Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 44
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 Jóhanns Salvator í garð aðalsins vakti allsstaðar eftirtekt. Hár- beyttar athugasemdir hans fóru eins og eldur í sinu um alla sam- kvæmissali Vínarborgar. Allir sem höfðu eitthvað samneyti við hirðina lögðu á flótta, þegar Jó- han Salvator birtist. Milly vissi að hann elskaði hana meira en nokkru sinni áð- ur. Hann var oft svo dögum skipti í íbúð hennar og hann mátti ekki af henni sjá. Hann varð hræddur um hana ef hún fór út. — Hvert ertu að fara? spurði Gianni. — Ég ætla aðeins að sjá um matinn. — Þú getur látið Aneschu gera það. Vertu kyrr, láttu mig ekki vera einan. Anescha var matreiðslukonan frá Bæheimi. Svo hafði Milly tvær aðrar þjónustustúlkur. Gianni var eirðarlaus. Hann vantaði verkefni og hann sá eftir stöðu sinn. Milly sá hve illa hon- um ieið. — Þú verður að gleyma þessu, Gianni, sagði hún hlýlega. — Maður verður að reyna að gleyma því sem ómögulegt er að fá. — Já, vina mín, það reyni ég að segja sjálfum mér. En að vera orðinn afdankaður herforingi tuttugu og átta ára gamall, það er ekki hægt að þola slíkt. Og ég fæ ekki einu sinni leyfi til að kvænast þegar ég vil. Þessi nið- urlæging... — Svei attan, hvað gerir til þótt við höfum ekki hjúskapar- vottorð. Ég er fyrir löngu búin að sætta mig við að við getum ekki gift okkur. —• En það geri ég ekki. Ég sætti mig aldrei við það. Ef ég heyrði nú eitthvað frá Rudolf. Hann kom alltaf að því sama, að hann vildi ganga í þjónustu Rudolfs, þegar hann kæmist til valda í Ungverjalandi. — Það vonlausa er að ég kemst aldrei í færi við hann. Ég veit ekki einu sinni hvar hann er. Það er sagt að þeim hafi sinnast feðg- unum. Mér er ómögulegt að fá að vita sannleikann. En ég hefi það á tilfinningunni að loftið sé lævi blandið. Rudolf hlýtur að vita að ég er kominn aftur til Vínar! Hversvegna gerir hann þá ekki vart við sig? Milly sagði: — Ég er fegin að hann gerir ekki vart við sig. Ég minnist þess, sem Maria Vetsera sagði. Trúðu mér, Gianni, konur finna ýmislegt á sér. Það getur aldrei orðið neitt af þessu ung- verska ævintýri. Rudolf er ekki rétti maðurinn til að gera stiórn- arbyltingu. María veit það betur en þú, hún þekkir hann betur. En Gianni vildi ekki hlusta á það. — Rudolf er mjög sniall. Þú ættir að lesa bækurnar hans, rit- gerðirnar. Hann er fimmtíu árum á undan samtíð sinni. Hann þyrfti aðeins að vera styrkari á taug- um. Og hann getur treyst mér! Við erum færir um að byggja upp nýtt Ungverjaland, Ung- verjaland, sem tekið verður tillit til um alla Evrópu! Milly þorði ekki að andmæla honum. Hún vissi að hann setti allt sitt traust á þessa hugmynd. En í huganum óskaði Milly þess innilega að aldrei yrði neitt gert til að hrinda þessu í framkvæmd. Síðast í janúar, — það höfðu verið miklir kuldar og leikhús- árið á hápunkti, kom símskeyti frá barónsfrú Galatz: Hún var á leið til Vínar. Þessi hápunktur leikhúsársins stóð ekki lengi, — leikhúsunum var lokað 30. janúar, og allar skemmtanir bannaðar. Götuljós- in voru sveipuð í sorgarblæjur, svartir fánar blöktu á húsunum. Hræðilegt atvik lamaði borgina. Rudolf krónprins hafði skotið sig í veiðihöllinni Mayerling . . . Framhald í næsta blaði. Öld launspekinnar Framhald af bls. 29. Ekki er annað að sjá en fagn- aðarerindi LaVeys laði að sér marga, og álits virðist hann njóta á ólíklegustu stöðum. Þannig hefur hann flutt fyrirlestra í boði Jesúíta við háskólann í San Fransiskó. Hann veitti Roman Polanski sérfræðilega aðstoð við gerð kvikmyndarinnar Rose- mary's Baby. Eitt borgarblað- anna hefur tekið upp nýjan dálk fyrir þá, sem vilja snúa sér bréf- lega til djöfulsins með vandamál sín, og sér páfi hans hér uppi á jörðunni um að svara þeim fyrir hönd húsbóndans. Þá hefur svarti páfinn, sem byrjaði feril sinn sem ljónatemjari og lófa- lesari, skrifað og gefið út svo- kallaða Biblíu Satans, The Sat- anic Bible, sem eins og nafnið bendir til á að innihalda kjarn- ann úr fræðum myrkrahöfðingj- ans. f ritningu þessari eru líka bænir og sálmar á ensku og helgitungu satanista, sem þeir nefna Enochian og fullyrða að sé eldri en sanskrít. Við guðsþjónustur trúarflokks- ins er það meginatriði að hafa við hendina kvenmann, sem fæst til að klæða sig úr öllu og leggj- ast á altarið, og þykir ekki spilla að hún sé rauðhærð. „Kirkju- tónlistin" er yfirleitt veraldlegs eðlis, og sjálfur hefur svarti páf- inn Wagner í miklum hávegum, en Foster við síður hátíðleg tækifæri. Við svörtu messurnar klæðist hann þungum satínkyrtl- um og hefur á höfði húfu horn- ótta; honum til aðstoðar þjóna fyrir altari fimm eða sex lægra 44 VIKAN 23-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.