Vikan


Vikan - 20.08.1970, Side 20

Vikan - 20.08.1970, Side 20
SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR ELIZABETH BARR - 4. HLUTI - Ég gæti gert ySur grikk, sagði Savalle, með silkimjúkri rödd. - En þér skuluð muna það, að ég er ekki hættuleg, ef þér látið mig í friði. Ég gat rifið mig úr greipum hennar og hlaupið á dyr. Hún er vond, hugsaði ég, viti sínu fjær... Það sem skeð hejir fram að þessu: SERENA BJJCKLEY, sem er af vel stæðu fólki, og hálf trúlofuð STUART KIMBERLEY, fœr þá flugu að þiggja starf, sem eins- konar aðstoðarstúlka hjá eldri konu, FRÚ MEDE, sem býr í glæsilegu húsi, High Trees. Hversvegna. Líklega til að hefna sín á syni frúarinnar, augnlœkn- inum NICHOLAS MEDE, sem var því mótfállinn, og líka vegna þess að hún sá að frú MEDE varð mikið um, þegar húshjálpin, FRÚ DANBY, segir henni að það hafi komið skeyti um að SAVALLE komi heim. Þetta vekur forvitni Serenu. Hún hefir það á tilfinn- ingunni að það sé eitthvað sér- stakt við þessa Savalle, sérstak- lega þegar hinn sonur frú Mede, leirkerasmiðurinn LIAM MEDE, sýnir henni málverk af glæsileg- um páfugli, sem hann seqir að gœti heitið Savalle. En Serena verður undrandi, þegar hún sér konu Nicholas í fyrsta sinn, hún virðist þá einmana, venjuleg kona, sem ásakar sjálfa sig fyrir að einkabarn þeirra, Cheryl, datt úr rólu og lézt. Serena er undrandi yfir hve Nicholas er kuldalegur við konu sína, og að frú Mede er líka á móti henni! En með tímanum kemst Serene að því að ekki er allt sem sýnist, að Savalle getur líka brýnt klœrnar. Dag nokkurn ásakar Savalle Serenu um að vera ást- fangin af Nicholas, og rétt á eftir dettur Serena niður stiga og snýr sig í öklanum.... Þegar ég kom niður, vildi frú Mede senda mig í rúmið aftur, en ég fullvissaði hana um að ég fyndi ekkert til. — Jæja, þá getið þér hjálpað mér við að ákveða matseðilinn fyrir kvöldið og kaupa það sem til þarf. Liam kemur að borða. Hann kemur allt of sjaldan, sagði hún. — Vegna Savalle? spurði ég í hugsunarleysi. — Já, vegna Savalle. Það er skrítið að hugsa til þess, að einu sinni var hann mjög ástfangin af henni. Hann kynntist henni gegn- um Nieholas. Æ, já, hvorugur þeirra þekkti hina raunverulegu Savalle þá. — En úr því að þau eru óham- ingiusöm, hversvegna búa þau þá saman? spurði ég, undrandi. — Ja, hvað skal gera? sagði hún bituriega. — Á að fleygja henni út? Lagalega séð hefir hún rétt til að mótmæla því. Ég þekki Savalle og veit að hún gæti hefnt sín grimmilega á Nicholas. Ég kýs heldur að þola hana, ef hún heldur sig á herbergi sinu. Hún fær ekki tækifæri til að gera Nicholas skaða, meðan hún býr hér. Ég horfði á þetta rólega andlit og hendurnar, sem hagræddu blómunum. Þetta var allt ennþá furðulegra, vegna þess að hún talaði í svo Þúfum tón. Var þetta einhver hucarburður hiá henni? sourði ég smlfa mip. Savalle var einmana og óhamingiusöm og núna. um háfcnartan daginn, varð ég hissa á að ég skyldi hafa ver- ið óttasiegin í návist hennar, kvöldið áður. Ég hitti Savalie ekki fyrr en á hádegi. meðan ég var að vinna í garðinum. Hún var í einföldum bnrrullarkiól. með hárið bundið upp í hnút, eins og veniulega. — Mér er sagt að Liam komi til kvöldverðar í dag. sagði hún. — Þáð er svei mér skemmti- legt. Röddin og andlitið ljóm- uðu af gleði. — Það kemur svo fátt fólk hingað. Hún lagði höndina á arm minn. — Serena, þér megið ekki vera reið, vegna þess sem ég sagði í gærkvöldi. Þér eruð ástfangin í Nicholas, þótt þér viljið ekki viðurkenna það! En það líður hjá, — þegar þér komist að því hverskonar maður hann er. — Yður skjátlast algerlega, ég er ekki ástfangin af manninum yðar, sagði ég þurrlega. Og til að fá hana ofan af þessu, sagði ég: — Ég ætla að giftast Stuart Kimberley, manninum, sem við hittum í bænum. — Ó? Augu hennar urðu stór og spyrjandi. — Deildarstjóran- um hjá Cromer? — Já, en við erum ekki opin- berlega trúlofuð, svaraði ég, svo bætti ég við. — Þér sjáið á því, að ég gæti ekki verið ástfangin í manninum yðar. — Hrifin af honum, Serene litla, sagði hún, silkimjúkt. Ég var ergileg, þegar hún gekk í burtu. Ég óskaði þess innilega að hún færi ekki að leggja það í vana sinn að kalla mig „Serenu litlu“, og hætti að tala um að ég hefði áhuga á Nicholas Mede. Það kom einhver hressandi blær með Liam Mede. Mér líkaði vel við hpnn, hann var svo ljúfur og blátt áfram. Ég var dálítið snennt að siá hvernig færi, þegar Savalle og Liam hittust. En ánægja Savalle yfir að hitta mág sinn var eðlileg og óþvinguð. Hún var miög látlaust klædd og lagði sig alla fram til að þóknast Nic- holas. Liam var vingiarnlegur við hana, en nokkuð hlédrægur, það var eins og hann væri að fclappa ókunnum hundi. En sam- fcvæmt því sem frú Mede sagði, áttu þau einu sinni að hafa ver- ið ástfangin hvort af öðru! Hann kom með leirkrúsina. sem hann hafði lofað mér og ég bakfcaði honum innilega fyrir. Sfcrevtingin á krúsinni var lióm- andi falleg: stúlkan sem dansaði berfætt með bjöllur neðan í pils- inu. Það var svo mikil hreyfing í myndinn að hún varð sérkenni- lega lifandi. Nicholas skoðaði hana með miklum áhuga. — Eftir þessu að dæma hefir þú mikla hæfileika sem leirkerasmiður, sagði hann við bróður sinn. — Það hefi ég líka og mér gengur vel. Liam brosti og bros- inu beindi hann líka til móður sinnar. Hún lagði hönd á arm hans. — En hvað þetta er skemmtilegt, mér var ekki ljóst að þér gengi svona vel. Mér hafði þá skjátlast, það var sannarlega ekki ósamkomulag á milli þeirra mæðginanna. ' — Má ég sjá? Savalle rétti höndina fram og Nicholas rétti henni krúsina, án þess að segja nokkurt orð. Hún skoðaði myndina um stund. — Stórkostlegt, Serena! Hún leit upp og brosti til mín. — Þetta eruð þér! Lítil stúlka sem dansar í sólinni. Það leið einhver kvalasvipur yfir andlit hennar. Ef til vill varð henni hugsað til Cheryl — ég veit það ekki. En allt í einu rann krúsin úr höndum hennar og brotnaði á parketgólfinu. Hún leit snöggt á eiginmann sinn. Ég beygði mig niður og tíndi upp brotin, — með tár í augunum. Þetta hafði verið svo fallegur listmunur, og ég hafði ekki fengið að njóta hans. Ég leit upp og sá að Liam og Nicholas horfðu báðir reiðilega á Savalle. Mér fannst það ekki réttlátt. Þetta var aðeins óhapp, sem gat hent alla. Liam huggaði mig. — Þú skalt ekki gráta þessa krús, ég bý aðra til handa þér. En ég held ég geymi hana heima h'á mér, það er öruggara. Þú getur þá drukk- ið kaffi úr henni, þegar þú kem- ur að heimsækja mig. Savalle stóð grafkyrr eins og stytta og tuldraði einhverjar af- sakanir. — Ég veit ekki hvernig þetta gat skeð! hvíslaði hún. — Vertu nú góður Nick, horfðu ekki svona á mig, eins og ég hafi gert þetta vísvitandi! Kvöldið var eyðilagt. Mér var mikill léttir að slepna frá High Trees daginn eftir. Ég hafði beðið frú Mede um frí, „til að líta eftir Tarn House“, og ég hafði undirstungið Stuart um að hitta mig þar. Það var dásamlegt að koma heim. Stuart var líka glaður að Framhald á bls. 44. 20 VIKAN 34- tw.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.