Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 13
Rautt kver - eins stúlkum líkar bezt að konar handbók handa liggja með einhverjum skólanemum - kom út einum aðeins. Önnur í Noregi síöastliðinn vilja helztskipta oft vetur. I kveri þessu um. Það skiptir engu eru ungu fólki lagðar siðferðilega séð.“ - lífsreglurnar. Kennarar eru þar til dæmis Útkoma rauða kversins nefndir „vanþróuð vakti slíkt fjaðrafok manntegund" og í Noregi, að þegar nemendum ráðlagt að í stað var gefið út sem reyna að koma vitinu andsvar hvítt kver, fyrir þá. Um ástalífið sem átti að vera byggt segir meðal annars: á siðferðilegum „Sumum drengjum og grundvelli. SKIPTIR EKKI mÚLI HUORT Mörg ykkar segia við sjáIf sig: Þetta er ekki til neins. Við komum aldrei neinu í kring. Fullorðna fólk- ið ræður öllu — og félagar okkar eru annað hvort hræddir eða þá að þeim er sama. Tígrisdýr getur svosem verið nógu uggvænleg skepna til að sjá. En sé tígrisdýrið úr pappír, getur það eng- an étið. Þið ofmetið vald hinna full- orðnu — og vanmetið ykkar eigin möguleika. Fullorðna fólkið er voldugt. Það er tígrisdýr. En það getur aldrei haldið völdum yfir ykkur þegar til lengdar lætur. Það er pappírstígris- dýr. Ef þið aukið fróðleik ykkar og ræðið málin meira ykkar á milli, get- ið þið komið miklu meira til leiðar en þið haldið. Ef þú hefur það gott og þér finnst allt vera í lagi og eins og það á að vera — þá hefur þú ekkert við þessa bók að gera. Þá skaltu sýna hana einhverjum sem ekki er ánægður og sem ekki hefur það jafngott og þú. Við tökum hér til meðferðar sumt af því, sem skiptir máli þegar verið er i skóla. Sumt af því, sem við segjum þér, hefurðu kannski aldrei heyrt neitt um fyrr. Við segjum þér að allt þurfi ekki endilega að vera eins og það er nú. Við segjum þér hvað þú og félagar þínir geta gert, ef þið viljið fá einhverju breytt . . . RAUTT KVER: HANDBÓK FYRIR SKÓLANEMA Það eru fleiri en Maó formaður á kínversku þjóðarskútunni sem senda frá sér rauð kver. Pistillinn sem greinarkorn þetta hefst á er upp- hafskafli smábókar með þeim lit er nýlega kom út í Noregi og hefur vakið mikla athygli þar í landi. Höf- undar kvers þessa eru tilnefndir Bo Dan Andersen, Sören Hansen og Jesper Jensen, svo að ekki geta nöfnin meinleysislegri verið. Þeir SOFIÐ ER HJÚ Einum EDH FIEIRI! félagar munu danskir að þjóðerni og þar mun Den lille röde bok for skoleelever, eins og kverið heitir í norsku útgáfunni, upphaflega hafa séð dagsins Ijós. Ekki er að heyra að bókin hafi vakið neina sérstaka athygli í sínu föðurlandi, enda kalla nútíma Danir ekki allt ömmu sína í flestum hlutum. Öðru máli gegndi þegar bókin kom út I Noregi, löguð eftir þarlendum staðháttum að vísu, því að þar í landi heittrúar og heima- trúboðs er enn haldið nokkru fast- ara en í nágrannalöndunum um það sem sumir mundu kalla fornar dyggðir, en aðrir einhverjum nöfn- um ekki jafn virðulegum. Kverið er í vasabókarbroti og rúmlega tvö hundruð blaðsíður að stærð. Eins og ráða má af litarrafti þess gætir í því nokkurs uppreisnar- anda, en varla verður þó annað sagt en honum sé stillt mjög í hóf. Fer varla hjá því að manni komi í hug að eitthvað sé til í því, sem stund- um heyrist um norsarana, að þeir séu ennþá undarlega miklir útnesja- kallar, því að annars hefðu þeir varla farið að taka þetta ósköp alvarlega. Eins og nafn bókarinnar bendir til er henni ætlað að verða handbók fyrir skólanema, er þeir geti flett upp í og leitað úrræða hvenær sem þeir mæta einhverjum hinna algeng- ustu vandamála daglegs lífs. Meg- 23. tbl. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.