Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 27

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 27
borgin í Nepal, er orðin eins konar Jerú- salem hippadómsins. Þangað fljúga banda- rísk ungmenni í stríðum straumum, með Loftleiðum yfir til Lúxemborgar og halda svo áfram á þumalputtanum eða í bússum niður í gegnum evrópska meginlandið, Tyrkland, íran og Indland til fyrirheitna landsins. Hippar virðast yfirleitt vera ákaflega friðsamt og heldur geðþekkt fólk og því er áreiðanlega tekinn skakkur póll í hæð- ina þegar sá óði morðingi Manson er í ræðu og riti kallaður dæmigerður hippi. Engu að síður er Manson athyglisverður, að vísu ekki kannski persónan sjálf, held- ur þær félagslegu aðstæður sem urðu undirrót hinnar kynlegu nýlendu hans í Dauðadal. Uppruni Mansons sjálfs er þegar þekkt saga. Móðir hans var vændiskona og þeg- ar hún nokkrum árum eftir fæðingu hans var fangelsuð fyrir að rupla viðskipta- vini, varð drengurinn að bjargast eins og bezt gekk á eigin spýtur. Það gekk eins og við var að búast og voru helztu dval- arstaðir Mansons upp frá því betrunar- hæli og fangelsi, það er að segja þangað til hann kom upp sinni sérkennilegu kvennanýlendu. Einhvern tíma á þessum ferli lærði hann nokkur gítargrip og samdi fáeina slagara. Hann fékk líka snemma nasasjón af launspeki og göldr- um og sökkti sér í það af gífurlegum áhuga, óneitanlega með nokkrum árangri. Kunnur bandarískur rithöfundur, Jean Stafford, hefur gizkað á að Manson hafi einhvern tíma í grufli sínu komizt yfir einhvern fróðleik um Assassínana, dul- trúarreglu þá hina frægu er grasséraði í trú að þeirra eigin líf væru minna en einskis virði. Susan Atkins, ein kvenna Mansons, kvað hann hafa sagt við sig eitt sinn: „Susan, nú hefurðu verið með mér í tvö ár, og ef þú skyldir einhvern tíma ákveða að fara, þá hengi ég þig upp á löppunum og sker þig á háls hinum til að- vörunar.“ „En mér var sama,“ bætti Sus- an við. „Því að Charlie var ég og ég var hann.“ Einn fjallöldunganna lýsti sig ímam, eða fulltrúa Guðs á jörðu, og Manson titl- aði sig ýmist Guð eða Satan, eftir því hvernig á honum lá, og þóttist einnig ann- að veifið vera Jesús, sem var samkvæmt fræðunum guð á meðal manna. Báðir notuðu þeir eitur- og fíknilyf til að tryggja vald sitt yfir áhangendunum. Hvorugur þeirra tók þátt í morðunum, sem þeir fyr- irskipuðu, þótt þeir skipulegðu þau í smá- atriðum. Manson sjálfur er um hálffertugt, en stúlkurnar hans, sem í senn voru eins konar dætur hans, systur og hjákonur, voru flestar kringum tvítugt. Sumar höfðu átt við erfið kjör að búa í uppvextinum, voru óskilgetnar, áttu drykkjumenn fyrir foreldra og svo framvegis, en aðrar voru hins vegar úr ósköp venjulegum mið- og efristéttarfjölskyldum. En allar áttu þær það sameiginlegt að vera fórnardýr þeirr- ar upplausnar, sem lagzt hefur á fjöl- skylduna, þennan ævaforna samfélags- hornstein, í þéttbýlis- og iðnaðarþjóðfé- lögum nútímans. Félagsfræðingar eru þegar farnir að spá því að þetta muni enda með því að fjölskyldan hverfi alger- lega úr sögunni sem slík; grein þess efnis birtist nýlega í Vikunni (Heimur án ást- R.E.L. Masters, forstjóri stofnunar að nafni Foundation for Mind Research (Hugkönnunar- stofnun), á heimili sínu í New York. Á borðinu hjá honum er stytta af egypzku gyðjunni Sek- met, sem hefur ljónshöfuð. Masters dáleiðir fólk og fullyrðir að í dáinu komist það í samband við gyðjuna. Ung bandarísk völva á heimili sínu, sem búið er margs konar exótískum og forneskju- legum munum. i i Ilópur ungra dultrúariðkenda í bandarískri stórborg. Heimill sín skreytir þetta fólk oft í samræmi við iðkanir sfnar. Vestur-Asíu á krossferðatímunum og var brautryðjandi morða í pólitískum tilgangi. Furðumargt er líkt með Manson og Sjeik- al-Djabal, eða Fjallöldungnum, eins og leiðtogi Assassínanna var kallaður. Báðir ætluðust þeir til skilyrðislausrar hlýðni af fylgjurum sínum og ólu þá upp í þeirri ar, í 7. tbl. þessa árg.). Tækniþjóðfélagið krefst allra hæfra manna, jafnt karla sem kvenna, til að halda gróttakvörnum sín- um gangandi og laðar með ótal tækifær- um; heimilið hættir að vera stöðugur dvalarstaður en verður þess í stað lítið annað en sameiginlegur svefnstaður fjöl- skyldunnar, eða varla einu sinni það. — Feður barnanna eru of önnum kafnir í atvinnulífinu til að hafa tíma fyrir þau,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.