Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 45
settir klerkar. Messan hefst með því að hápresturinn les upp ritn- ingargreinar úr guðspjöllum Sat- ans og tónar bænir á enokísku, svo og hin ýmsu nöfn kölska: Abaddon, Apolljón, Asmódeus, Demógorgón, Mólok, Týfón. — Prestar og söfnuður taka undir með hyllingarópi: „Shemhamfor- ash! Hail Satan!“ Einn þáttur guðsþjónustunnar er að safnaðarmeðlimirnir fá tækifæri til að ganga fram og biðja til Satans í heyranda hljóði. Margir nota þessa bænastund til að hella úr sér formælingum og bölbænum yfir þá, sem þeir eiga eða telja sig eiga sökótt við. Blaðamaður einn sem var við- staddur svarta messu heyrði eitt sóknarbarnið þylja frammi fyrir altarinu, einhverjum óvini sín- um til óheilla: „Það daunilla svín, sá rotni kúkur, það slímuga skriðkvikindi.. . . Megi slepjug- ar ófreskjur hefjast úr ýldufenj- um og æla úr sér drullunni inn í þennan sljóa heila hans. . . . “ Prestarnir fylgja bæninni eftir með tóni, organ er þanið og að lokum tekur söfnuðurinn undir með sínu hósíanna: „Heill þér, Satan!“ Messunni lýkur með því að allir heilsa með hornkveðjunni, sem er á þann veg að menn lyfta handlegg í boga fyrir andlit sér, líkt og til að verjast höggi. LaVey æðstiprestur lætur oft í ljósi áhyggjur vegna þess hve trúarbrögð hans séu misskilin, og vonast til að Biblía kölska, sem kom út fyrir síðustu jól, muni gera sitt til að eyða þeim misskilningi. „Ég er alltaf að fá bréf frá fólki,“ segir hann, „sem vonast til að ég klappi því á bak- ið og hæli því fyrir syndir þess. Þar á meðal er fjöldinn allur af afbrotalýð og tugthúslimum. Þeir virðast halda að kirkja Sat- ans sé eitthvert allsherjar hæli fyrir öfugugga, kynæðinga og losers, fólk sem samfélagið hef- ur hafnað. Það er alrangt. Því að hinn sanni Satanisti er meist- arinn, foringinn, sá sem stjórnar samfélögum, er fyrirmynd. Allir winners, þeir sem hafa komizt áfram í lífinu, hafa í raun og sannleika tileinkað sér satanísk viðhorf. Eða eins og stendur í Biblíu Satans: Útkoma jákvæðr- ar hugsunar og jákvæðrar fram- kvæmdar er árangur.“ Þetta er þá kjarni málsins. Með losers eiga Bandaríkjamenn við alla þá, sem dregizt hafa aft- ur úr eða gefizt upp í lífskjara- kapphlaupinu, og samkvæmt þar- lendum móral eru þeir allra kvikinda fyrirlitlegastir, alveg án tillits til þess hvort þeir eru ærlegir menn eða hafa hneigzt til afbrota. Það sem LaVey á við er að allt það fólk, sem bezt sam- hæfist samkeppnis- og athafna- þjóðfélögum nútímans, sé í öllu sínu eðli og athæfi djöfulsins börn, hvort sem það viðurkenn- ir það sjálft eða ekki. Þessu fólki sé því jafngott að ganga Satan á hönd opinberlega þegar í lifanda lífi, í stað þess að bíða þess að hann hremmi það á leiðinni upp að Gullna hliðinu, eins og flestir hafa látið duga til þessa. — Sem sjá má af skilgreiningu svarta páfans er kirkja Satans þannig bein andstæða hippahreyfingar- innar, sem afneitar athafnaþjóð- félaginu. Komi menn svo og segi að öll trúarbrögð séu úrelt fyrir nú- tímamanninn! dþ. Fjóluangan Framhald af bls. 17. að tala illa um liúsmóður þína eða koma upp um leynda galla hennar, ef hún þá hefur nokkra. Villu að- eins svara hreinskilningsléga fjórum eða fimm spuming- um, sem ég ætla að leggja fyrir þig? Þú þekkir frú de Jadelle eins vel og sjálfa þig, þar sem þú klæðir hana og afklæðir á hverjum degi. Jæja . . . er hún eins lioldug og hún lítur út fyrir að vera? Stúlkan svaraði ekki, og ég hélt áfram: - Segðu mér það hara, barnið gott. Þér er vel kunn- ugt um, að sumt kvenfólk hefur kodda, þar sem . . . á þeim hluta líkamans, þar sem unghöm drekka . . . og á þeim hluta líkamans, sem menn sitja.... Hefur hún kodda.... ? Césarine horfði niður fyr- ir sig og sagði feimin: — Komið þér xneð allar yðar spurningar, herra, og ég skal svara þeim öllum í einu. — Jæja, stúlka mín. Sumt kvenfólk er svo kiðfætt, að það relcur saman linén við hvert skref, en á öðrum kon- um er bilið á milli hnjánna svo mikið, að það minnir lielzt á brúðarhoga. Menn geta liorft á landslag í gegn- um það. Hvort tveggja er mjög hrifandi. Segðu mér, hvernig fætur húsmóður þinnar eru. Stúlkan svaraði ekki, og ég liélt áfram: — Sumt kvenfólk hefur digra hándleggi, en mjóan bol. Sumar eru vel vaxnar að framan, en illa vaxnar að aflan. Enn aðrar eru illa vaxnar að framan, en vel vaxnar að aftan. Öll þessi vaxtarlög eru auðvitað mjög falleg — mjög töfrandi — en mig langar til að vita, hvernig húsmóðir þín er vaxin. Ef þú segir mér það afdráttarlaust, mun ég gefa þér meiri peninga. Césarine horfði rannsakandi á mig, hló lijartanlega og sagði: — Að undanteknu þvi. að liún er dökkhærð, er hún sköpuð alveg eins og ég. Siðan liljóp hún í burtu. Og ég stóð eftir eins og bjáni. En ég hét því, að ég skyldi að minnsta kosti ná mér niðri á þessari þrjózku vinnukonu. Stundu síðar fór ég inn í herbergið, þar sem hún hlustaði eftir hrotum mín- um, og slökkti ljósið. Hún kom um miðnættið til að halda vörð, og þegar liún varð mín vör, ætlaði hún að reka upp hljóð, en ég lokaði munni hennar með lófunum og gekk úr slcugga um, að ef liún hefði ekki logið að mér, væri frú de Jadelle sannarlega vel slcöp- uð. Ég verð að játa, að ég hafði ánægju af þessari rannsókn, og það leil út fyrir, að Césa- rine skemmti sér ekki síður. Hún var af liinu dásamlega normanska kyni, sem er hvort tveggja i senn, bæði holdugt og grannvaxið. VIÐ URÐUM BRÁTT góðir vinir. Hún var eðlileg í fram- komu og skynsöm, og hún virtist sköpuð til ásta. Henni var ókunnugt um nokkrar lireinlætisvenjur, en ég kenndi lienni þær fljótlega og gaf henni strax sama kvöldið glas af kölnarvatni. Ánægjan, sem hún veitti mér, gerði mér mögulegt að bíða með þolinmæði eftir ákvörðun frú de Jadelle. og framkoma mín varð róleg og óaðfinnanleg. Frú de Ja- delle var sýnilega ánægð með mig, og ég varð þess var, að ég mundi brátt fá fulla við- urkenningu. Ég var sannarlega lukk- unnar pamfíll, þar sem ég beið eftir löglegum kossi Verfllistinn Hlemmtorgi (húsi Egils Vilhjálmssonar) Sími 83755 Táningakápur GLÆSILEGT ÚRVAL, ALLAR SÍDDIR Verðlistinn 23. tw. vikaN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.