Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 16
SMÁSAGA EFTIR OSCAR WILDE Einu sinni snl ég fyrir ntan Café dc la Paix síðla dags «g horfði á glæsileik og lötunnennsku Parísarlífsins. Ég var að furða niig á öllum þeim blendingi fáta'ktar og stertimennsku, sem framhjá mór leicS, meðan ég dreypti á vínglasinu, þegar ég heyrði einhvern nefna nafnið mitt. Ég sneri raér við og sá, að það var Murcliison lávarður. Fundum okkar hafði ekki borið saman síðan við vorum á háskól- |num fyrir nálega tíu árum. Mér þótti væntum um að bitta hann aftur, og við lókumst hjartanlega í hendur. Við höfðum verið mikl- ir vinir í Oxford. Mér geðjaðist afskaplega vel að lionum. Hann var svo glæsilegur, svo gáfaður og heiðarlegur. Við vorum vanir að segja um bann, að bann væri afbragðs náungi, ef hann segði ekki alltaf satt. Þó lield ég, að við höfum dáðst enn meir að honum fyrir Iireinlyndið. Xú fannst mér bann allmikið breyttur orðinn. Ilann virtist svo kvíðafullur og kyndugur, líkt og liann væri i vafa um eitthvað. Ég fann, að það gat ckki verið almenn efasýki, því Murchison var eld- heitur ihaldsmaður og trúði á fimm bækur Móse jafn eindregið og bann treysti lávarðardeild þingsins. Mér fannst líklegast, að hér væri um konu að ræða og spurði, livort hann væri kvongaður. — Ég skil ekki kvenfólkið nógu vel til þess, svaráði liann. Kæri Gerald minn, sagði ég. — Konur eru til þess að elska þær, en ekki skilja. — Ég get ekki elskað það, sem ég get ckki treysl, anzaði hann. — Þú hlýtur að búa yfir einhverju leyndarmáli, Gerald, varð mér að orði. Trúðu mér fyrir því! — Við skulum aka spotlakorn, svaraði bann. — Það er svo mikil þröng hér. Nei, ekki gulan vagn, einlivérn lit annan — þarna, þenn- an dökkgræna vil ég. Og nokkrum mínútum síðar brokkuðum við niður breiðgötuna, í átt til Madeleine — Hvert eigum við að fara, sagði ég. —- O, hvert sem þér sýnist, svaraði hann. — Á einhvern gilda- skála til dæmis. Þar skulum við snæða og þú segir mér alll um sjálfan þig. Framhald á bls. 43. Eftir þetta sá ég hana iöulega, og sífellt var hún um- vafin þessu dularfulla andrúmslofti. Við hittumst á hinum ólíklegustu tímum og ólíklegustu stöðum. Einu sinni áttum við stefnumót í fögrum garði. Þegar ég kom, sat hún undir tré og var svo ósegjanlega falleg og dularfull...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.