Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 28
og einmitt þetta atriði telur Jean Stafford
hafa orðið dömum Mansons örlagaríkt.
Flestar eða allar konur eru, meðvitað eða
ómeðvitað, haldnar sterkri þörf fyrir föð-
urlega, karlmannlega handleiðslu, milda
og drottnandi í senn, og fari þær hennar
algerlega á mis getur þessi hneigð fengið
öfgafulla útrás þannig, til að mynda, að
konan geri sig að viljalausri ambátt ein-
hvers karlmanns, sem tekur hana upp af
götu sinni, og finni innilega nautn í því
að þjóna duttlungum hans, hversu fárán-
ríkissælu. Löngu á eftir, þegar stúlkurnar
eru einangraðar í fangaklefum, þykjast
þær standa í stöðugu hugskeytasambandi
við Charlie sinn, þótt hann sé ekki einu
sinni í sama fangelsi.
Nátengd föðurþörf konunnar er trúar-
þörf hennar. Konan hefur í óræðan aldur
verið hornsteinn heimilisins, fjölskyld-
unnar, og upplausn þessi hlýtur því að
snerta hana sérlega óþyrmilega. Hún finn-
ur sig yfirgefna, hafandi ekki lengur fast
land undir fótum. Sú var tíðin að fólk slit-
legir sem þeir kunna að vera.
Stúlkurnar í Dauðadal voru meðal
margra, sem þjást af þrá eftir drottnandi
föðurtýpu, og Manson féll í kramið hjá
þeim sem eintak af þeirri gerð. Möguleik-
ar slíkra patríarka margfaldast auðvitað
ef þeir eru gæddir dáleiðsluhæfileikum,
eins og Manson áreiðanlega er. Þegar
stúlkurnar hans lýsa dvölinni í sólsviðinni
eyðimörkinni, þar sem þær voru án allra
frumstæðustu þæginda og að sjálfsögðu
þar með allra þeirra mörgu unaðssemda,
sem ungt kvenfólk í velferðarþjóðfélagi
telur sjálfsagða hluti, er ekki að heyra að
þær hafi lifað annað en ómengaða himna-
Veitingahúsið Hudson Bay Inn á East Side
á Manhattan hefur í þjónustu sinni hóp laun-
spekinga, sem reiðubúnir eru til að veita gest-
um fyrirgreiðslu. Þrjú þeirra sitja hér við bar-
borðið, talið frá vinstri: Charles Taylor, sem les
úr tarot-spilum, Donna Kerber, lófalesari og
Jonathan Booth, stjörnuspámaður.
ið úr fjölskyldutengslum gat virkjað þörf
sína fyrir að elska og þjóna í þágu föður-
landsins, en vilji eitthvert föðurland, eitt-
hvert ríki láta elska sig, verður það að
sjá fyrir vissum lágmarksskilyrðum til
þess. Og það gera ekki ýkjamörg nútíma-
ríki.
En þótt jarðnesk föðurlönd bregðist, er
þó alltaf hægt að beina ást sinni og til-
beiðslu til Guðs, vildi kannski einhver
meina. En fyrir þorra nútímamanna er
Guð löngu dauður. Allavega hvað yngra
fólk snertir. En eftir er tóm, sem reynt er
að fylla með ýmsu móti. Susan Atkins og
vinkonur hennar fundu sér í staðinn ótút-
legan, ruglaðan og skítugan gálgafugl,
fullan af hatri til þess samfélags, sem þær
töldu einnig hafa brugðizt sér. Hann full-
nægði þörf þeirra fyrir elskhuga, föður
og guð. Og þær eru langt í frá nokkurt
einsdæmi. Tímarnir eru hagstæðir fyrir
kuklara af gerð Mansons, og því er hætt
við að fleiri álíka frelsurum eigi eftir að
skjóta upp áður en varir, kannski með enn
alvarlegri afleiðingum.
Aldrei hafa menn borið slíkan kvíðboga
fyrir framtíð heimsins og einmitt nú, og í
samræmi við það er í vaxandi mæli leit-
að til sjáenda þeirra, er séð þykjast geta
fyrir óorðna heimsviðburði. Sá alfrægasti
þeirra nú er Breti að nafni Maurice Wood-
ruff, en móðir hans, Vera Woodruff, var
sjálf fræg spákona. Hún var að nokkrum
hluta af Sígaunaættum, en varla þarf að
minn á það orð sem fer af spágáfu þess
fólks. Woodruff hefur að sjálfsögðu sent
frá sér spá um helztu atburði ársins 1970,
sem nú þegar er næstum hálfnað. Hann
segir að í haust, líklega í september, muni
finnast aðferð eða lyf til lækningar við
krabbameini. Þessi uppgötvun verður gerð
á tveimur stöðum samtímis, í Ameríku og
einhverju Evrópulandi. Einnig verða á
þessu ári miklar framfarir í augnskurð-
lækningum. Þá fullyrðir Woodruff að Ví-
etnamstríðið muni fjara út seint á árinu,
en þess í stað muni hefjast á ný stríð í
Kóreu. Ennfremur muni tvívegis koma til
harðra árekstra milli Kínverja og Rússa,
og muni hinir fyrrnefndu eiga upptökin.
Af þessum sökum muni Rússum lítið tóm
gefast til að skipta sér af öðrum málum.
í efnahagsmálum spáði Woodruff meiri-
háttar kreppu í vor, og helzt í apríl, en
kreppa sú næði varla nema til Bandaríkj-
anna. (Einmitt þegar þetta er ritað berast
fréttir af miklu verðhruni í kauphöllum
í New York). Kvæði svo rammt að þessu
að bandaríski dollarinn myndi hrapa í
verði niður fyrir þann kanadíska. Þetta
lagist þó allt þegar líði á árið. í Bretlandi
verða kosningar á þessu ári, ef marka má
spádóminn, og muni þær leiða til þess að
skipt verði um forsætisráðherra.
Pínupilsin hverfa í ár, sagði Woodruff
ennfremur. Þau munu aftur síga niður
fyrir hnén. En hins vegar má búast við
byltingarkenndum fjölbreytileika í fata-
tízku karlmanna, bæði hvað snertir snið
og lit.
Hann segir að Nixon muni eflast svo
mjög að vinsældum á árinu að þegar komi
að næstu forsetakosningum muni hann
fljúga inn næstum mótstöðulaust. Hins
vegar telur hann að Spiro Agnew endist
illa í embætti varaforseta og muni naum-
ast haldast við í því yfirstandandi kjör-
tímabil, hvað þá að hann verði endur-
kjörinn. Hvað Kennedyfjölskylduna snert-
ir muni Jackie Onassis eignast son von
bráðar, en engu að síður muni hjónaband
hennar ekki endast nema eitt ár eða tvö
í viðbót. Muni Onassis útvegsmaður eiga
upptökin að skilnaðinum, þar eð eyðsla
og tildur frúarinnar keyri svo úr hófi
að jafnvel honum þyki nóg um. Ekki telur
Woodruff líklegt að mikið kveði að
Kennedyum í stjórnmálum framtíðarinn-
ar; sonur Johns F. Kennedys verði vís-
28 VIKAN 23-tbl-