar kröfur til einstaklingsins. Áhrif slæms félags- skapar geta því verið eyðileggjandi. I þessu kveri er eins og vænta mátti talsvert vitnað í Biblíuna, og í sam- bandi við þetta atriði er lögð áherzla á að ekkert jafnist á við félagsskap í kristilegum anda. Höfundar hvíta kversins hafa þann leiðinlega ávana trúaðs fólks að bera Guð fyrir sínum eigin per- sónulegu meiningum; til dæmis telja þeir heimilið hornstein mannlegs samfélags af því að himnafaðirinn hafi sjálfur slegið því föstu. En engu er líkara en að þá gruni að guð þeirra sé ekki tekinn of alvarlega af öllum nú til dags, því að til vonar og vara vitna þeir hér í aðra merka heimild: mannréttindastofnskrá Sam- einuðu þjóðanna. BANN VIÐ KYNLÍFI FYRIR HJÓNABAND Heiðra föður þinn og móður, heldur kverið áfram upp úr Biblí- unni og minnir á að foreldrarnir hafi þegið vald sitt yfir barninu því til góðs. Um kynlífið er sagt að það sé fyrst og fremst til að framleiða börn, og er enn vitnað í Skaparann í því sambandi. Þá er einnig slegið föstu því, sem raunar hafði heyrzt áður, að Drottinn gamli vilji ekkert renn- erí hafa utan hjónabands. Til vonar og vara er minnt á sjötta boðorðið. Hvíta kverið heldur því fram alveg ákveðið að það gildi einnig sem bann við kynlífi fyrir hjónaband, því að þesskonar háttalag sé ekkert ann- að en ótrúskapur við þann, sem mað- ur giftist einhverntíma, þótt maður hafi aldrei heyrt hann eða séð og heyri hann og sjái kannski aldrei. Getnaðarvarnir eru í samræmi við þetta harðlega fordæmdar nema inn- an hjónabands. Á fóstureyðingu lít- ur kverið sem morð, en telur ráð- legast fyrir konur, sem þrátt fyrir öll boð og bönn eignast börn utan hjónabands, að gefa þau einhverjum kristilega samtengdum hjónum. Sjálfsfróun er ekki heldur talin af því góða, og drengjum sem stunda hana ráðlagt að púla sem mest við útilíf og íþróttir, sjálfsagt í von um að þeir verði svo uppgefnir að þeir nenni ekki hinu. Um tóbak, áfengi, fíkni- og eitur- lyf ber kverunum í höfuðatriðum saman, þótt það hvíta fordæmi allt þetta með nokkru fleiri orðum og harðari. Höfundar hvíta kversins eru greinilega miklir íþróttamenn og náttúrudýrkendur og þreytast seint á að prísa útilíf og áreynslu undir berum himni. Innan um og saman við þetta og allt annað, sem þeir taka til umræðu, minna þeir lesand'- ann stöðugt á hina miklu ábyrgð, sem á honum hvíli sem lýðræðisleg- um meðborgara. Auðvitað felst í þessu ráðlegging gegn öllum upp- steit gagnvart ríkjandi kerfi, en þó leynir sér ekki að einmitt á þessum viðkvæma punkti eru þeir Jón hval- bein og félagi hans ekki alveg viss- ir ! sinni sök. Það rifjast sem sé upp fvrir þeim þegar þeir eru nokkuð lanat komnir með kverið sitt að me'Stari Lúther, sem auðvitað er hátt skrifaður hjá þeim, brevtti sam- kvæmt samvizku sinni Anno domini 1521 í Worms: Hér stend ég o.g qet ekki annað. Og auðvitað var það engin smáveais uppreisn qean ríkiandi kerfi. Utúr öllu þessu fá þeir Steinar oq Jón að lokum að maður verði að hlýða eiqin samvizku. brátt fvrir þá áhættu að maður geti haft á röngu að standa. En preinileqa eru þeir nokkuð hikandi við að qefa svo viðurhlutamikið réð oa fvlqia bv! úr hlaði með því að hvetia lesendur sína til að auðsýna umhverfinu sem mest af þolinmæði oa umburðar- lyndi í sannkrjstnum anda. dþ. BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA MYNDABÓK [ ALÞJOÐAOTGAFU BIBLÍAN - RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóðaútgáfu og tilvalin tæki- færisgjöf. Hér er um að ræða nýstárlega túlkun á heilagri ritningu, sem fellur ungu fólki vel í geð. Myndirnar, sem danska listakonan Bierte Dietz hefur gert, eru litprentaðar í Hollandi, en textinn er prentaður hériendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, hefur annazt útgáfuna og ritar inngang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýðinga frá upphafi. Þetta er vönduð og glæsileg myndabók. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK 2S. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.