Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 29

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 29
Muna, kona Hússeins, sem er ensk, og synir þeirra tveir, Abdúlla og Feisal, sem eru átta og sjö ára. Þau lifa í stöðugri hræðslu um líf fjöl- skylduföðurins. Hann sendir þau að jafnaði úr landi, þegar ástandið verð- ur hvað háskalegast. Á myndinni til vinstri er Jasír Arafat, leiðtagi Al- Fata, sem er voldugast skæruliðasam- taka Palestínumanna. Hann hefur lengi verið talinn skæðasti fjandmað- ur Hússeins konungs og raunar vold- ugri í Jórdaníu en konungur sjálfur. Hann átti þó engan þátt í nýjustu og blóðugustu átökunum milli Jórdana og Palestínumanna. Fyrir þeim að hálfu palestínsku skæruliðanna stóð annar foringi, sem farinn er að keppa um forustu þeirra við Arafat. Hússein og frændi hans, Séríf Nasser hershöfðingi. Hann var með konungi er honum var sýnt síðasta banatil- ræðið fyrir skömmu, meðan barizt var í Amman. 34. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.