Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 4
Krákan er því leið, að hún segir jafnan satt. íslenzkur málsháttur. 0 fólk í fréttunum * Meira en 100.000 myndir og lýsingar af honum hafa verið sendar um gervöll Bandaríkin, og hann er talinn í hópi „ellefu-menningana“ sem FBI er hvað mest á höttum eftir. Venjulega telur listinn aðeins 10 menn, en það kemur fyrir að þeim 11. er bætt við og þykir það heilmikil upphefðu — fyrir skúrkinn. Maðurinn sem um ræðir í þetta skiptð er Hubert Geroid Brown, sem fleiri þekkja sennilega sem herskáa blökkumannaleiðtogann H. Rap Brown, 26 ára gamall og hefur ekkert til hans spurst í 2 mánuði. Ekkert var þó aðhafst í því fyrr en fyrir nokkrum vikum síðan, er hann lét ekki sjá sig við réttarhöld sem haldin voru „honum til heiðurs" í Ellicott City, Maryland, þar sem hann hafði verið ákærður fyrir íkveikju og æs- ing tii óeirða. „Brown er sennilega vopnaður og verður að teljast hættulegur,“ segir á auglýsingunni frá FBI, og starfsmaður þeirrar sömu stofnunar bætti því við að hann væri „stórkostleg ógnun við þjóðfélagið." Að meðaltali líða 138 daga frá því FBI auglýsir eftir mönnum og þangað til þeir nást. Sennilegast er að Brown sé í útlegð — annaðhvort i Alsír, Peking, Moskvu eða Havana. Það ætlaði hreint allt af göflunum að ganga í London ekki alls fyrir löngu þeg- ar söngvarinn, dansarinn, leikarinn og allt það, Frank Sinatra, sem nú er orðinn 54 ára gamall, hélt þar skemmtun upp á gamla mátann, en í London hafði hann ekki skemmt síðan árið 1963. í rauninni voru skemmtanirnar tvær, og Frankie Boy er svo vinsæll þar ytra, að tveimur mán- uðum áður en hann kom til landsins, var uppselt á báðar. Til London kom hann í einkaþotu sinni og flaug svo inn í borgina í þyrlu. Þá þurfti hann að hugsa fyrir því hvar hann gæti boðið fylgdarliði sínu í mat. Einhver stakk upp á því að fara á stað sem nefnist „Claridge‘s“. — Er bar þar? spurði Sinatra og þegar svarið var já, fóru ailir til „Claridge‘s“. Svo var skemmtun í um kvöldið og þar söng hann öll gömlu lögin sín, þar á meðal „Chicago“, „Moonlight in Vermont“ og „I’ve Got the World on a String“. Fagnaðarlætin voru gífurleg og í heilar 5 mínútur stóðu allir í húsinu og hylltu stjörnuna. Gagnrýnendur blaðanna voru stór- hrifnir og það var Margrét prinsessa líka, en henni var boðið til búningsherbergis Sinatra til að heilsa upp á hann. Hún spurði hann hvort allt umstangið færi ekki í taugarnar á honum?“ „Nei,“ svaraði hann. „Það eru mörg ár síðan ég lét fjarlægja allar taugar úr mér.“ Tveir ljósmyndarar biðu fyrir utan hús Harry S. Trumans, fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann kom heim úr búðar- ferð ásamt konu sinni. Þegar for- setinn gamli sá þá gekk hann hægt og rólega fram innkeyrsl- una svo þeir gætu myndað að vild. „Þið verðið að vinna fyrir ykkur, ungu menn,“ sagði HST. A einni myndinni mátti greina bílinn sem ber númerið 5-745, eða 7. maí, 1945 og það var dagurinn sem Þýzkaland valdi til að yfir- lýsa uppgjöf sína í síðarí heims- styrjöldinni. 4 VIKAN 23-tbl- 'mm 96 ára hjúkrunarkona Austurríki getur státað af því að eiga elztu starfandi hjúkrun- arkonu í heimi. Hún heitir Lili- an Carlin og er orðin hvorki meira né minna en 96 ára. Hún ætti samkvæmt settum reglum að vera hætt störfum fyrirlöngu, en hún hefur aftur og aftur feng- ið undanþágu til þess að halda áfram, sérstaklega vegna áskor- ana frá sjúklingunum. Þeim finnst lífskraftur gömlu konunn- ar með eindæmum, og það hef- ur sýnt sig að þeir sjúklingar, sem hún hefur hjúkrað, kom- ast fyrr til fullrar heilsu en aðrir. Frú Carlin hefur starfað sem hjúkrunarkona í 68 ár. Hún var sæmd heiðursmerki fyrir ■''askl°ga framgöngu í heims- styriöldinni, þ.e.a.s. heimsstyrj- öldinni fyrri 1914—1918. ★ Kvensami höfrungurinn Það hefur löngum verið vitað, að höfrungar eru skynsamar skepnur. Hins , vegar hefur ekki komið fram fyrr, að þeir hefðu auga fyrir kvenlegum yndis- þokka. Á hinu fræga veitinga- húsi í París, Rauðu myllunni sem Lautrec gerði frægt á sínum tíma, er tjaldið dregið . frá á miðnætti og blasir þá við gest- unum risastórt fiskaker. Inni í því er fáklædd þokkadís ásamt höfrungi. Og það skiptir engum togum: Fyrr en varir byrjar höfrungurinn að klæða skvís- una úr því litla, sem hún hefur utan á sér - að sjálfsögðu við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. ★ STUTT OG LAG- GOTT Sjómenn eiga ekki að kvarta yfir of mikilli vinnu. Ef þeir halda svona áfram fá þeir langa fríið eftir örfá ár. Jú, það hlýtur að fara saman: Fiskleysi og frí.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.