Vikan


Vikan - 20.08.1970, Síða 23

Vikan - 20.08.1970, Síða 23
Smám saman varð ég prýðilega fiskinn. Óveðrin skemmdu stundum fyrir mér þakið, en ég fléttaði það alltaf að nýju. svo heyrðist fótatak. Ég reyndi að hrópa, en koni ekki upp neinu hljóði. Ein- hver kallaði: Er nokkur heima? Kom inn, tókst mér með miklum erfiðismunum að stynja upp. Mér fannst þetla allt sam- an nánast fáránlegt. Tveir menn komu inn í herhergið. Þeir voru sólbrenndir og skeggjaðir og gláptu eins og naut á nývirki. Drottinn minn sæll, hvítur maður! hrópaði ann- ar þeirra, Ég heiti Tom Neale. Það hljóp einhver slæmska i hrygginn í mér. Viljið þið hjálpa mér? Hvaða dagur er í dag? másaði ég i helg og l)iðu. — Miðvikudagur, svöruðu þeir og héldu áfram að stara á mig. Eg varð dolfallinn. Ég hafði þá legið i dvala i fjóra sólarhringa. Bob, bruggaðu dálítinn tesopa, og svo reyni ég að koma honum i sitjandi stell- ingu, sagði annar mannanna, sem nefndist Peb. Af mál- lýzkunni sem þeir töluðu merkti ég að þeir voru Bandaríkjamenn. Peh, sem réttu nafni hét James Bockefeller, og Boh Grant sögðu mér nú hvernig á því stóð að þeir komu hing- að einmitt þegar ég þarfnað- ist þeirra mest. Þeir höfðu vtírið á leið frá Tahiti til Samoa þegar Peh varð alll í einu að orði: — Suvarov er óbyggð. Þar kvað fjársjóður vera falinn. Við þangað! Björgunarmenn mínir voru um kyrrt í tvær vikur og önnuðust mig. Þeir nudd- uðu mig og smurðu unz ég komst á fætur. Þeir gáfu mér kjöt og skinku, rétli sem ég hafði lengi þráð. — Ég er hræddur um að hryggurinn sé ekki fullgóð- ur enn, sagði Peb dag nokk- urn. — Þú ættir að láta lækni líta á þig. Það var rétt athugað lijá honum. Ég ákvað að vfir- gefa eyna, en var harðákveð- inn í að koma þangað aftur. Þeir lofuðu að hafa samband við yfirvöldin i Raro, þegar þeir kæmu til Pago-Pago, og sjá mér fyrir flutningi heim. Peb gaf mér fáeinar flösk- ur með rommi og sigarettur og sagði: — Þetta geturðu skemmt þér við unz skútan kemur eftir þér. En i guðs bænum farðu gætilega að öllu! Blessuð, eyjan mín . . . Tveimur vikum siðar kom „Bannah“. Ég vildi ekki vfirgefa eyna. Ég reyndi að finna upp á hinum og þessum tylliástæð- um til að liætta við brottför- ina, en ég varð að fara. Einn daginn datt mér i hug að skilja fötin min eftir á ströndinni og fela mig þegar skiitan kæmi, svo að þannig liti út sem ég hefði drukknað. En ég vísaði öll- um svoleiðis hugdettum á hug. Með angurværð i liuga lét ég eigur mínar niður í gömlu leðurtöskuna. Ég gekk einn hring um eyna, sleppti út hænsnunum, lagaði til í garðinum, þótt það væri svo sem tilgangs- laust, tók til inni og fór síð- an með hafurtaskið mitt nið- ur i fjöruna. Þann tuttugasta og fjórða júní 15)54 sneri ég aftur til menningarinnar. Gegn vilja minum. Mig langaði ekki til að tala við neinn. Það fvrsta sem ég gerði í menningunni var að fara til læknisins út af hryggnum. Hann gat ekki séð neitt al- hugavert. Svo liðu sex dapurleg ár. Alll frá þvi að ég sneri aftur til Rarotonga gat ég ekki um annað hugsað en eyna mina. En yfirvöldin vildu ekki hleypa mér þangað. Þau Framhald á bls. 39. 34. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.