Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 48
„Já, handviss Við þurfum nú enga hjálp. Farðu nú inn í og stígðu á startarann, Lísa." Eg heyrði bílinn frá Maginas nálgast og vissi, að Desmond hlustaði líka. Þegar bíllinn ók fram hjá, vissi ég ekki, hvort ég átti að gleðjast eða hryggjast. Ég sté á startarann og hélt honum niðri. Veikt suð heyrðist í vélinni, — og skyndilega varð hljóðið hærra og eðlilfegra. Desmond kom með verkfærin og sagði: ,,Það er bezt ég keyri Lísa, því ég þekki veginn. Við komumst til þorpsins fyrir myrkur. Húsið er bara nokkra kílómetra frá veginum." „Attu við, að við gistum í þorpinu. Förum alls ekki til borgarinnar?" spurði Anna. „Ég var einmitt orðin svo spennt!" Ég settist ! aftursætið, og Desmond sagði við Önnu: „Ég skal lofa því, að þú færð að sjá Maginas, þar sem þig langar til þess. Og höllina skal ég sýna þér á morgun." „En mig langar til að sofa í höll," gall Anna við. „Skyldi ekki vera draugagangur þar?" „Nei, en þar hafa átt heima margar kynslóðir Maginas-ættarinnar. I þorpinu er allt miklu þægilegra." Desmond setti í gír, og við ókum aftur út á Maginaveginn. Svarti bíll- inn var hvergi sjáanlegur. Desmond ók hratt og benti á húsaþök í fjarleegð. „Þetta er Magina-þorpið. Höllin, sem þið kallið svo, liggur við fjallsrætur í tíu kílómetra fjarlægð frá þorpinu, og er mjög afskekkt." „Er Magina ættarnafn?" spurði ég. „Já, mjög gamalt og frægt. Þorpið var ein af eignum ættarinnar fram að byltingunni. Seinna var ættinni aftur úthlutað hluti af húsunum, en þá var aðeins einn ættingi á lífi, — kona, reyndar ung stúlka þá. Nú er hún dáin. Ég veit ekki, hver telst eigandi núna. Eftir sögunum að dæma held ég það hljóti að vera maðurinn hennar, en það er samt ekki öruggt, og ekki er heldur víst, að hann geri kröfu til eignarinnar . . . ." „Áttu þau nokkurt barn? spurði ég. „Konan yfirgaf hann vegna annars manns." „Þau hafa þá skilið?" Hann hló stuttlega. „Á Spáni viðgangast ekki hjónaskilnaðir. En hér er þorpið." Hann ók niður götu, sem var svo mjó, að bíllinn rétt komst áleiðis. Svo nam Desmond staðar og sté út. „Hér verð ég að tala við mann," sagði hann kurteislega. „Það tekur ekki nema nokkrar mínútur. Svo ætti ég að vita, hvað gera skal." Meðan hann var í burtu spurði ég Önnu sitthvað um næstliðið kvöld og bætti við: „Sagði Desmond þér nokkuð um þetta þorp?" „Alls ekki," svaraði hún. „Minntist hann nokkuð á lögreglu eða þess háttar?" Anna kipraði sig saman. „Góða Lísa, auðvitað! Þegar karlmenn bjóða mér út, tölum við ekki um annað en lögreglu og stjórnmál! Þegar karl- maður byrjar að tala um stjórnmál við mig, finnst mér vera kominn tími til að gifta mig!" „Til að mynda Desmond Tracey?" „Þykistu vera að stríða mér? Desmond er bara einn af þeim, sem ég fer út að skemmta mér með. Þessu ættir þú að kynnast í stað þess að glápa á málverk. Þú þarft ekki annað en að gefa þeim merki til að klófesta þá." Ég vissi af reynslunni, að Anna taldi enga karlmenn frambærilega en þá, sem áttu eignir eins og olíulindir í Texas eða járnbrautir." „Anna, ég held þú ættir ekki að láta Desmond finna, að þér þyki lítið til hans koma. Ég held hann gæti verið óttalega afbrýðisamur. í sama bili kom Desmond aftur ásamt manni með svarta derhúfu. Þetta var hár maður, hærri en Desmond og allur skrokkmeiri. Andlitið var brúnleitt og áberandi lítið miðað við skrokkinn. Hann kastaði á mig kveðju og brosti. „Vill hann eitthvað?" spurði ég Desmond. „Hann fer með okkur til borgarinnar," svaraði Desmond. „Anna, viltu ekki sitja aftur í hjá Lísu?" Maðurinn brosti meðan hann hélt hurðinni opinni fyrir hana, og undar- legt hljóð kom frá þykkum vörunum. „Hann heitir Luca Cordoba," útskýrði Desmond, „og er fæddur í höll- inni. Og hann vann þar þangað til stúlkan, sem ég talaði um, dó . . . Luca særðist illa í borgarastyrjöldinni og er nú mállaus. En hann getur bæði lesið og skrifað og er duglegur að lesa af vörum fólks, sem talar spænsk- una. Hann hefur sett tvö herbergi í stand. Hann er með mat og hrein rúmföt í körfu. Þú færð þá að vera í höllinni í nótt eins og þú vildir, Anna." „Úmm," söng í Önnu, þegar bíllinn rann af stað. „Hann minnti mig á Boris Karloff." „Þekkir þú Luca vel, Desmond?" spurði ég. ,,Já, en hann gefur sig ekki að öllum. Flestir hér í kring annaðhvort hlæja að honum eða eru hræddir við hann vegna útlits hans og ámátlegu hljóðanna, sem hann gefur frá sér. En hann hefur enga tungu i munninum." Mig hryllti við og spurði: „Var hann republikani?" „Hann Luca! Auðvitað ekki," svaraði Desmond og hló við. „Hann er fæddur og uppalinn í höllinni. Magina-fjölskyldan var frá byrjun á móti republikönum. Þau sáu fyrir ringulreiðina, sem rauðliðarnir áttu eftir að koma yfir Spán. Þessvegna var heimili og eignir ættarinnar flokkað undir Azana og fjölskyldan yfirlýst sem óvinir ríkisins, þegar Juan Negrin komst til valda." Desmond talaði um þetta eins og af eigin reynslu. Ef svo var, varð ég að endurskoða afstöðu mína til hans. Hann væri þá að minnsta kosti ekki eftirsóttur af lögreglunni vegna stjórnmálaskoðana. Annað hvort hafði hann ekki séð lögregluna í bílnum eða þá, að lögreglan elti okkur vegna sögunnar um vegartálmunina, sem Desmond reyndi að komast hjá. En þetta síðara gat stafað af skapgerð hans. „Gat Luca sagt þér nokkuð um manninn, sem þú ert að leita að? Er hann kannske í höllinni?" spurði ég. „Nei, hann er þar ekki. En hann fór í gegnum þorpið í nótt. Luca gekk til hallarinnar í morgun til að gæta, hvort hann væri þar. En nú vitum við, hvert hann er að fara." „En sagðirðu ekki, að enginn byggð væri milli Magina-fjallanna og veg- arins til Teruel héraðsins?" „Jú, en þú mátt ekki taka það of bókstaflega," svaraði hann eilítið ergilegur. „Það eru reyndar engin þorp, en í fjöllunum eru veiðimanna- kofar. Og hann á eftir að slá sér niður í einum þeirra. Þar hittum við Luca hann svó á morgun. Ertu nú ánægð?" „Ég er víst alltof forvitin . . ." Hann virtist komast í betra skap og sagði: „Þú hlýtur að hafa rétt til að spyrja, enda er ég mikið upp á ykkur kominn í þessari ferð. Léttu bara á þér með að spyrja, Lísa." „Það er enn eitt," svaraði ég ískalt. „Hafi skuldunautur þinn komið í gær, þá var hann ekki í bílnum, sem við sáum i dag. Kannske veit Luca, hver var í honum?" „Hefur það einhverja þýðingu fyrir þig?" „Já," svaraði ég ákveðið. „Þá skal ég segja þér það. Það var lögreglan. Óeinkennisklæddur lög- regluþjónn frá Cuenca og tveir ríkislögreglumenn úr nágrenninu." „Eru þeir að leita að okkur?" Desmond hló lágt. „Góða mín, þú hefur sjáanlega ekki hugmynd um, hvað gerist í Valencia. Nei, þeir eru að leita að sama manninum og ég. Þeir spurðusf ^fyrir, í þorpinu, en þar vissi enginn neitt Þá keyrðu þeir til hallarinnar, en þar var enginn sála. Og ég er feginn, að hann skyldi ekki hafa fundizt ... Ef þú lítur til hægri, Anna, geturðu séð höllina." Mér varð órótt innabrjóst. Desmond hafði fyrst sagt, að hann hafi ekki séð bilinn greinilega, en nú sagði hann hiklaust, að það hafi verið lög- reglubíll. Gaf þetta til kynna að Desmond sjálfur hafi losað leiðsluna í bílnum okkar til að fá tækifæri til að doka við?" Vegurinn varð bugðóttari og við nálguðumst höllina, stóra og kaldrana- lega. Við ókum gegnum stórt op í vegg andspænis aðalinnganginum. Bíllinn nam staðar, og mennirnir tveir stigu út. „Það er bezt að þið bíðið í bílnum meðan við Luca athugum aðstæður," sagði Desmond. „Líklega er ekki önnur lýsing í húsinu en frá olíulömpum." „Ætli veggjalýs séu ( herbergjunum?" spurði Anna „Ég hata þær." Desmond hló. „Það er gott, að Luca heyrir ekki í þér, annars mundi hann móðgast. Nei, herbergin eru hrein og góð. Þið verðið vonandi ekki hræddar, þótt við förum frá ykkur stutta stund?" Ég hristi höfuðið, en Anna kallaði: „Verið samt ekki of lengi. Ef ég heyri i uglu, er ég farin." Við sátum þögular og biðum. Við sáum kvikna á blysi og Desmond lúta yfir oliulampa meðan Luca kveikti í arni. Við gátum ekki varist það, að geigur sótti að okkur. 6. KAFLI „Þetta voru einu sinni húsakynni þjónanna," sagði Desmond, þegar við dreyptum i vínið eftir dagverðinn. „Þessvegna notum við þessi herbergi. Þau eru þau minnstu í húsinu að undanteknum fangaklefunum." Þau minnstu! En mér fannst þau gríðarstór. Herbergið sem við borðuð- um f, var á við meðalíbúð að flatarmáli, og það var svo hátt til lofts, að olíulamparnir lýstu illa niður. Og það var hrollkalt, þótt við sætum um- hverfis arineldinn. „Það eru þá fangaklefar hérna líka?" varð mér að orði. „Já, og með öllu tilheyrandi, — keðjur, hjól og steglur, þumalskrúfur, svipur, blindingarjárn, tengur til að skera úr tungur og svo auðvitað öxi fyrir böðulinn." Desmond hló. „Sumir fangaklefanna eru svo litlir, að þar er hvorki hægt að standa, liggja eða sitja, og þar er kolniðadimmt. í gamla daga beitti Magina-ættin ýmsum pyntingum við óvini sina og til að hegna fyrir afbrot." „Þú þekkir sitthvað til alls þessa, heyri ég," sagði ég forvitin. „Hvernig má það vera?" „Ég lagði rafmagn um allt húsið og var hér í tvö ár. Fyrst bjó ég reyndar í þorpinu." „Bjó Magina-ættin hér þá?" Framhald í næsta blaði. 48 VIKAN 23-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.