Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 31
var sérlega spennt fyrir að komast burt, því Desmond hafði frætt hana svo mikið um gleðskaparlífið í Madrid. Ég hugsaði meira um listasöfnin þar. Meðan við röbbuðum saman um þetta og annað tók ég eftir litlum karl- manni, sem sjáanlega var að leita að einhverjum. Ég vakti athygli hinna á því, og Desmond sagði og vatt sér við um leið: „Einhver maður?" Hann virtist svo úr jafnvægi, að ég svaraði hlæjandi: „Þetta er ekkert hættulegt, Desmcnd! Það eru ekki vinir okkar í grænu og gulu einkennis- búningnum og með þríhyrndu hattana." Desmond mændi á mig. „Nei, það er alveg rétt hjá þér. Þetta er maður, sem ég kannast við. Viljið þið hafa mig afsakaðan augnablik. Hann hefur kannske eitthvað merkilegt að segja mér." „Ég vona hann sé með peningana þína," tísti í Önnu. Desmond brosti. „Það stórefast ég um, Anna." Að svo mæltu gekk Desmond til litla mannsins, og þeir gengu saman að barnum. Eg sagði við Önnu: „Ég læt þér eftir að hafa ofan af fyrir Desmond, þegar hann kemur aftur. En haltu honum ekki of lengi á fótum. Það er löng leið til Madrid. Kringum fjögur hundruð kílómetrar." „Við ættum samt að vera komin þangað annað kvöld," svaraði hún. „Til þess þarf ekki að aka nema á áttatíu<kílómetra hraða." I þessum svifum kom Desmond aftur frá barnum. Ég brosti til hans og sa gði: „Ég vona þér mislíki ekki, þótt ég dragi mig í hlé. En ég er búin að fá höfuðverk." Hann virtist forviða. „Það þykir mér leitt. Ég vildi einmitt gjarna fara með ykkur út á einhvern skemmtistaðinn." „Anna er sjálfsagt til með að fara með þér," sagði ég stuttaralega. „Ert þú þreytt, Anna?" Hann virti fjörlegt andlit hennar fyrir sér. „Ég þreytt!" gall hún við. Hann hló: „Þú vilt þá ekki vera hjá Lísu?" „Þegar Lísa er þreytt eða hefur höfuðverk, er ógerlegt að umgangast hana," svaraði Anna. „Þá gerum við ekki annað en að rífast!" Er hann sá á mér, að ég var enn jafnfrábitin að fara út um kvöldið, kinkaði hann kolli og sagði: „Jæja þá, við förum þá saman, Anna. Ég er nýbúinn að frétta, að maðurinn sem ég er að leita að, elur manninn [ Cuenca, sem er á miðri leið héðan til Madrid. Hafið þið nokkuð á móti því að gista þar hina nótina? Þetta er lítill bær og smábæjarfólkinu er líka fróðlegt að kynnast." Mér féll allur ketill í eld. „En skyldi nokkur gististaður vera þar? Ekki hef ég trú á, að vinur þinn verði hrifinn af gestanauð af þinni hálfu eftir að hafa borgað þér." Desmond virtist skemmt. „Hann er klókari en ég hafði haldið. Það er ekki hans eigið hús, sem hann býr í, og hæpið að láta sér detta í hug, að hann eigi þar heirua. Ég get ábyrgzt, að við verðum velkomin, hvað seint kvölds sem við komum. Við erum raunar nauðbeygð að gista þar." „Ur því að svona er, getur þetta kannske gengið, en við Anna getum orðið eftir í Cuena meðan þú ekur áfram." „Ég sting upp á, að þið komið með." „Ég þigg það." svaraði Anna ákveðið og brosti til mín. „Ég vona að þér batni höfuðverkurinn, Lísa. Áttu nokkuð aspirín?" „Já, takk," svaraði ég. „Skemmtið ykkur vel og hafið ekki áhyggjur af mér. Ég reyni að sofa slenið úr mér." „Ég skal læðast inn eins og mús," lofaði Anna. „Skal alls ekki vekja þig, ef þú verður sofnuð." Þegar ég gekk upp tröppurnar, heyrði ég Desmond spyrja Önnu, hvort hún gæti verið þekkt fyrir að láta mig vera eina. Anna svaraði, að hún myndi alls ekki skilja mig eina eftir, væri ég alvarlega lasin .... Ég brosti með sjálfri mér Anna var meistari í að bregða fyrir sig skreytni. Ég hafði ákveðið að ganga frá dagbókinni minni og skrifa bréf heim til Miami. Allt í einu tók ég eftir viðtækinu hennar Önnu, sem lá á rúminu. Ég opnaði fyrir það og hélt áfram við skriftirnar. ,,. . . Nú hefur Bernado Cardena lokið söng sínum . . ." Ég hrökk við, er ég heyrði í viðtækinu, var búin að gleyma Gíbraltar- útvarpinu. Jæja, en ég var ein í herberginu og það var hugljúft að heyra enska rödd. Ég rétti úr mér í sætinu og hafði auga á dyrunum, mundi vel aðvörun Desmonds varðandi að hlusta á þessa útvarpsstöð vegna andúðar Spánverja. ,,. . . Á Spáni er eftirleitinni að morðingja Isabellu Damas nú einkum beint að Madrid og nágrenni. Lögreglan leitar tveggja manna. Annar er vel stæður Madridbúi, sem lögreglumaður sá á Avenida de Jose Antonio í Madrid í gær. Hann neitaði að vera sá, sem lögreglan taldi hann vera og slapp eftir nokkurt þóf. Maðurinn bjó með stúlkunni, þar til fram til dauða hennar. Hinn maðurinn, sem lögreglan hefur lýst eftir, er fyrri elskhugi hennar. Vitað er, að hann heimsótti hana á mánudagskvöldið. Nágrannarnir hafa viðurkennt að hafa heyrt mikið rifrildi rétt eftir að hún kom heim. Lýsingin á manninum er þessi: Nálægt þrjátíu ára gamall, 180 sentimetra hár . . ." Ég lokaði fyrir tækið. Þetta voru ekki þær fréttir, sem mig langaði mest til að heyra, þar sem ég var stödd ein í hótelherbergi í framandi landi. 5. KAFLI Desmond virtist vera nauðakunnugur í Cuenca. Meðal annars benti hann okkur rómverska vatnsleiðslu og rómverskt hof. Anna hafði komið seint heim í himnaríkisskapi, og fram undir morgun hafði hún mestalla leiðina dottað með fallegt höfuðið við öxl Desmonds. Þegar hún vaknaði, spurði hún ýmissa barnalegra spurninga, og Desmond ók hægt og gætilega, eins og tíminn væri nægur. „Þarna er skilti, Desmond. Hvað stendur á því?" spurði Anna. „La Ciuadad Encantada," svaraði hann. „Sá dásamlegi bær. En vegur- inn hérna er mjór, og það kemur bíll á eftir okkur." „Þá erum við nálægt menningunni," kumraði í Önnu. „Þetta er fyrsti bíllinn, sem við sjáum eftir að við beygðum af þjóðveginum." „Það er sáralítil umferð á þessum vegum," sagði Desmond. „Nú eru bara tveir bílar í Maginas, þar sem heimili Maginas-fjölskyldunnar stendur autt." Vagninn sem kom á eftir okkur, myndaði stórt rykský, enda greitt ekið. „Býr enginn í húsinu, sem við erum að fara til?" spurði ég hlessa. „Nei, að undanteknum tveim þjónum," svaraði Desmond. „Eigandinn er Framhald á bls. 47. **■tbl VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.