Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 4
Wilson í kjallarann Þetta virðist nokkuð geigvæn- legt við fyrstu sýn; Wilson fyrr- verandi forsætisráðherra í Bret- landi sitjandi handalaus í stól, sem tvær manneskjur bera á milli sín. En raunar er þetta ekki hann sjálfur, heldur vaxmynd af honum sem til skamms tíma var til sýnis hjá Madame Tussaud í Lundúnum. Eftir kosningarn- ar á dögunum var líkan af Heath auðvitað sett í það pláss. Með Wilson var hinsvegar farið í geymslu niðrí kjallara. Skyldi hann nokkurntíma eiga þaðan afturkvæmt? í stiórnmálunum verður sann- leikurinn að bíða, þangað til ein- hver þarf á honum að halda. Björnstjerne Björnsson. Veióikló Þessi mynd var tekin af ungri nunnu í fjörunni hjá Brisbane í Ástralíu, þar sem hún stóð og dorgaði af hjartans list. Kyrtlin- um sínum öklasíða bretti hún uppá miðja kálfa, svo að engin hætta væri á að hann vöknaði. Afmælisterta Tigers Jacks Einn frægasti og dáðasti hnefa- leikakappi allra tíma, Jack Dempsey, sem kallaður var Tiger Jack, fyllti nýlega sjötugasta og fimmta aldursárið. Hér er hann að skera afmælistertuna í hófi, sem haldið var í tilefni dagsins einhvérsstaðar í New York. STUTT OG LAG- GOTT Það skiptir engu hvort þú kvœnist eður ei. 1 hvoru tilfellinu sem er mun þig sáriðra þess. Þctta dreymdi Detlef um að verða: umkringdur myndavélum, lömpum og leikurum og gefandi fyrirmæli ákveð- inni röddu og skipandi hrcyfingum. Ungur meistaraþjófur Að lokinni tíu mánaða erfiðri vinnu komst Detlef Bart að eftir- farandi niðurstöðu: „Þetta slátr- arastarf er ekki fyrir mig. Ég verð að fá að vinna með fólki.“ Detlef sem var fjórtán ára, og til heimilis í Köln, Vestur-Þýzka- landi, yfirgaf því slátrarann, sem hann var í læri h’á og fékk sér vinnu i myndavélaverzlun. Hann hafði ákveðið að verða meistari í kvikmyndagerð í stíl við Berg- man eða Pasolini og til þess að auðvelda sér fyrstu sporin á þeirri braut stal hann úr verzl- uninni öllu steini léttara sem þurfti til kvikmyndagerðar: myndavélum af öllum stærðum, hljóðupptökutækjum, filmum og klippingaráhöldum. Andvirði þýfisins komst upp í fimmtíu þús- Detlef Bart á götu í Köln, vopnaður kvikmyndavél. Einmitt götur stór- borgarinnar voru vettvangur fyrstu kvikmyndarinnar hans. und mörk. Einnig tókst honum að smeygja sér inn í póstgeymslu og stal þar pökkum með kvikmynd- um, sem aðrir höfðu tekið. Úr þeim reyndi hann svo sjálfur að setja saman eigin meistaraverk. En ekki leið á löngu áður en vinnuveitandi Detlefs uppgötvaði hvað var að ske og gerði lög- reglunni viðvart. Þýfið fannst allt heima hjá Detlef, sem hafði það allt í röð og reglu í herbergi er hann hafði fyrir vinnustofu. Hann hafði þá þegar gert stutta heimildarkvikmynd úr daglega lífinu, er hann nefndi Gefáhrlich- er Alltag (Háskalegur hvunn- dagur). Hafði hann ætlað að koma þeirri mynd í sjónvarpið og grundvalla þannig frægð sína. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Detlef Bart komst í kynni við lögregluna. Eins og fyrr er vikið var honum upphaflega komið í slátraralæri, en hann fékk fliót- lega andstyggð á því starfi. Eitt sinn laumaði hann bola nokkrum, sem komið var með utan úr sveit til slátrunar, inn í gripavagn sem var að leggia af stað út úr borg- inni og setti hey og vatn inn til skepnunnar. Vonaðist hann til að bolanum yrði gefið líf, ef hann kæmist út í sveitina. En bolinn var auðvitað drepinn samt sem áður og Detlef fékk alvarlega áminningu. Hann segist vonast eftir að fá vægan dóm. „Ég stal bara vegna þess að mig íangaði til að verða verulega góður kvikmyndari og til þess þarf maður að hafa fyrsta flokks græjur,“ sagði hann. „Þegar mér verður sleppt, ætla ég að halda áfram að kvikm/mda, en í þetta sinn án þess að stela neinu.“ 4 VIKAN 34. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.